Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 8
Komdu á rétta staðinn B R A U TA R H O LT I 8 • 1 0 5 R E Y K J AV Í K •   S Í M I 5 6 2 3 3 7 0 •   w w w . i d n u . i s BÓKABÚÐ og gerðu góð kaup! Ný verslun í Brautarholti 8Hlemmur IÐNÚ bókabúð Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t og þau sem sett eru fram í námskránni frá 1999 og hnykkt er á í nýrri námskrá. Það er langt því frá að það sé auðvelt að tileinka sér leikni í ritun. Ritun er erfiðasti þátturinn í tungumálanámi og það tekur langan tíma að ná tökum á henni og krefst ákveð­ innar ögunar. En einhvers staðar þarf að byrja. Eftir því sem ég best veit er talsvert um það að nemendur fáist við frjálsa ritun í tungumálanámi sem er vel til þess fallin að hvetja nemendur til að nota málið á skapandi hátt eins og námskrá leggur áherslu á. En þegar komið er upp í efri bekki grunn­ skólans þarf einnig að huga að því að þjálfa nem­ endur í að skrifa skipulega og eftir settum reglum. Í því námsefni sem hefur verið úthlutunarefni Námsgagnastofnunar um skeið, Network, eru góðar leiðbeiningar um ritunarkennslu í vinnubókinni, allt frá 8. bekk til loka 10. bekkjar. Þar er m.a. kennt að nota eftirfarandi tengla: Í Network 2: and, but, at last, afterwards, after, eventually, meanwhile, at first, because, so, although, to begin with, first of all, secondly, thirdly, to conclude, while, during, when. Í Network 3: at last, to begin with, eventually, initially, after a while, while, as soon as, after, before, on the other hand, in other words, moreover, however, in addition, such as, yet, nevertheless. Hér á landi er löng hefð í tungumálakennslu fyrir því að leggja áherslu á málfræði sem slíka. Í ritun er þess vegna hætt við að athyglin beinist fyrst og fremst að því að skrifað sé málfræðilega rétt en minna sé horft á texta með tilliti til þeirra einkenna sem minnst var á framar í þessari grein. Lestur og ritun fara vel saman. Nemendur geta fengið ákveðn­ ar fyrirmyndir með því að fara ofan í saumana á því hvernig ritaður texti er uppbyggður. Ferlisritun er kjörin leið til að þjálfa markvissa ritun. Þar safna nemendur saman hugmyndum og

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.