Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 18
18 MÁLFRÍÐUR Okkur lék forvitni á að vita hvort danska væri enn það gegnsæja mál fyrir Íslendinga sem það var fyrir nokkrum áratugum þegar fjöldi íslenskra barna las Andrésblöðin á dönsku án teljandi erf­ iðleika. Niðurstöður könnunar sem unnin var með þátttöku nemenda og kennara í fjórum grunn­ skólum í Reykjavík og tveimur á landsbyggðinni í nóvember 2006 voru kynntar á Rannsóknarþingi Kennaraháskóla Íslands 20. október 2007, enn fremur hefur verið unnin skýrsla um könnunina (2007). Áður en lengra er haldið viljum við þakka Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur fyrir styrk um stuðning við dönskukennslu sem sjóðurinn veitti til þessa verkefnis. Danska virðist ekki vera mjög sýnileg í daglegu lífi á Íslandi í dag, þótt samskipti þjóðanna séu mikil og víðtæk. Íslendingar virðast almennt hafa jákvætt viðhorf til Dana og menningar þeirra þótt tungu­ málið virðist vera þeim Þrándur í Götu. Þrátt fyrir það hlýtur að mega vænta þess að dönsk tunga sé í mörgu tilliti gegnsæ vegna náins skyldleika mál­ anna einkum þegar um er að ræða efni sem nemend­ ur þekkja svo sem áhugamál þeirra og sameiginleg­ an veruleika barna og unglinga um heim allan. Hin almenna skoðun á dönsku sem námsgrein virðist vera að hún sé erfið og jafnvel tilgangslaus. Í nýlegri meistaraprófsrannsókn (Jóhanna Rútsdóttir, 2007) kemur fram í eiginlega hlutanum sem byggir á við­ tölum við drengi í 10. bekk að það séu aðallega tvær námsgreinar sem þeir sjái lítinn eða jafnvel engan tilgang með; stærðfræði og danska. Um dönskuna segir einn þeirra og telur sig tala fyrir munn margra: „Ég er ekki enn búinn að fatta hvað þeir voru að kenna í henni, ég mun aldrei skilja það“ (sama rit bls. 76). Almennt virðast menn ekki bera neinar vænt­ ingar í brjósti um að íslenskir nemendur hafi ein­ hverja kunnáttu eða færni í dönsku þegar þeir hefja formlegt dönskunám. Ekki virðist vera gengið út frá því að þeir geti nýtt sér skyldleika tungumálanna þegar þeir lesa dönsku og þá ekki þegar þeir heyra hana þar sem talið er að framburður tungumálanna eigi fátt sameiginlegt. Námsefni sem samið er fyrir byrjendakennslu byggist á að nemendur standi á byrjunarreit við upphaf dönskunáms. Nýleg rann­ sókn á enskukunnáttu barna í 4. og 5. bekk (Auður Torfadóttir og fél., 2006) leiddi í ljós að nemendur búa yfir meiri skilningi og færni til tjáskipta á ensku en gert var ráð fyrir í námskrá. Við töldum því mik­ ilvægt að leggja grunn að meiri vitneskju um stöðu dönskunnar í heimi barna á Íslandi við upphaf 21. aldar, hve mikið þau skilja af mæltu og rituðu máli. Við fengum eins og áður sagði styrk úr Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur um stuðning við dönsku­ Í þessari grein verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum­ úr könnun sem­ gerð var á skilningi barna á dönsku, talaðri og ritaðri áður en form­legt dönskunám­ hefst, þ.e. nem­enda í 6. bekk grunnskóla. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir Vel forstår man dansk Könnun á dönskuskilningi nemenda í 6. bekk grunnskóla Hafdís Ingvarsdóttir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.