Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 30

Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 30
Er réttarkerfið saklaust? Réttarkerfi okkar er oft legið á hálsi fyrir linkind í garð kynferðisafbrota- manna. Mörgum mun finnast, að svo hafi verið raunin í málum Steingríms Njálssonar til þessa. Hér á eftir fara ágrip af dómsorðum og tveimur dómum, er gengið hafa í skírlífis- og sifskaparbrotum, annar árið 1956 í Hæstarétti og hinn árið 1976 í skakadómi og 1978 í Hæstarétti. Linda Sanford segir, að meðan vægt sé tekið á kynferðisafbrotamönnum, séum við öll sek gagnvart fórnarlömbunum. Samkvæmt því erum við öll sek gagnvart þeim börnum, sem hér er sagt frá! Kaupmaður nauðgar drengjum - þriggja ára fangelsi! í september 1956 var kveðinn upp dómur í sakadómi Kópavogs yfir Snorra Jónssyni, kaupmanni að Borgarholtsbraut 20. Ákæruskjalið var langt. Honum var gefið að sök að hafa veturinn 1955-56 og vorið 1956 í allmörg skipti haft samræði við fimm drengi á aldrinum níu til tólf ára. Einnig var honum gefið að sök að hafa vorið og sumarið 1955 gert til- raun til að hafa mök við tvo drengi, 16 ára gamla, með því að bjóða þeim greiðslu, þuklað á tveimur drengjum í verslun sinni 14 og 15 ára gömlum og leyst niður um átta ára gamla telpu í búðinni og skoðað hana að neðan. Kynmökin fóru flest fram í verslun hans að Borgarholtsbraut. Málið upplýstist þannig, að hjón nokkur tóku eftir því að sonur þeirra hafði meira af sælgæti undir höndum en eðlilegt gat talist. Sonurinn játaði eftir nokkra vafninga, að hann fengi peninga hjá kaupmanninum, að ákærði hefði haft samband við hann um nokkrurra vikna skeið og haft mök við hann. Drengurinn skýrði einnig frá því, að leikbróðir sinn hefði einnig þegið peninga, sælgæti og vindlinga hjá sama kaupmanni — gegn sama gjaldi. Foreldrarnir kærðu til barnaverndarnefndar Kópavogs — og hið sanna í málinu kom fljótt í ljós. Kaupmaðurinn hafði notað að- stöðu sína til að tæla drengi til sín með boði um sælgæti og peninga, eða með hótunum ef ekki dugði betur, dregið þá afsíðis í húsinu og átt kyn- ferðismök við þá aftan frá. Ekki fylgir þessum dómi umsögn geðlækna um heilsu drengjanna. Hins vegar falla stundum orð í dóms- orðum, sem gefa sterkar vísbending- ar um líðan þeirra sumra hverra. Þannig segir á einum stað: „Þá getur S.V. þess, að hann og kona hans hafi um nokkurt skeið orðið vör við nið- urgang hjá drengnum, og hafi hann stundum verið mjög bráður.“ Á öðr- um stað: „ . . . þótti framkoma vitn- isins benda eindregið til, að það ætti mjög erfitt með og væri þvert um geð að segja frá atburðum þessum, þótt það yrði að gera það, úr því sem komið væri.“ Og á enn öðrum: „Framburðir þeirra beggja [foreldr- anna] eru samhljóða um, að drengur- inn hafi sýnilega haft mikinn viðbjóð á því, sem skeð hafði, og hafi hann af þeirri orsök átt mjög erfitt að skýra frá málavöxtum.“ Dómurinn yfir manninum hljóðaði svo: „Ákcerði, Snorri Jónsson, sœti fangelsi í 3 ár. Hann skal frá birtingu dóms þessa sviptur kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa og ann- arra almennra kosninga. “ Hæstiréttur staðfesti dóminn. vöggubarna. Linda Sanford sagðist nýlega hafa fengið ársgamalt barn til meðferðar, sem hafði verið látið passa barn í vöggu. Elsta stúlkan verður „litla mamman" á heimilinu. Og það er ekki langt skref í það að hún verði einnig „litla eiginkonan, _segir Linda Sanford. í viðtali við fórnarlamb sifjaspella sem fer hér á eftir, kemur þetta fjöl- skyldumynstur einnig í ljós. Huld bar snemma ábyrgð á fjölskyldunni, — móðirin sneri sér til hennar þegar líf hennar sjálfrar var komið í ógöngur. Huld hugsaði fyrst og fremst um fjöl- skyldu sína og að hún héldist saman; en þetta er einmitt dæmigert fyrir fórnarlömbin að mati Lindu Sanford. Þau óttast það sífellt, að fjölskyldan leysist upp, — og vilja alls ekki að sér verði kennt um. Þess vegna þegja þau! Mæðurnar „Algengasta spurningin sem ég fæ þegar ég ræði þessi mál er: Kalla börnin þetta ekki yfir sig sjálf?“, seg- ir Linda Sanford. „Næst algengasta spurningin er: Hvernig gat móðirin látið þetta gerast? Mjög sjaldan, og yfirleitt alls ekki, er spurt: Hvernig gat maðurinn gert þetta?" Linda leggur ríka áherslu á sakleysi mæðranna, jafnvel þegar þær hafa vitað á hverju gekk og þagað. „Kon- an er aldrei afbrotamaðurinn, — hún framdi ekki verknaðinn. Við getum undrast hegðun hennar og afskipta- leysi, — en sökin á að lenda hjá þeim sem verknaðinn framdi. Hann má ekki gleymast, en svo vill stundum verða í okkar þjóðfélagi. Þjóðfélagið „Konan er aldrei af- brotamaðurinn — hún framdi ekki ver- knaðinn." verndar afbrotamanninn og því segi ég, að við séum öll meðsek.“ Það má því ekki Ieita að sökinni 30 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.