Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 19
MÁLFRÍÐUR 1 kennslu á Íslandi til að kanna hvort og þá í hvaða mæli nemendur í sjötta bekk skilja talað og ritað mál áður en formlegt dönskunám hefst. Tilgangurinn er að vekja athygli á hvar nemendur eru staddir miðað við Aðalnámskrá þegar þeir hefja nám í dönsku, til að val á námsmarkmiðum verði við hæfi og áherslur og viðfangsefni taki mið af kunnáttu og skilningi nemenda. Meginmarkmið könnunarinnar var því að kanna í hvaða mæli íslenskir nemendur skilja tal­ aða og ritaða dönsku áður en formlegt nám hefst í 7. bekk, borið saman við námsmarkmið í Aðalnámskrá 2007 (Aðalnámskrá grunnskóla, 2007). Framkvæmdin Í rannsókninni tóku þátt nemendur í 6. bekk í fjórum skólum í Reykjavík og Kópavogi og tveim­ ur skólum á Vestfjörðum og á Akureyrarsvæðinu. Skólarnir voru valdir með aðstoð skólaskrifstofa í hverju umdæmi. Nemendafjöldi í skóla var að með­ altali 34,16 og var lítill munur á bekkjarstærðum í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð­ arskólunum. Enginn nemandi hafði fengið formlega kennslu í málinu og ekki er vitað til þess að neinn nemendanna hafi verið af dönsku bergi brotinn eða haft búsetu í Danmörku. Þátttakendur í hlustun voru 205, eða 109 drengir og 93 stúlkur og 202 í skilningi á lestexta, þ.e. 107 drengir og 92 stúlkur. Munurinn á nemendafjölda í könnunum stafar af því að kannanir voru hvor um sig ekki lagðar fyrir samtímis. Könnunin var tvíþætt: skilningur á mæltu máli og skilningur á rituðum texta. Í báðum tilvikum höfðu nemendur myndir til að styðjast við. Prófgögnin eiga stoð í og byggja á marklýsingum (deskriptorer) Evrópsku tungumálamöppunnar (2001) og er ætlað að meta hæfni nemenda til að skilja mælt mál (hlust­ unarskilningur) og ritaðan texta (lesskilningur) út frá marklýsingum Evrópska viðmiðunarrammans á þrepi A1. Bæði hlustunar – og lestrarkönnunin fór fram í tveimur þrepum: Æfing og könnun sem lögð var til grundvallar niðurstöðum. Æfing og könnun á báðum þrepum hvors færniþáttar fór fram í sömu vikunni. Verkefnið, í báðum hlutum könnunar, sem fyrir nemendur var lagt var tvískipt. Lögð var fyrir for­ könnun til að kynna fyrir nemendum fyrirkomulag könnunarinnar. Forkönnunin gegnir lykilhlutverki varðandi gengi nemendanna í sjálfri könnuninni. Sé fyrirkomulagið þeim ókunnugt er hætta á að það standi í vegi fyrir að þeir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr þegar á hólminn er komið. Tilgangurinn var að kynna nemendum eins vel og kostur var leikreglurnar áður en þeir tækjust á við verkefnin sem niðurstöður yrðu unnar úr. Þessi framkvæmd sýndi líka kennurum og nemendum fram á að ekki var verið að kanna frammistöðu einstakra nem­ enda heldur var óskað eftir þátttöku þeirra til að taka púlsinn á stöðu dönskunnar í grunnskólanum og nota niðurstöðurnar til að gefa upplýsingar um áherslur og framkvæmd í dönskukennslunni. Lögð var áhersla á að ekki væri um formlegt próf að ræða til að forðast að kvíði hefði áhrif á frammistöðuna. Viðfangsefni hlustunar Gögnin sem hlustunarkönnunin byggði á voru geisladiskur með hlustunarefninu, og litprentað kver. Öll hlustunarverkefnin voru í formi samtala milli tveggja – karls og konu (sem bæði eiga dönsku að móðurmáli). Öll samtöl voru tvítekin á diskinum. Nemendum var gefinn nægur tími til að leysa verk­ efnin. Öll viðfangsefnin í hlustuninni voru þess eðlis að nemendur þurftu ekki að lesa texta eða skila frá sér texta á rituðu máli. Verkefni með hlustunarþættinum voru 15 spurn­ ingar stigvaxandi að þyngd. Prófið var í þremur þrepum. Á hverju þrepi voru 5 stutt samtöl, sem hvert um sig samanstóð af 4 – 5 tilsvörum, og spiluð voru af geisladiski. Nemendurnir þurftu einvörð­ ungu að merkja við þau svör sem þeir töldu að væri það rétta út frá þeim upplýsingum sem þeir höfðu í meðfylgjandi myndum. Verkefnin voru einnig stig­ vaxandi að þyngd: frá því að para saman mynd og hv­spurningu, að staðsetja hluti í herbergi með því að draga línu og loks fylgja flóknum munnlegum fyrirmælum og fara eftir þeim á meðan hlustað var. Það sem kannað var í hlustunarhluta Á meðfylgjandi töflu má sjá að við val á viðfangsefn­ um, orðaforða og áherslum er verið að kanna hvort nemendur skilja algeng orð og einfaldar setningar sem tengjast þeim sjálfum, fjölskyldu og nánasta umhverfi, þegar talað er rólega og efnið endurtekið. Niðurstöður úr hlustunarhluta Hlutfall réttra svara var almennt mjög hátt. Meðaltal af meðaltali var 81,4 %. • Meðaltal af meðaltali á landsbyggðinni var 84,0 % • Meðaltal af meðaltali í Reykjavík var 77,6 % • Meðaltal af meðaltali meðal drengja var 79,2 %

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.