Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 30
0 MÁLFRÍÐUR skipti við erlenda skóla og við eigum meðal ann­ ars vinaskóla í Brügge í Belgíu. Hilde De Vaere, þýskukennari í Brügge hafði farið á námskeið um E­Journal í Finnlandi í vor og frétti þar að ég yrði á námskeiðinu í Lübeck og stakk upp á að við mynd­ um vinna saman í vetur. Vegna þessa reyndi ég að tileinka mér það sem við vorum að gera á námskeið­ inu eins vel og ég gat og átta mig á möguleikum vefumhverfisins. Við ákváðum að hafa þrjá skóla í verkefninu til að það yrði líflegra og Ilpo Halonen ákvað að taka sjálfur þátt með nemendum sínum í tæknimenntaskóla í Vihti í Finnlandi. Þar sem bæði skólaárið og kennslufyrirkomulag er mismunandi í skólunum þremur ákváðum við að taka tæpa tvo mánuði nú í haust til að byrja rólega á verkefninu og láta nemendur semja texta til að setja á vefinn og að samskiptin yrðu þá aðallega í formi viðbragða við skrifum hinna og svör við athuga­ semdum. Í febrúar ætlum við svo að taka upp þráð­ inn aftur og láta nemendur vinna saman að textum milli landa og prófa líka netfundi ef stundatöflur okkar passa saman. Nemendur mínir eru í þýsku 403, máladeild­ arnemendur sem flestir hafa áhuga á tungumálum. Ég valdi þennan hóp þar sem ég hef frjálsari hendur í þessum áfanga en í neðri áföngum og ég vissi ekki í byrjun hversu tímafrekt verkefnið yrði. Í stunda­ töflu höfum við tvöfaldan tíma í tölvustofu (80 mínútur) og notum þann tíma til að semja texta og setja á E­Journal vefinn. Ég nota kennsluumhverfið Angel til að stýra verkefninu. Þar eru fyrirmæli um samningu textanna og leiðbeiningar um það hvernig á að setja þá á E­Journal vefinn. Ég reyni að gæta þess að gera ekki of mikið úr tækninni og gera meira úr textaskrifunum. Við notum „fastw­ rite“ spurningalistana til að semja textana sem flýtir mikið fyrir og verður til þess að krakkarnir sitja ekki lengi og velta fyrir sér hvað þeir eigi að skrifa áður en þeir byrja. Þeir semja textana í ákveðinni röð og þegar þetta er skrifað eru allir Íslendingarnir búnir að setja þrjá texta inn á E­Journal vefinn, Ich und meine Familie, Schule og Freizeit. Gaman er að sjá að nemendur verða sífellt fljótari að semja texta og þeim fjölgar sem ekki sætta sig við að segja bara það sem gagnvirka verkefnið býður upp á heldur vilja þau umorða og bæta við. Enn sem komið er læt ég nemendur skila textunum sínum í kennslu­ mhverfið Angel svo að ég geti lesið yfir áður en þeir setja þá á vefinn. Þegar ég hef samþykkt text­ ann færa krakkarnir hann inn á E­Journal­vefinn og eiga að setja myndir með sem passa við innihaldið. Þeir breyta orðalagi stundum þegar þeir sjá hvernig textinn lítur úr á vef og eins setja sumir texta við myndirnar eftir á þannig að það hefur auðvitað ekki allt verið leiðrétt sem sjá má á vefnum okkar. Aðalvandamálið hjá sumum er að útvega myndir við hæfi og það vantar eiginlega ljósmyndara í hóp­ inn. Það er greinilegt að krakkarnir eru að verða æfðari í að nota myndir með textunum en sumir voru auðvitað strax í upphafi með tilfinninguna fyrir því að útlitið skiptir máli. Til viðbótar við textana þrjá sem einstaklingar hafa sett á vefinn hafa nemendur líka samið spurn­ ingar um hin löndin og svarað í hópum spurning­ um hinna um Ísland, skólamál, menningu, náttúru, veðurfar, íþróttir o.fl. Einnig þurfa þau að gefa sér tíma í kennslustundinni til að lesa nýja texta frá finnsku og belgísku krökkunum og skrifa smá inn­ legg hjá nokkrum ásamt því að svara athugasemd­ um og spurningum um textana sína. Þar sem þau vita að aðrir koma til með að lesa það sem þau skrifa leggja þau metnað í að hafa eitthvað að segja og að textarnir séu réttir og líti vel út. Þegar ég tók að mér að segja aðeins frá E­Journal fannst mér fullsnemmt að segja frá verkefni sem er rétt byrjað og eftir á að koma betri reynsla á. Mér fannst að við ættum eftir að gera allt þetta merkilega sem tengist samvinnu nemendanna í löndunum þremur. En kannski má segja að einmitt þessi reynsla sem komin er, sé eitthvað til að segja frá, því þetta er eitthvað sem allir geta gert án mikillar fyrirhafnar. Kannski þarf verkefnið ekki að vera stærra en þetta. Margir nemendur eiga fartölvur og það þarf ekki endilega að bóka tölvustofu fyrir verkefnið. Það er hægt að láta krakkana vinna saman í pörum við að semja suma textana og það mikilvægasta er að nem­ endur vita að einhver annar en kennarinn kemur til með að lesa textann. Það er hvatning til að leggja Norrænir þýskukennarar skoða borgina Wismar í Norður-Þýskalandi.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.