Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 12
1 MÁLFRÍÐUR Markmiðið með könnuninni var að fá góða mynd af skoðun sem flestra um styttri námskeið og staka fyrirlestra. Með slíka vitneskju sem kemur út úr stuttri könnun er líkast til auðveldara að ræða framboð, fyrirkomulag og tímasetningar á slíkum námskeiðum og fyrirlestrum að svo miklu leyti sem STÍL kemur að umræðu þar um. Formenn allra aðildarfélaga STÍL fengu sendan póst frá stjórninni þar sem óskað var eftir að for­ mennirnir sendu út bréf (sem fylgdi með póstinum) á netfangalista síns félags með beiðni um þátttöku í könnun á vegum STÍL og slóðin að könnuninni fylgdi með í póstinum til félaga aðildarfélaganna. Hugsunin með að hafa framkvæmdina á þennan hátt var meira til að hvatningin kæmi frekar frá eigin fagfélagi og einnig vegna þess að STÍL hefur ekki beinan aðgang að öllum netfangalistum aðild­ arfélaga sinna. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir í könnuninni voru alls 15. Fyrstu 12 spurningarnar voru valkosta­ spurningar með einum svarmöguleika, í tveimur næstu var óskað eftir skoðun á hvers lags efni eða greinum fólk vildi sjá í blaðinu og hvernig heppi­ legt væri að afla efnis í blaðið. Lokaspurningunni var mögulegt að svara með því að merkja við alla möguleika sem við eiga en þar var aðeins verið að kanna í hvaða fagfélagi / fagfélögum innan STÍL þátttakendur væru. Stjórnin hafði áhuga á að kynna niðurstöður úr könnuninni á aðalfundi sem haldinn er, samkvæmt lögum STÍL, fyrir lok febrúar. Það tókst, þó með naumindum hafi verið. Hér eru birtar niðurstöður úr valkostaspurning­ unum 12, nokkur svör úr spurningunum þar á eftir, svona til að gefa hugmynd um hvernig skoðanir félaga liggja. Að lokum eru svo upplýsingar um þátttöku í könnuninni. 1. Hefur þú sótt hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur við HÍ? oft 5 (3.11%) x2 12 (7.45%) x1 20 (12.42%) aldrei 124 (77.02%) 2. Hefur þú sótt hádegisfyrirlestur á vegum annarra deilda / skora við HÍ? oft 2 (1.25%) x2 9 (5.62%) x 1 17 (10.62%) aldrei 132 (82.50%) 3. Hefur þú sótt hádegisfyrirlestur á vegum annarra háskóla? oft 6 (3.73%) x2 5 (3.11%) x 1 5 (3.11%) aldrei 145 (90.06%) 4. Finnst þér að kennarar eigi að geta fengið frí til að sækja fyrirlestur, x1 – x3 á önn? já 149 (94.90%) nei 8 (5.10%) Síðastliðinn vetur kom­ upp um­ræða innan stjórnar STÍL um­ ým­islegt varðandi styttri nám­skeið og því um­ líkt sem­ haldin eru á starfstím­a skól- anna. Í fram­haldi af þeirri um­ræðu ákvað stjórnin að leggja stutta vefkönnun fyrir félaga. Valgerður Þ. E. Gðjónsdóttir Valgerður Þ E Guðjónsdóttir, þýskukennari við Iðnskólann í Reykjavík Könnun um Málfríði

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.