Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 7
MÁLFRÍÐUR  Hér vekur einkum athygli notkun hóps 4 á ‘then’ en það einkennir oft texta þeirra sem eru slakir. Í frá­ sögn verður setningamynstrið oft eitthvað á þessa leið: He left the building, then he had something to eat, then he took the bus, then.... Hópur 1 notar líka ‘then’ í nokkrum mæli en á annan hátt. Tenglar sem gefa til kynna viðbót og andstæðu Hópur 1 Hópur 2 Hópur 3 Hópur and 82 70 77 98 furthermore but 21 15 15 14 however 1 nevertheless 1 Það er eðlilegt að algengir tenglar eins og ‘and’ og ‘but’ séu áberandi hjá öllum hópunum. Þetta eru þeir tenglar sem algengastir eru í byrjun. Hér er ‘and’ að vísu notað nokkuð mikið og endurspeglar ákveðna málsgreinagerð í textunum, þ.e. hliðskipan þar sem tvær aðalsetningar eru tengdar saman en það er ekki dæmigert fyrir enskt mál. Tenglar sem gefa til kynna orsök og skilyrði Hópur 1 Hópur 2 Hópur 3 Hópur because 3 6 3 11 so 5 22 8 7 since 2 if 8 8 11 6 Þegar litið er á notkun tengla almennt, þá vekur fyrst og fremst athygli hversu notkunin er almennt jöfn á milli hópa. Því er ekki á þann veg farið að þeir sem fengu bestu einkunn fyrir ritun skeri sig úr að þessu leyti eins og vænta mátti. Textar þeirra voru þó læsilegri og heildstæðari á allan hátt. Það verður að hafa í huga að það eru fleiri þættir en tenglar sem gera það að verkum að texti loðir vel saman en í þessum hluta rannsóknarinnar var einungis litið til þeirra. Eftirfarandi texti er úr hópi 1. Hér er textanum skipt upp í efnisgreinar, tenglar vel notaðir, bæði til að tengja saman setningar (and, if, because) og til að vísa veginn í textanum (last, next, finally, later). Last Tuesday my friend Steve saw a poster on the wall in our school. An election for the school fun comitty was going to be held next Friday. Steve asked me if I thought that we should try and I told him that I liked the idea. We started to speak in classes and talk to people in recess about electing us. Finally came Friday. We had already written a speach and were feeling confident. We got up and spoke to the people and did well. Later the votes came in and we found out that we had won. We were very happy. I thanked Steve for this because if he hadn´t seen that poster we wouldn´t have won. Textinn hér á eftir er úr hópi 2. The principal hang up a note to the pupils on the noteboard. The note said that there was going to be a presentation in the school ball room. A couple of kids went to every classroom­ and told everyone about the presentation because it was about a football statium­, there were going to be som­e changes but som­e of the students liked the stadium­ just as it was, but m­ost of them­ agreed with the changes. At the presentation, the kids who told everyone about it, talked about the stadium for about an hour ore so. The kids who didn´t like the changes just sat there and were really irritated, but the changes were for the best! Hér er ritunin í belg og biðu, tenglar einfaldir og fátt sem vísar veginn. Eiginlega upphafsmálsgrein vant­ ar. Ef litið er á feitletruðu málsgreinina má sjá dæmi um slæma samloðun. Þarna er eins og talmálið hafi ráðið ferð en það var nokkuð áberandi í mörgum textanna. Það má segja að niðurstöðurnar úr þessari rann­ sókn hafi valdið nokkrum vonbrigðum. Stór hluti nemenda hefur, samkvæmt niðurstöðum, takmark­ að vald á að skrifa samfelldan texta samkvæmt hefð og uppfyllir því ekki þær kröfur sem ritunarmark­ mið námskrár gera. Hins vegar voru inn á milli vel skrifaðir textar sem báru vitni um góða enskukunn­ áttu en oft höfðu þeir á sé yfirbragð talmáls. Það er ekki ósennilegt að margir þessara nem­ enda gætu skrifað og myndu skrifa betri texta ef þeir væru ekki bundnir af forminu sem prófið leggur upp með. Ég get vel ímyndað mér að það setji þeim nemendum skorður sem hafa almennt náð góðri leikni í ensku og gætu tjáð sig betur ef þeir hefðu haft frjálsari hendur. Það þyrftu að vera betri fyrirmæli í prófinu, t.d. varðandi uppsetningu. Það mætti hugsa sér að nem­ endum væri gert að skrifa texta sem væri 3­4 efnis­ greinar og að annars konar ritun kæmi í stað mynda­ sagna sem eru ekki í samræmi við ritunarmarkmið við lok grunnskóla. Umræða um leiðir til úrbóta Hvaða leiðir eru færar til að bæta ritun nemenda þannig að grundvallarhefðir ritaðs texta í ensku séu í heiðri hafðar? Hér er ekki verið að fara fram á að þeir nái einhverri fullkomnun, aðeins að sem flest­ ir hafi tileinkað sér ákveðin grundvallaratriði eins

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.