Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 27

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 27
vanmáttarkennd og vandkvæði í tengslum við það, og séu sifjaspjöllin leið þeirra til að „leysa" hin félags- legu vandamál sín. í sumum öðrum fjölskyldum birtast vandamálin í alkóhólisma, kvennamisþyrmingum eða öðrum geðrænum einkennum, — en hvaða leið maðurinn velur byggist oft á fyrri reynslu hans, er þannig með vissum hætti lært atferli. Margir sem rannsakað hafa þessar fjölskyldur hafa komist að því, að þeir sem beiti slíku ofbeldi hafi oft sjálfir orðið fyrir hliðstæðri reynslu sem börn eða annarri valdbeitingu. Mig langar aðeins í þessu samhengi að minnast á bandaríska rannsókn sem ég las um nýlega. Rannsóknin tók til 75 feðra, sem uppvísir höfðu orðið að kynferðislegri misbeitingu á börnum sínum, og í ljós kom, að langalgengasta kynofbeldið var, að faðir misnotar dóttur sína eða stjúp- dóttur. Um 50 prósent þeirra karla, sem stunduðu kynsferðislega vald- beitingu, höfðu sjálfir orðið fyrir slíku í æsku, og 25 prósent höfðu orðið fyrir Iíkamlegri valdbeitingu. 5 prósent minntust ekki neinnar slíkrar áreitni. Sérfræðingar eru sammála um, að þessir feður hafi visst sam- kenni. Þeir eru yfirleitt stjórnunar- samir, drottnunargjarnir, en með lágt sjálfsmat og hafa mjög mikla þörf fyrir tilfinningatengsl, — þörf, sem þeir virðast aldrei hafa lært að tjá vegna ófullkominna tilfinninga- tengsla í bernsku. Þeir eru oft fremur að reyna að fullnægja þörf sinni fyrir blíðu, hlýju og öryggi, en um leið valdi, fremur en kynhvöt sinni í bók- staflegum skilningi." Hverjar eru afleiðingarnar og helstu einkenni þeirra sem fyrir þessu verða? „Þetta er svo viðamikið efni, að því er ógerlegt að svara til neinnar hlítar. Einkennin geta verið mjög margvís- leg og mismunandi mikil. í hnotskurn má þó segja, að oft eru um að ræða verulegar truflanir á tilfinningalífi og skert sjálfsmat og sjálfsímynd. Börn- in fá oft smánar- og sektarkennd og sjálfsfyrirlitningu, sem ýmist getur leitt til þess að þau verða þunglynd og innhverf eða reiði- og árásargjörn. Þessu geta fylgt ýmiskonar afbrigði- legt hátterni, sjálfseyðileggjandi hegðan, tengsla- og aðlögunarerfið- leikar og félagsleg og geðræn vand- kvæði. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að hjá konum sem orðið hafa fyrir þessu í bernsku má oft vænta ýmissa sál- rænna og líkamlegra einkenna. Þung- lyndi og kynlífsvandamá! eru tíð. Sjálfsímynd einkennist oft af lágu sjálfsmati og smánarkennd. Slík kona trúir því oft, að hún sé eða hljóti í eðli sínu að vera fórnarlamb kúgunar og misnotkunar, hlutverk hennar sé að fullnægja þörfum annarra. Oft greinir hún óljóst á milli þess að vera elskuð og að vera notuð. Þessar kon- ur verða oft fyrir ofbeldi af hálfu karla, og rannsóknir hafa leitt í ljós, að margar þeirra leiðast öðrum kon- um fremur út í áfengis- og vímuefna- neyslu, vændi og sjálfsmorðstil- raunir. Það er því ákaflega mikilvægt, að hægt sé að grípa inn í slíka óheillaþró- un — og því fyrr því betra. Óttinn hindrar börnin oftast í að segja opin- skátt frá. Þau óttast að þeim verði ekki trúað og að þeim verði hafnað enn meir en orðið er, og því miður oft ekki að ástæðulausu. Flest börn reyna þó með ýmsu móti að vekja athygli á því að eitthvað er að. Það er auðvitað geysilega brýnt, að þeir aðil- ar fullorðnir sem næstir standa, og þá fyrst og fremst móðirin, veiti slíku athygli. Takist að vinna traust barns- ins og sjá til þess að það hljóti við- eigandi rannsókn og meðferð er oft hægt að fyrirbyggja alvarlegar