Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 23
MÁLFRÍÐUR  skóla að vera meðvitaðir um að tungumálakennsla er sérgrein sem tekur bæði til sérþekkingar í málinu og menningunni, en ekki síður kennslufræði grein­ arinnar. Lokaorð Þótt ekki sé hægt að alhæfa út frá þessari könnun teljum við að hún gefi tilefni til að ætla að danska sé í mörgu enn gegnsætt tungumál fyrir Íslendinga. Það þarf að nýta í kennslunni og ganga út frá þeirri hugsun að nemendur skilji dönsku í því mæli sem lýtur að skyldleika málanna og vinna með þá inn­ byggðu forþekkingu sem nemendur búa yfir. Nemendur, kennarar og stjórnendur hlutaðeig­ andi skóla fá bestu þakkir fyrir jákvæðar undirtektir og gott samstarf. Heimildir Auður Torfadóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Samuel Lefever. (2006). Enskukunnátta barna 4. og 5. bekk grunnskólans. Hvað kunna þau? Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir. (2007). Vel forstår man dansk. Könnun á hlustunar- og lesskilningi barna í 6. bekk grunnskóla. Óbirt skýrsla. Common European Framework of References for Languages: learning, teaching, assessment. (2001). Cambridge, UK: Press Syndicate of the University of Cambridge. Jóhanna Rútsdóttir (2007). „Ég er bara ekkert hrifin af skóla“. Athugun á félagslegum þáttum sem skýrt geta mun á námsárangri pilta í stærðfræði í 10. bekk. Óbirt meistaraprófsritgerð í Uppeldis­ og menntunarfræði. Reykjavík: Félagsvísindadeild, Háskóli Íslands. Menntamálaráðuneytið (2006). Aðalnámskrá grunnskóla: erlend tungumál. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/ namsskipan_%20tungumal_grsk.pdf Tungumál er iðulega byggt á misskilningi. Stundum bara samansafn af hljóðum sem bera mann vonandi lengra í átt að því sem leitað er að. Svona eins og tónlistin. Sem er oft bara hrynjandi eða fallega unnið samræmi. Stundum ómstríð en allltaf til staðar þar sem er hlustað Og kannski er það grunnurinn að hverju tungumáli að hlusta, hvernig svo sem það er gert. Dr. Sigurður Ingólfsson Frönskukennari við menntaskólann á Egilsstöðum • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.