Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 21

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 21
vinnumarkaðarins“ hefðu verið óhugsandi hefði þessara hagstæðu ytri skilyrða ekki notið við. Pessi hagstæðu ytri skilyrði eru margvísleg. Má þar nefna mikinn fiskafla og hátt verð fyrir sjávarafurð- Auðvitað leyfist þeim sem það vilja að kalla þetta ástand góðæri, en varla er hægt að lá hin- um, sem láta sér fátt um finnast. ir á erlendum mörkuðum, stórfellda lækkun á olíuverði og vaxtalækkun á alþjóðlegum peningamarkaði. Fisk- afli verður á þessu ári rúmlega 1,6 milljónir tonna, ef svo fer sem horfir með aflabrögð á síðustu mánuðum ársins. í tonnum talið hefur aflinn aðeins einu sinni orðið meiri, en hann hefur aldrei verið jafnverð- mætur. Olíuverð á heimsmarkaði er nú um helmingi lægra en það var um síðustu áramót. Pá eru vextir á er- Iendum lánamarkaði um þessar mundir meira en helmingi lægri en á fyrstu árum þessa áratugar. Með „samræmdri efnahagsstefnu" er hér fyrst og fremst átt við sæmilega stöðugt gengi. Gengisskráning ís- lensku krónunnar hefur lengstum einkum miðast við að tryggja afkomu sjávarútvegs. Alla jafna hefur kostn- aðarauka útgerðar og fiskvinnslu ver- ið mætt með gengissigi eða gengisfell- ingu krónunnar. En á þessu ári hefur hagað þannig til, að sjávarútvegur hefur getað staðið undir auknum kostnaði án gengisfellingar af þeirri einföldu ástæðu, að mikill fiskafli, hátt fiskverð, lágt olíuverð og lágir MYND 2. Kaupmáttur kauptaxta og ráðstöfunartekna á mann 1980-86 (vísitölur 1980 = 100). vextir hafa gert gott betur en bæta sjávarútvegi upp þann kostnaðar- auka sem hann hefur haft af meiri tekjum sjómanna og hærri launum fiskvinnslufólks. Við þessar aðstæður er „samræmd efnahagsstefna“ enginn galdur. í sinni einföldustu mynd gengur Það er með verðbólguna eins og landsframleiðsl- una, að enginn fer með hana út í búð. „kjarasáttmáli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins" út á tvennt: Litlar beinar kauphækkanir og enn minni almennar verðhækkanir. For- senda þess ’að verkalýðshreyfingin gæti fallist á litlar beinar kauphækk- anir í kjarasamningunum í febrúar var einmitt að tryggt væri, að al- mennar verðhækkanir yrðu enn minni. En til að svo gæti orðið þurfti m.a. að vera hægt að halda gengi krónunnar stöðugu og þar komu stór- um bætt skilyrði til sögunnar, eins og að ofan greinir. Það eru ekki merki- leg sannindi, að hagstjórn er langtum mun auðveldari þegar vel árar en illa. Traustir fætur Að endingu er komið að þeirri full- yrðingu, að þjóðarbúið standi nú traustari fótum en um langt árabil. Ástæða er til að efast um að þetta standist fyllilega. Hagstæð ytri skil- yrði hafa verið nýtt til hins ítrasta til að auka þjóðarútgjöld og lækka verð- bólgu, — án þess að dregið hafi verið úr ójafnri tekjuskiptingu og aðstöðu- mun. Framundan eru erfiðir kjarasamn- ingar á kosningavetri. Hætt er við því, að erfitt reynist að gera öllum til hæfis nema til komi enn hagstæðari ytri skilyrði. Pess háttar búhnykks er tæpast að vænta eins og nú horfir. Tvennt þarf að koma til. Annars veg- ar jákvæðari afstaða stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurek- enda til launajöfnunar; hins vegar virkari skattastefna, sem stuðlað get- ur að meiri jöfnuði tekna og aðstöðu. „Samræmd efnahagsstefna" í þessu samhengi gæti m.a. falist í: 1. Lög- bindingu mannsæmandi lágmarks- launa. 2. Aðhaldi að atvinnuvegun- um með stöðugu gengi og jákvæðum raunvöxtum af lánsfé. 3. Afnámi tekjuskatts og útsvars af lágum og miðlungstekjum. 4. Skattlagningu Það eru ekki merkileg sannindi, að hagstjórn er langtum mun auð- veldari þegar vel árar en illa. eignatekna til jafns við Iaunatekjur. 5. Föstum húsnæðisfrádrætti til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. 6. Auknum barnabótum. Birgir Árnason er hagfræðingur og starfar hjá Þjóðhagsstofnun. ÞJÓÐLÍF 21

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.