Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 31

Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 31
Mök við sex ára dóttur - Sýknaður af Hœstarétti! Árið 1976 féll dómur í sakadómi Hafnarfjarðar yfir tveimur mönnum, A og B. Þeim var gefið að sök að hafa tvívegis haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna X, dóttur A, fædda 1965. Þetta fór fram á heimili A, í annað skiptið um ára- mótin 1971-72 og hitt skiptið í maí 1972. Þá var stúlkan X aðeins sex ára gömul. Málið kom til kasta hins opinbera vegna þess að nágranni A kom að máli við fulltrúa barnaverndar- nefndar í Hafnarfirði og tjáði honum, að grunur léki á að kynhegðun A væri einkennileg og grunur léki á að hann hefði tilhneigingu til kynferðis- legra afskipta af stúlkubörnum. Sagð- ist nágranninn vita til þess, að börn þar í nágrenninu töluðu um það sín í milli, að ákærði A hefði mök við elstu dóttur sín. Málið var rannsakað. Stúlkan var yfirheyrð, sömuleiðis móðir hennar og faðir. Stúlkan segir, að faðir sinn hafi margsinnis fært sig úr fötunum og haft við sig mök og einu sinni hafi blætt úr sér. Þá segir hún einnig, að þetta gerist stundum þegar mamma hennar er ekki heima. Hún vilji þetta stundum ekki, en þá píni pabbi henn- ar hana til þess. Hún sagði lækni er skoðaði hana, að einu sinni hefði pabbi sinn reynt við hana og systur hennar að móður þeirra áhorfandi, en föðurnum hafi aðeins tekist að stinga tillanum inn í mömmuna. Við frekari rannsóknir kom í ljós, að faðirinn hafði hlotið dóm í saka- dómi Reykjavíkur á árinu 1964 fyrir að hafa gert tilraun tii að þvinga 13 ára gamla stúlku til samræðis við sig með líkamlegu ofbeldi. Hafði hann verið að ljósmynda hana nakta, en hann og ákærði B gerðu mikið af slíku og dreifðu myndunum milli manna. Á heimili föðurins fundust ljósmyndir af stúlkubörnum hans, öllum fjórum, nöktum eða fáklædd- um og stundum í klúralegum stelling- um. Þá fundust einnig ljósmyndir á heimili hans af konu hans í samförum við aðra karlmenn, og kvaðst ákærði hafa tekið þær myndir. Faðirinn neitaði öllum sakargiftum varðandi dóttur sína, en segir að hann hafi annarlegar hvatir í garð stúlkna þegar hann sé undir áhrifum áfengis, þótt hann hafi ekki látið þær bitna á dætr- um sínum. Hann bar því við þegar hann kom fyrir sakadóm Reykjavík- ur, að karlmaður hafi haft óeðlileg mök við sig á barnsaldri. Móðirin kvaðst ekki vita til þess, að eiginmaðurinn hefði átt mök við elstu dóttur þeirra. Hún sagði, að hann væri vart með sjálfum sér undir áhrifum áfengis. í dómsorðum segir, að greinilegt sé á öllu að faðirinn stjórni heimilinu harðri hendi, og móðir og dætur hlýði fyrirskipunum hans. Stúlkan litla var ein til frásagnar um hegðun föður síns, — vitni voru engin og læknisskoðun leiddi ekki í ljós neitt það, sem benti til holdiegs samræðis. Vinur föðurins, B, játaði hins vegar að hafa tvívegis átt mök við stúlkuna ásamt föður hennar. B var dæmdur í 14 mánaða fang- elsi. Faðirinn, A, var dæmdur í 16 mán- aða fangelsi. Faðirinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Hœstiréttur sýknaði föðurinn. hjá móðurinni. Að vísu er áfellisvert, ef hún lítur undan atburði af þessu tagi, en það gerir hana ekki að saka- mannskju. Ef sifjaspell á sér stað um lengri tíma með vitund móðurinnar má slá því föstu, að hún sé yfirleitt afskaplega vansæl manneskja og lé- legur uppalandi og verndari. Börnin líta ekki á hana sem manneskju, sem þau geta treyst á og leitað til. „Margir karlmenn eru giftir slíkum konum, en fremja samt ekki sifjaspell," segir Linda. Ástæða sifjaspella er því ekki sú, að konan sé svona léleg eigin- kona, móðir, kona. Ábyrgðin er fyrst og síðast hjá afbrotamanninum. Það eru miklir möguleikar á því, að kona sifjaspellsmanns hafi sjálf verið misnotuð kynferðislega í æsku, verið beitt líkamlegu eða andlegu of- beldi eða á annan hátt búið við ömur- legar aðstæður í æsku. Þær giftast oft tilfinningalega vanræktum mönnum og verða háðar þeim bæði tilfinninga- lega og fjárhagslega. í sifjaspellsfjöl- í þessum fjölskyldum eiga börnin að uppfylla þarfir foreldranna, ekki öfugt. skyldum er einnig oftar en ekki um mikið líkamlegt ofbeldi að ræða, seg- ir Linda Sanford. Mjög margir berja bæði eiginkonur og börn. Langoftast er um að ræða misnotkun á áfengi. Allir draga sig inn í skel sína af ótta við pabba. Eiginkonurnar eru hrein- lega ekki færar um að standa á eigin fótum eða standa í stórræðum, — enginn hjálpaði þeim á sínum tíma. Sálarlíf barnanna „Það koma fram ýmis einkenni hjá börnum, sem eru misnotuð kynferð- islega, þó í mismiklum mæli eftir að- stæðum,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hann bendir á eftirfar- andi atriði. Afturhvarf eða platþroski. Kyn- ferðislegt samband gerir kröfur til barnsins, sem það hefur ekki þroska til að taka á. Það getur því fallið á lægra þroskastig og gleymt nýlærðu atferli. í öðrum tilfellum getur það brugðist öfugt við og reynt að ráða við kringumstæður. Þá verður hegð- un þess gjarnan „fullorðinsleg“ og það getur tekið á sig ábyrgð og stjórnun innan heimilisins. Svona barn er rúið allri umhyggju frá for- eldrum og getur sem fullorðinn ein- staklingur orðið, fyrir utan öll önnur vandamál, mjög barnalegt í eðli sínu og sækir þá gjarnan ástúð og um- hyggju til barna sinna, stundum á óeðlilegan hátt. Þunglyndi. Þunglyndi fylgir í raun alltaf kynferðislegu ofbeldi. Það er langvarandi og kemur fram sem svefnerfiðleikar, áhugaleysi á leikjum eða skólavinnu, sjálfsmorðs- hugsanir eða sjálfsmorð. Árásargirni er mun algengari hjá piltum en stúlk- um, en slíks verður sérstaklega vart utan heimilis. Hugrofshegðun. Hér er átt við ein- kenni eins og þau að ganga í svefni, hysterísk einkenni, flogaveiki (yfir- færsla geðræns vanda yfir í líkamleg einkenni). Þessi hugrofshegðun er til- raun barnsins til að afneita veruleik- anum. Þetta getur í raun verið tilraun barnsins til að hætta að vera það sjálft. Hjálparleysi. Á þessu stigi ein- kennist hegðun barnsins aðallega af þunglyndi, vonleysi og örvæntingu. í raun er um að ræða hugaræsing barnsins, sem beinist inn á við, og verður barnið því innhverft og þögult. Þetta getur leitt til sálvef- rænna einkenna og námserfiðleika. Á þessu þrepi getur grunnurinn að ÞJÓÐLÍF 31

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.