Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 5
MÁLFRÍÐUR  •  Hann er sjálfstæð eining (self­contained) •  Hann er skrifaður skv. reglum um viðurkennt málfar •  Málsgreinar loða saman (cohesion) •  Efnið skilar sér í rökréttri heild (coherence) •  Hann er skrifaður í ákveðnum tilgangi •  Hann hefur á sér blæ ákveðinnar textagerðar •  Hann er við hæfi m.t.t. þess samhengis sem hann er í (Thornbury, 2005) Myndum við samþykkja að eftirfarandi væri texti? Maðurinn ekur eftir götunni. Hann býr til góðan mat. Konan flýtir sér í vinnuna. Drengurinn hlær. Hann kaupir ís. Hún leikur sér í garðinum. Tom tekur stætó í skólann. Svarið hlýtur að vera nei vegna þess að aðeins eitt ofangreindra einkenna á við, þ.e. málfarið er rétt. Málsgreinarnar loða hins vegar ekki saman, mynda ekki rökrétta heild og ekki er hægt að sjá neinn raun­ verulegan tilgang með skrifunum. Málsgreinarnar eru hins vegar settar upp eins og um samfelldan texta væri að ræða. Þetta er ekki til þess fallið að hjálpa nemendum að ná tökum á því að rita samfellt mál og tengja vel saman; þessi uppröðun blekkir. Því miður eru enn stílar af svipaðri gerð í umferð. Ef málsgreinunum er hins vegar raðað hverri á eftir annarri og e.t.v. merktar með tölustöfum er ljóst að ekki er texti á ferð, heldur æfing í 3. persónu nútíð. Það má auðveldlega semja samfellda texta til að þýða þar sem reynir á ofangreind einkenni texta. Slíkir textar geta verið góð æfing en falla ekki undir ritun í þeim skilningi sem hér er fjallað um. Sú leikni og kunnátta sem býr að baki vel skrif­ uðum texta er flókin. Grabe og Kaplan (1996) setja fram þrjá yfirflokka sem eru: •   kunnátta í tungumálinu sem felst í því að beita reglum málsins rétt, mynda eðlilegar málsgreinar, nota þann orða­ forða sem á við hverju sinni og stafsetja rétt (linguistic knowledge) •   kunnátta í að tengja saman málsgreinar og raða þeim saman í efnisgreinar sem mynda rökrétta heild (discourse knowledge) •   kunnátta sem felur í sér þekkingu á því hvaða málsnið er við hæfi hverju sinni (sociolinguistic knowledge) Undir hvern þessara flokka falla síðan margir undir­ flokkar (sjá nánar í Grabe og Kaplan, 1996; Weigle, 2000; Hyland, 2003). Hvað segir í námskrá? Í námskrá í ensku frá 1999 segir m.a. svo um ritun í 10. bekk að nemandi: •   geti skrifað samfellda, viðeigandi og skipulega texta, þ.e. ritgerðir, skýrslur, gagnrýni, röksemdarfærslur, fyllt út eyðublöð um gistingu og ferðalög •   geti skrifað lykilsetningar •   kunni nokkur skil á hvernig skrifað er í mismunandi til­ gangi, m.t.t. inntaks og forms •   kunni að beita helstu reglum um greinamerkjasetningu Í nýrri námskrá eru m.a. eftirtalin markmið fyrir ritun í 10. bekk: Að nemandi •   geti skrifað skipulegan texta um kunnuglegt efni, skipt í efnisgreinar og beitt nokkurri nákvæmni í málfari •   kunni að haga orðum sínum í samræmi við aðstæður, við­ takanda, tilgang ritunar og gerð texta Og fyrir 9. bekk segir m.a. að nemandi •   hafi náð nokkru valdi á uppröðun í efnisgreinar og geti beitt algengustu greinarmerkjum og tengiorðum Það er ekki ýkja mikill munur á þeim kröfum sem eru gerðar nú og gerðar voru í námskránni 1999 varðandi ritun. En það er ljóst að námskráin gerir þá kröfu að nemendur séu færir um að skrifa texta í samræmi við þau einkenni texta sem nefnd eru hér að framan. Ég skoðaði námskrá í íslensku frá 1999 til að fræðast um hvernig tekið er á ritun þar á bæ. Það er snemma komið inn á skipulag ritunar. Í 4. bekk er t.d. gert ráð fyrir að nemendur semji sögur með upphafi, miðju og endi. Í 7. bekk er uppsetning texta komin á dagskrá og heldur áfram upp í 10. bekk. Það er fjallað um málsgreinar og efnisgreinar. Ef nem­ endur eru búnir að fá þjálfun í framsetningu texta í íslensku ætti sú kunnátta að gagnast í ritun á erlend­ um málum, að minnsta kosti að einhverju leyti. Rannsóknin Rannsóknin sem hér verður greint frá tók til þess þáttar á samræmda prófinu í ensku vorið 2004 sem krefst frjálsrar ritunar. Markmiðið var að skoða sérstaklega rökrétt samhengi og flæði í texta og þá aðallega með notkun tengiorða í huga. Framkvæmd og gagnaöflun Leitað var eftir leyfi frá Námsmatsstofnun og úrtak með 80 úrlausnum var dregið úr úrtaki sem stofn­ unin notar í sínar rannsóknir. Þessum úrlausnum var skipt í fjóra flokka eftir einkunnum sem nem­ endur höfðu fengið fyrir þennan námsþátt á prófinu og voru 20 úrlausnir í hverjum hópi. Þessi prófþátt­ ur gilti 12 stig af 100. Úrlausnir voru flokkaðar sem hér segir: Í hópi 1 voru úrlausnir sem höfðu fengið 10­12 stig af 12 Í hópi 2 voru úrlausnir sem höfðu fengið 8­9 stig af 12 Í hópi 3 voru úrlausnir sem höfðu fengið 6­7 stig af 12 Í hópi 4 voru úrlausnir sem höfðu fengið 2­5 stig af 12

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.