Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 20

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 20
grannalandanna, þar sem atvinnu- leysi er víða meira en tíu prósent af mannafla, verður atvinnuástand hér á landi að kallast harla gott. Við fyrstu sýn bendir þetta tvennt, þ.e. mikil landsframleiðsla. og lítið atvinnuleysi, til þess að hér ríki í raun nokkurt eða jafnvel mikið góðæri. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þótt landsframleiðslan í heild verði á þessu ári meiri en nokkru sinni fyrr, gildir ekki það sama um landsfram- leiðslu á mann. Fólksfjölgun í landinu síðustu fimm árin gerir það Flestir virðast trúa því að góðæri ríki, en eiga um leið bágt með að skilja hví þeir séu þá jafnblandir og áður. að verkum, að landsframleiðsla á mann verður að öllum líkindum sú sama í ár og hún varð árið 1981, eins og sést á mynd 1. Þá er þess að gæta, að lítið atvinnu- leysi er engin nýlunda á íslandi, held- ur þarf að fara 15 ár aftur í tímann til að finna dæmi um umtalsverðan hörgul á vinnu í landinu. Enn er því tæplega fundin ástæða til að gala „Góðæri!" á torgum úti. Þótt sumum kunni að þykja orðið landsframleiðsla tilkomumikið, eru þeir án efa margir, sem veitist örðugt að finna af því ærlegt bragð. Öðru máli gegnir um hugtakið tekjur heim- ilanna. Flestir telja sig víst vita hvað það þýðir, enda snertir það alla. En hvað er hæft í því, að tekjur heim- ilanna verði á þessu ári meiri en í annan tíma? Svarið er: Það fer allt eftir því við hvaða tekjuhugtak er miðað. Sé miðað við ráðstöfunartekj- ur er svarið já, en þvert nei ef miðað er við kauptaxta, eins og sést á mynd 2. r A þessu ári verður kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann ívið meiri en hann varð áður mestur á árunum 1981 og 1982. En næstum fjórðung vantar upp á að kaupmáttur kaup- taxta verði jafnmikill og árið 1980. Þessi gjörólíka þróun ráðstöfunar- tekna annars vegar og kauptaxta hins vegar það sem af er þessum áratug, en þó einkum í tíð núverandi ríkis- stjórnar, á sér margvíslegar skýring- ar. Ráðstöfunartekjur einstaklings eða fjölskyldu eru allar tekjur við- komandi, hvort sem þær eru af vinnu eða eignum, að viðbættum tilfærslum úr tryggingakerfinu en að frádregn- um beinum sköttum. Auk kauptaxt- anna sjálfra hafa því þættir á borð við lengd vinnutíma, atvinnuþátttöku, launaskrið, lífeyrisgreiðslur, skatt- byrði og síðast en ekki síst vextir áhrif á ráðstöfunartekjur. Auknar ráðstöfunartekjur virðast í meira lagi hæpin vísbending um kjarabót, — stafi aukningin af lengri vinnutíma eða aukinni atvinnuþátt- töku. Auknar lífeyrisgreiðslur eru heldur ekki ótvíræður vottur um bætt kjör eldra fólks, sé það eingöngu fjölgun þess sem veldur auknum líf- eyrisgreiðslum. Ætla má, að lengri vinnutími, aukin atvinnuþátttaka og auknar lífeyrisgreiðslur vegna tiltölu- lega örrar fjölgunar lífeyrisþega eigi sinn þátt í misvísandi þróun ráðstöf- unartekna og kauptaxta undanfarin ár, þótt erfitt sé að vísa í skilmerki- legar tölur í opinberum skýrslum til stuðnings þessari ályktun. En lang- samlega veigamestu skýringarþættir þessarar þróunar eru þó launaskrið og auknar vaxtatekjur. Sem fyrr er erfitt að finna óyggjandi tölur í hag- skýrslum um þessi efni, en sú ágiskun fer ekki fjarri réttu lagi, að sá munur á ráðstöfunartekjum og kauptöxtum, sem safnast hefur upp á þessum ára- tug, stafi að helmingi af launaskriði Hvað er hæft í því, að tekjur heimilanna verði á þessu ári meiri en í annan tíma? Svarið er: Það fer allt eftir því við hvaða tekjuhugtak er miðað. og að fjórðungi af auknum vaxtatekj- um. Þann fjórðung sem upp á vantar má þá rekja til annarra þátta, þ.