Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 10

Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 10
ákaflega erfitt með sætta mig við kyrrstöðu. Ég vil hafa hlutina á hreyf- ingu, og ég hef lagt á það áherslu að þessi fyrirtæki byggðu sig upp. Ég tel ekki forsvaranlegt annað en að fé- lagslega rekin fyrirtæki sýni dirfsku og sæki fram. Ég á mjög erfitt með að viðurkenna, að við getum ekki verið jafnokar annarra með allan þennan fjölda á bak við okkur.“ Ganga þessi fyrirtæki þá vel núna, KRON og Mál og menning? „KRON hefur ekkert gengið sér- staklega vel. Það er hins vegar eigna- lega sterkt fyrirtæki. Við erum þarna að gera ákveðnar eignatilfærslur — og ætlum að auka hlutdeild okkar. Mál og menning gengur hins vegar vel. Það hefur tekist að koma því upp úr þeim öldudal sem það var í fyrir tilverknað mjög góðs starfsliðs, sem drífur þetta áfram. Þar er valinn mað- ur í hverju rúmi.“ Þú varðir þínum háskólaárum í V- Berlín, einmitt á tímum stúdenta- óeirða, og heim kominn gast þú þér orð fyrir að vera róttækur stúdenta- leiðtogi. Hvernig var ástandið í Þýskalandi á þessum margfrægu 68- árum? „Óróleiki fór að gera vart við sig í háskólum í Þýskalandi þegar um 1965, en ég var þarna við nám frá 1961-68. Þá var að eiga sér stað mikil þjóðlífsbreyting. Þjóðverjar höfðu lifað þvinguðu og gagnrýnislitlu lífi alveg frá árinu 1933. Síðan kom stríð- ið, uppbyggingin eftir stríð og aldrei slakað á. Þegar velmegun varð síðan almenn tóku pólitísk viðhorf að breytast í kjölfar lýðræðilegs stjómar- fars. En þá var óttinn við annars kon- ar hugsun mikill og viðbrögðin snörp. Við vildum gera ákveðnar breytingar í háskólunum og enn meiri úti í þjóð- lífinu, an allt valdið lagðist gegn því. Þetta leiddi fljótlega til átaka og náði síðan hámarki vorið 1968. Einn stú- dent lét lífið í þessum átökum og það var mjög mikið um barsmíðar og óeirðir. Annars var námsmanna- hreyfingin fyrst og fremst viðbrögð gegn þjóðfélagi fortíðarinnar, sem varð að andófi er hún varð fyrir vald- boði yfirvalda." Þröstur segist hafa tekið þátt í mörgum mótmælaaðgerðum, en ekki verið framarlega í neinu starfi. „Ég var með í þessu öllu og fékk í mig þennan anda, sem gagntók menn þá.“ Hann segir, að þeir sem upp- Þeir sem upplifðu þessa tíma í Berlín á árunum 1964-68 hlutu af mikla lífsreynsiu. Það verðureng- inn samur og jafn á eftir. lifðu þessa tíma í Berlín á árunum 1964-68 hafi hlotið mikla lífsreynslu af. Það verði enginn samur og jafn á eftir, bæði vegna þeirra hugsjóna sem þarna voru að gerjast og þeirrar bar- áttu við valdið sem þar fór fram. Finnst þér þetta hafa mótað þig síðan? „Já,“ svarar Þröstur ákveðinn í bragði. „Ég hef aldrei losnað við þetta síðan, né heldur vil ég losna við það. Áhrifin eru kannski fremur óbein en áþreifanleg, en þarna var pólitísk tillitsemi í hávegum höfð á grunni gagnrýninnar hugsunar. í Ég á ákaflega erfitt með að sætta mig við kyrr- stöðu. Þýskalandi var lítil tillitsemi sýnd í stjórnmálum og þjóðlífinu öllu yfir- leitt. Andstæðar eða gagnrýnar skoð- anir áttu ekki upp á pallborðið. Þarna voru menn að prédika það, að öll blóm ættu rétt á sér, bæði hin stóru og hin smáu, og að flóra mannlífsins yrði því fegurri sem blómskrúðið yrði meira. Mjög fljót- lega þróaðist þetta hins vegar upp í andstæðu sína. Fylkingin klofnaði í hópa og litlar klíkur, sem einbeittu sér að einstökum málum. Hreyfingin úrkynjaðist hægt og bítandi í þessum hópum. Menn örvæntu þegar þeir sáu, að áhrif hreyfingarinnar voru að hverfa, og gripu þá í örvæntingu sinni til réttlætinga, sem voru algjör and- staða þess er prédikað var í byrjun. Baader-Meinhof komu andlega séð út úr þessum hópum. Vegna þess hve áhrif hópanna voru orðin lítil greip óþolinmæði suma. Afstaða þeirra varð æ ósveigjanlegri og tillitslausari eftir því sem áhrif þeirra í þjóðfé- laginu urðu minni." Þröstur Ólafsson kom heim um áramótin 1968/69 og varð fljótlega formaður SÍNE og leiddi þau samtök í tvö ár. Hann var því þar í forsvari er íslenskir námsmenn stóðu fyrir um- fangsmiklum mótmælum og tóku sendiráð íslands í Stokkhólmi her- skildi. Þröstur segir, að Stokkhólms- fólkið hafi ekki haft samband við SÍNE fyrirfram, en hins vegar hafi SÍNE varið fólkið gegn ófrægingar- herferð. Þarna voru m.a. á ferð Björn Arnórsson og Ásgeir Daníels- son, nú þjóðkunnir menn. Oft er vitnað til rœðu, er Þröstur hélt á 1. des. hátíð stúdenta 1970. Einkum er gripið til hennar, þegar viðkomandi vill sýna fram á hversu langt Þröstur hafi leiðst af þeirri braut, sem hann prédikaði á um- ræddri hátíð. Þröstur brosir þegar ég ber þetta undir hann og segist kannast við þetta allt saman. „Við héldum þessa l.des. hátíð sem hliðarhátíð við samkomu há- skólanema sem okkur þótti endur- spegla afturhaldssama heimsmynd," segir hann og hlær. „Við troðfylltum gamla sjálfstæðishúsið, Sigtún, og þar hélt ég þessa ræðu og það var dansað um kvöldið við sykódelísk ljós, sem þá voru vinsæl og gerðu menn ruglaða! Ég held að þessi ræða hafi endurómað vel þær hugmyndir, sem þá voru efst á baugi í Evrópu og Ameríku. Ég var fyrst og fremst að berjast gegn stöðun í hugsun og vara við að staðna í sjálfsögðum hlutum og gömlum hugmyndum. Þetta var „heimspekileg heimsádeila"! Annars man ég þetta ekki svo vel; ég hef aldrei litið á þessa ræðu síðan. En ég man að þetta vakti mikla athygli, það er rétt.“ Ég spyr hvort honum finnist hann kominn langt frá upphafinu, eins og sumir vilja halda fram. „Nei, alls ekki,“ segir hann ákveð- 10 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.