Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 21
MÁLFRÍÐUR 1 lampen mellem drengen og måtten, en mellem virðist vera eitt af þeim orðum sem nemendur hnjóta um, tæp 50 % heyra ekki þegar sagt er nu skal du sætte klokken ved siden af hunden og enn færri merkja rétt við sæt sokken under stolen. Athygli vekur að hér eru í lykilorðunum, um að ræða samstöfur sem eru hljóð­ lausar í dönsku en bornar fram skýrt og greinilega í íslensku eins og under [’ån’ə], mund [’mån’], hund [’hun’], eða bord [’bo’r] og þar sem sérhljóðið er ekki til í íslensku. Viðfangsefni lestrar Prófgögn í lestrarþætti áttu eins og í hlustunarþætt­ inum rætur í námskrá og byggjast að hluta til á Evrópurammanum og þeim marklýsingum sem liggja til grundvallar Evrópsku tungumálamöpp­ unni á þrepi A1. Prófgögnin voru hefti með texta, verkefnum og myndum í lit. Öll verkefni kröfðust þess eins af nemendum að þeir settu kross við það svar sem þeir töldu réttast. Nemendur fengu góðan tíma til að leysa prófið. Sami háttur var hafður á og í hlustunarþættinum. Byrjað var á forkönnun og könnun lögð til grundvallar úrvinnslu gagna. Forkönnun og könnunin sjálf voru byggðar upp á sama hátt. Í lestrarprófinu voru eins og í hlustunarhlutanum 15 spurningar af vaxandi þyngdarstigi. Ekkert verk­ efnanna krafðist þess að nemendur skrifuðu texta þar sem við vildum tryggja að einungis væri verið að mæla lesskilning. Nemendur merktu við það svar sem þeir töldu rétt miðað við þær upplýsingar sem þeir höfðu fengið í stuttri sögu og mynd. Verkefnin voru einnig stigvaxandi að þyngd: Para saman setn­ ingu og mynd, götumynd af fjölleikahúsi þar sem nokkrar myndir passa við myndina og aðrar ekki og að lokum heildstæð frásögn á rituðu máli þar sem nemendur áttu að para saman staðhæfingar og upp­ lýsingar í textanum. Það sem kannað var í lestrarhluta Viðfangsefni Velja saman setningu og eina mynd af þremur Velja rétta/ranga staðhæfingu miðað við mynd. Velja rétta/ranga staðhæfingu miðað við stuttan lestexta. Orðaforði Athafnir, persónutengd orð, fólk og staðsetningar í tíma og rúmi. Athafnir, staðsetning, lýsingar, nytjahlutir, litir og fólk. Athafnir, hreyfing, lýsingar nytjahlutir tilfinningar fólk og tími. Skilningur Greina myndir út frá staðsetningu hluta eða fólks, fjölda, tíma Greina hluti á götumynd og velja rétta setningu út frá myndinni Lesa texta á dönsku, túlka hann út frá eigin bakgrunnsþekkingu, greina mun á t.d. tíð, beygingu sagna, ákv./óákv. hætti, tölu og orðstofnum Niðurstöður úr lestrarhluta Hlutfall réttra svara var lægra en í hlustunarþætt­ inum. Meðaltal af meðaltali var 74,4 %. Erfitt er að segja til um hvort það orsakast af því að nemendur eiga erfitt með að lesa dönsku eða hvort nemendur eiga erfitt með lestur að öllu jöfnu. • Meðaltal af meðaltali á landsbyggðinni var 73,6 % • Meðaltal af meðaltali í Reykjavík var 75,5 % • Meðaltal af meðaltali meðal drengja var 73,7 % • Meðaltal af meðaltali meðal stúlkna var 75,2 % • Meðaltal af meðaltali meðal drengja í Reykjavík var 75,8 % • Meðaltal af meðaltali meðal stúlkna í Reykjavík var 73,9 % • Meðaltal af meðaltali meðal drengja á landsbyggð­ inni var 72,1 % • Meðaltal af meðaltali meðal stúlkna á landsbyggð­ inni var 75,1 % Andstætt því sem búist var við kemur í ljós að merkjanlegur munur er á lesskilningi og hlustunar­ skilningi. Þegar skoðað er meðaltal af meðaltali

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.