á.m. þeirra sem taldir voru að ofan. Ójafnari skipting Launaskrið, þ.e. launahækkanir umfram almennar hækkanir kaup- taxta, hefur löngum tíðkast á íslandi, en þó jókst það að miklum mun í kjölfar efnahagsaðgerða núverandi ríkisstjórnar vorið 1983, sem miðuðu að því að skerða kaupmátt kauptaxta með afnámi vísitölubindingar þeirra. Mjög margir, ef ekki allflestir launþegar, hafa notið launaskriðs í einhverjum mæli, en samt fer ekki milli mála að því hefur verið afar misskipt og á þann veg sem síst skyldi — tekjuhátt fólk hefur notið þess í ríkara mæli en tekjulágt. Enginn vafi virðist leika á því, að sú tilhneiging, sem mjög hefur gætt hin síðari ár að launahækkanir komi fram í launa- skriði fremur en hækkun kauptaxta, hefur leitt til ójafnari tekjuskiptingar í landinu. Tekjur af peningaeignum, þ.e. vaxtatekjur af innistæðum í bönkum og af skuldabréfum, hafa aukist mjög á undanförnum árum í kjölfar vaxta- hækkana. Ljóst er, að þessar tekjur hafa ekki fallið öðrum í skaut en þeim, sem eiga peninga og því fremur tekjuháu miðaldra fólki en skuldum vöfðu ungu fólki, sem staðið hefur í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið á síðustu árum. Auknar vaxtatekjur í þessu tilviki eru því að nokkru leyti til marks um tilfærslu tekna milli kyn- slóða, frá hinum yngri til hinna sem eldri eru. Hver og einn verður að leggja sinn dóm á réttmæti þeirrar tilfærslu, en vert er að hafa í huga, að margt miðaldra fólk hagnaðist á sín- um tíma á mikilli verðbólgu og lágum vöxtum. í stuttu máli felst góðærið í landinu hvað varðar landsframleiðslu, at- vinnuástand og tekjur heimilanna því í eftirfarandi: Að meðaltali er núver- andi ástand svipað því sem var á fyrstu árum þessa áratugar, en nokkru betra en þegar verst lét. En að baki meðaltölunum býr ójafnari skipting þjóðarteknanna. Auðvitað leyfist þeim sem það vilja að kalla þetta góðæri, en varla er hægt að lá hinum sem láta sér fátt um finnast. Eftir stendur þó sú fullyrðing, að verðbólga á íslandi sé nú sú lang- minnsta um langt árabil. Hún á við rök að styðjast. Á árunum 1970-85 var árleg verðbólga hér á landi rúm- lega 40 prósent, en á þessu ári verður hún um tíu prósent. En það er með verðbólguna eins og landsframleiðsl- una, að enginn fer með hana út í búð á sama hátt og tekjur heimilisins. Og þótt sæmilega stöðugt verðlag sé ein helsta forsenda efnahagslegra fram- fara þegar litið er til lengri tíma, skilar minni verðbólga sér ekki um- svifalaust í bættum lífskjörum. Hverju(m) ber að þakka? í sömu þjóðhagsáætlun og áður var vitnað til segir einnig: „Þennan góða árangur [í efnahagsmálum] má eink- um þakka þrennu: Hagstæðum ytri skilyrðum, samræmdri efnahags- stefnu og kjarasáttmála ríkisstjórnar- innar og aðila vinnumarkaðarins.“ Hér að framan voru bornar nokkr- ar brigður á, að þessi árangur sé eins merkilegur og af er látið. Því er svo við að bæta, að þann árangur sem þó Enginn vafi virðist leika á því að launahækkanir sem koma fram í launa- skriði hafa leitt til ójafn- ari tekjuskiptingar í landinu. hefur náðst má næstum alfarið rekju til hagstæðra ytri skilyrða. Ástæðan er sú, að það sem kallað er „sam- ræmd efnahagsstefna“ og „kjarasátt- máli ríkisstjórnarinnar og aðila 20 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.