Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 36

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 36
FRETTIR Jóhanna Harðardóttir heitir rauðhærð og röggsöm kona, sem daglega stjórnar vinsæl- um þætti á nýju útvarpsstöð- inni, Bylgjunni. Þátturinn heitir Flóamarkaðurinn, og þar skiptist á umfjöllun um neytendamál og tilboð frá hlustendum um kaup og sölu ýmissa muna úr heimahúsum. ÞJÓÐLÍF fylgdist með Jó- hönnu að starfí einn daginn. Húsnæði nýju útvarpsstöðvarinnar lætur ekki mikið yfir sér, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þarna kúldrast allir á sömu 100 fermetrunum eða svo, en ekki er að sjá annað en að samkomulagið sé gott. Hrossahlátrar berast frá kaffistofunni, sem svo er nefnd (sennilega vegna þess að þar hvílir lítil kaffikanna í einu horni og þangað skáskýtur fólk sér inn til þess að hella í bollana sína). Jóhanna er í stúdíóinu að taka á móti símtölum frá fólki úti í bæ. Fyrir framan hana er heljarmikið takkaborð, sem fæstir myndu kunna skil á, en dagskrár- gerðarmenn Bylgjunnar verða veskú að senda sína þætti út sjálfir. Ýmis- konar mistök hafa að sjálfsögðu fylgt í kjölfar þessarar stefnu, m.a. kom það fyrir Jóhönnu að gleyma að skrúfa fyrir einn daginn og flaut þá út á öldur ljósvakans nett samtal milli hennar og ektamakans! En hvað um það, áfram heldur Bylgjan sinn gang og aðstandendur vona að ölduganginn fari að lægja. Sigríður hringir í Jóhönnu og kveðst vilja selja ísskáp, brúðarkjól og jakkaföt. Rósa vill selja jakka og eld- húsborð. Magneu vantar ísskáp og fataskáp og Guðbjörg kveðst vilja selja barnabílstól og gærukerrupoka. Haraldur vill skipta á Glen Campbell plötum og nokkrum Johnny Cash. Skúli vill losna við fataskáp og þvottavél. Og er þá fátt eitt talið af því sem hlustendur vilja annað hvort selja eða kaupa. Jóhanna tekur á móti öllu með bros á vör, spilar plötur og opnar 36 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.