Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 14
1 MÁLFRÍÐUR √ 14. Hvernig finnst þér heppilegt að efnis í Málfríði sé aflað? Meðal kennara á öllum skólastigum. Vil hafa meira pláss fyrir innsent efni frá félagsmönn­ um sem ekki samanstendur af „lærðum greinum.“ Ég held að ritnefndarfólkið sé að vinna fína vinnu. Kannski mætti auglýsa meira í blaðinu eftir greinum um tiltekið efni eða hafa dálk þar sem má senda inn stutt innslög ­ ekki langar greinar. Af kennurum með reynslu, t.d. einhver sem er að prufa eitthvað í kennslu og miðlar reynslu sinni. Innsendar greinar frá félagsmönnum, þýddar greinar úr erlendum fagtímaritum og að einhverju leyti blaða­ mennska ritstjórnar. Í gegnum stjórnir fagfélaganna;­ a.m.k. ef þær eru virkar. √ √ √ √ √ Tölur um félagafjölda eru fengnar frá félagaskrá KÍ og af heimasíðu Félags ítölskukennara. Í dálknum lengst til vinstri er heildarfjöldi félaga en innan sviga í sama dálki er hundraðshlutfall félaga sem svara könnuninni. Í dálknum lengst til hægri er fjöldi þeirra sem svarar könnuninni í við­ komandi félagi en innan sviga er hundraðshluti miðað við heildarfjölda svarenda. Hlutfallið fer yfir hundrað vegna þess að nokkrir félagar eru í fleira en einu fagfélagi innan STÍL. Svarhlutfall úr öllum aðildarfélögum var 19,6% sem getur ekki annað en talist fremur dræm þátt­ taka. Slíkur skortur á þátttöku vekur hins vegar upp aðrar spurningar en hér var verið að leitast við að fá svarað. Svör við spurningunum gefa í flestum tilvikum mjög ákveðna vísbendingu um hug svarenda og er það mjög góður styrkur að hafa slíkt í höndunum til að styðjast við. Hér er ekki ætlunin að fara út í sérstaka greiningu á svörum við spurningunum úr könnuninni en leyfa hverri /hverjum að meta fyrir sig. Annað mál er svo umræða um heildarþátttöku félaga við að svara könnuninni. Hvað veldur slakri þátttöku? Niðurstaða úr þessari könnun er ugglaust umræðuefni fyrir okkur og engin ástæða til annars en að ræða málin eins og hægt er. Til skoðunar er um þessar mundir að opna „forum“ á síðu STÍL og þar mætti hugsanlega halda áfram með umræðu þessu tengda. Vonandi gefur næsti aðalfundur STÍL svo tækifæri til meiri umræðu. Stjórn STÍL þakkar öllum sem þátt tóku í könn­ uninni og hvetur til þátttöku í slíkum könnunum af þeirri einföldu ástæðu að þeim mun fleiri sem segja sína skoðun, þeim mun betri mynd fæst af vilja félaganna og styrkir stjórnina í starfi sínu fyrir félagana. 15. ∑ félagar Hvert er þitt fagfélag (eru þín fagfélög) innan STÍL? 259 (20 %) Félag enskukennara 54 (34.18%) 215 (19 %) Félag dönskukennara 42 (26.58%) 59 (15 %) Félag frönskukennara 9 (5.70%) 9 (55%) Félag ítölskukennara 5 (3.16%) 58 (10 %) Félag norsku­/sænskukennara 6 (3.80%) 25 (28 %) Félag spænskukennara 7 (4.43%) 105 (25 %) Félag þýskukennara 26 (16.46%) 148 (15 %) Ísbrú 23 (14.56%)

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.