Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 31
MÁLFRÍÐUR 1 sig fram við að gera læsilegan og lifandi texta með skemmtilegum myndum. Enn sem komið er er reynsla okkar kennaranna þriggja og nemenda af verkefninu bara jákvæð −   Nemendur hafa meiri áhuga á að lesa texta og eru tilbúnir til að skrifa eitthvað. Það hvetur þá áfram að það er verið að fjalla um reynslu þeirra og um ungt fólk á þeirra aldri og þeim finnst áhugavert að bera saman lífið og menn­ inguna í löndunum þremur. −   Þeir vilja að það sem þeir skrifa sé rétt vegna þess að það birtist á netinu og allir geta lesið textana. −   Þeim finnst textarnir áhugaverðari með mynd­ um en án þeirra og belgísku krakkarnir nefna að þeir kunni að meta að textarnir séu flott uppsettir. −   Tæknilega hefur allt gengið vel. Það voru smá vandamál í upphafi við að hlaða myndir inn í vefumhverfið og það þarf að gæta þess að það sé ekki stór hópur nemenda að gera það á sama tíma. −   Og síðast en ekki síst, nemendur mæta best í þessar kennslustundir, það þarf að minna þá á að taka sér hlé og að tíminn sé búinn. Eins og fram hefur komið þá valdi ég þennan mála­ brautarhóp vegna þess að ég er ekki eins bundin af yfirferð í þessum áfanga og í öðrum en eftir þá reynslu sem komin er langar mig mikið að nota E­Journal með nemendum þriðja bekkjar (þýs402 og 412) sem ekki eru á málabraut. Ég sé núna að þetta ritunarferli skilar árangri og að það yrði örugglega hvetjandi fyrir nemendur sem ekki hafa mikinn áhuga á tungumálum að vita að einhverjir lesa text­ ana þeirra og að fá athugasemdir frá öðrum ungl­ ingum. Þarna fengju þeir sem hafa gott auga fyrir uppsetningu og útliti líka að njóta sín og þessi ritun gæti komið í staðinn fyrir önnur ritunarverkefni sem nemendur skila og verkefnið því orðið hluti af eðlilegri yfirferð og námsmati. Það ætti að vera auðvelt fyrir þýskukennara sem hafa áhuga á að nota E­Journal að finna samstarfs­ aðila. Á vefsíðu pennavinaverkefnisins Das Bild der anderen má t.d. finna auglýsingar eftir samstarfi eða setja inn auglýsingu og í auglýsingunum er tekið fram hvort kennararnir hafa áhuga á að nota E­Journal vefumhverfið eða ekki. Heimildir http://fastwrite.ejournal.fi/ Gagnvirki spurningalistinn, hægt að velja tungumál, ensku þýsku eða spænsku) http://ejournal.eduprojects.net/inari05 Vefurinn okkar: Deutsch macht Spaß – Jugendliche in Europa http://www.goethe.de/ins/pl/lp/prj/bld/ Das Bild der anderen http://www.eduprojects.net/dafnord/ Dafnord http://daf.eduprojects.net/blog/ Ilpo Halonen bloggar http://www.ejournal.fi/daf1/ Upplýsingar um netfundi þýskukenn­ ara 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.