Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 37

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 37
fyrir aftur. Klukkan er alveg að verða tvö þegar hún skellir síðustu plötunni í loftið, tekur af sér heyrnartólin og dæsir þungan. Erfitt starf! „Ég er alveg búin eftir hvern þátt,“ segir hún brosandi með armæðusvip. En síðan færist glettnissvipur yfir andlit hennar. „En þetta er gaman - voðalega gaman!“ Hún segir að daglega komist í gegn 15 til 20 manns, en hún veit ekki hversu margir hringja í raun, því ekki er pláss fyrir fleiri á línunum. „Ég veit það eitt, að ljósin byrja að loga strax klukkan eitt og hætta ekki fyrr en þátturinn er búinn, en þá byrja hringingar á símaborðinu frammi. Það hafa margir samband við mig og kvarta undan því að hafa ekki komist í gegn þrátt fyrir margra daga tilraun- ir. Eftir þessu að dæma er þátturinn mjög vinsæll.“ Þar sem Bylgjan er auglýsinga- útvarp fæst fljótt mælikvarði á vin- sældir einstakra þátta stöðvarinnar. Mælikvarðinn er auglýsingamagnið í þættinum. Og auglýsingar skortir Jó- hönnu ekki. Jóhanna Harðardóttir er kennara- menntuð og kenndi í ungl- ingadeildum í sjö ár, þar af sex ár í Hafnarfirði. Síðan gerðist hún rit- stjóri tímaritsins Gróandans, sem Fjölnir gefur út, en hætti þar í sumar og gerðist dagskrárgerðarkona. Hún segir það vera feykinóg starf. „Margir halda, að bein útsending sé ekkert mál,“ segir hún, „maður mæti bara með plötubunkann sinn í stúdíó og hjali eitthvað við hlustend- ur á milli laga. Þetta er reginmisskiln- ingur. Bara það eitt að velja lög til að spila tekur geysimikinn tíma. Ég reyni að velja eitthvað við allra hæfi, ekki það sem mig sjálfa langar til að hlusta á, því auglýsingaútvarp verður að spila það sem fólk vill hlusta á. Og það tekur tíma að finna þessar plötur." Hún segir að vissulega sé erfitt að gera öllum til hæfis í þessu efni, en „það má lengi reyna!“ í neytendahluta þáttarins fjallar Jóhanna um vöruverð og „ýmislegt sem kemur fólki við í daglega lífinu," eins og hún orðar það. „Við þurfum öll að klæða okkur, fæða, komast á milli staða o.s.frv. og það er þetta sem neytendaþáttur á að taka fyrir. Neytendamál eru á frumstigi hér á landi, því í augum íslendinga eru neytendur allir „hinir“, ekki ég. Kannski er um að kenna mikilli vinnu fólks og grandvaraleysi, en það er áberandi hversu miklu meiri forgang neytendamál hafa t.d. á Norðurlönd- unum en hér á landi. Og vegna þess að umræðan hér á landi er skammt á veg komin reyni ég frekar að vera með ábendingar en beinar prédikanir yfir fólki.“ Jóhanna segist enn bíða eftir ábendingum frá hlustendum sínum, en þær hafa fáar verið. Það er helst, að fólk kvarti undan lélegri þjónustu á hinum ýmsu stöðum, en lítið hefur verið um kvartanir eða ábendingar í sambandi við vöruverð. En kannski stendur það til bóta. En Flóamarkaðurinn heldur sínu striki og Jóhanna kann margar sögur af niðurstöðu auglýsinga í þættinum, því oft hefur fólk samband við hana til að láta vita um úrslit mála. Oftast tekst fólki að selja hluti sína, eða kaupa það sem vanhagar um, eftir eitt símtal við Jóhönnu. Færri komast að en vilja, eins og áður sagði, en eina leiðin til að komast að er að liggja í símanum meðan þátturinn stendur yfir. „Þátturinn er fyrst og fremst hugsaður sem gaman og leikur, og því tek ég ekki við beiðnum á annan hátt,“ segir Jó- hanna Harðardóttir og hleypur út úr húsi, rekin áfram af hungurverkjum. Og með því endaði þetta samtal. jjjl Háborg Skútuvogi 4 -Sim'82140 ÁLog PLAST - SÉRSMÍÐI S Y S T INNRETTINGAR ÚR ÁLPRÓFILUM ÓTRÚLEG FJÖLBREYTNI ÖDÝRLAUSN í ACRYL PLASTGLER FRAMLEIÐSLA ÚR PLASTGLERI GEFUR ENDALAUSA MÖGULEIKA STURTUKLEFAR SÉRSMÍÐAÐIR EFTIR ÞÖRFUM HVERS OG EINS ÞJÓÐLlF 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.