afleið- ingar og að barnið fái varanleg ein- kenni. Auðvitað er móðirin sjálf stundum svo óttaslegin við afleiðingar slíkra uppljóstrana fyrir sjálfa sig, að hún hikar og heldur að sér höndum. En þáttur hennar er geysilega mikil- vægur og hefur ómetanlega þýðingu fyrir barnið." Hvað mætti gera í þessum málum, bæði til að uppræta þau og til að koma þeim til hjálpar sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun? „Það þarf að huga vel að því hvern- ig hægt er að fá börn til að segja frá þessum hlutum án þess að fá við það aukna sektarkennd og kvíða, sem eru ærin fyrir. Sama á við um aðstand- endur, einkum móðurina. Þarna þarf nærfærni og stuðningur að koma til. En mikilvægasta markmiðið er auð- vitað að stöðva þetta athæfi og stuðla að því að sem flest og helst öll tilfelli komist upp. Á það skal minnt, að öllum sem vita af barnavaldbeitingu í einhverju formi ber iögum samkvæmt skylda til að tilkynna slíkt barnaverndar- nefndum og lögreglu. Fólk má ekki loka augunum fyrir þessum aivarlegu málum, þagga þau niður eða afneita þeim að mestu eða öllu leyti, eins og raunin hefur stundum verið. Hér verður að vera vel á verði, því rétt greining getur markað tímamót sem skipta skjólstæðinginn sköpum og umhverfi hans.“ Fjölskyldurnar Það er ákaflega stutt síðan fólk fór að gera sér grein fyrir umfangi sifja- spella og því eru ekki margar athug- anir til um þetta efni. Það hefur hins vegar komið í ljós, að fjölskyldur þeirra barna, sem verða fyrir kyn- ferðisafbrotum á heimilum sínum, eru býsna líkar. Hér verður stiklað á stóru um þetta efni. Linda Sanford hefur rekið með- ferðarheimili í Bandaríkjunum um ellefu ára skeið, þar sem hún veitir bæði börnum og foreldrum þeirra að- stoð. Hún segir, að um 85 prósent kynferðisafbrotamanna gegn börnum séu karlmenn. Konur fremji sín af- brot yfirleitt ekki á heimilum, heldur umgangist þær börn í vinnu sinni, t.d. á dagheimilum eða sem dagmæður, og ef um afbrot sé að ræða sé það yfirleitt þannig að þær hleypi karl- mönnum að börnunum gegn þóknun. Það kemur þó fyrir, að konur fremja afbrot gegn börnum sínum — og taki jafnvel þátt í athæfi eiginmanns síns (sjá íslenskt dæmi síðar), en þetta eru undantekningar, segir Linda. Þau til- felli kynferðisafbrota, sem mest er Þessir einstaklingar upplifa heiminn sem kaldan stað og grimman. vitað um, eru þau tilfelli þar sem faðir/stjúpfaðir misnotar dóttur/ stjúpdóttur. Því verður hér rætt um hann (gerandann) og hana (þol- andann), en það sem sagt er hér um fjölskyldur þeirra getur einnig átt við um tilfelli þar sem fórnarlambið er drengur. Linda Sanford heldur því fram, að kynferðisafbrot séu aðeins eitt af því, sem að er hjá þessum fjölskyldum. Hún Ieggur ríka áherslu á, að ef upp- víst verður um óhóflega áfengis- neyslu, líkamlegt ofbeldi á börnum og vanrækslu á þeim, eigi einnig að leita að kynferðislegri misnotkun. Mjög sjaldan sé aðeins eitt þessara atriða til staðar án hinna, — fylgnin sé a.m.k. ákaflega sterk. Oftar en ekki eru foreldrar barna, sem misnotuð eru kynferðislega á heimilum sínum, ákaflega óstjálf- stæðir einstaklingar, viljalausir með lítið sjálfsálit. Þessir einstaklingar upplifa heiminn sem kaldan stað og grimman og leita sér að maka í því augnamiði fyrst og fremst að bæta upp kuldann, sem þeim finnst streyma frá umhverfinu. Linda San- ford segir að þessir einstaklingar hneigist til mikilla barneigna; meðal- barnafjöldi í þeim fjölskyldum sem hún hefur haft afskipti af er fjögur til sex börn, en meðaltalið í Bandaríkj- ÞJÓÐLÍF 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.