Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 56

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 56
verkalýðsfélögin hafa á allrasíðustu árum og áratugum tekið upp. Stofnanaeinkenni eru ekkert sér- einkenni á verkalýðsfélögum; þau setja einnig mark á aðrar hreyfingar og samtök: samvinnufélögin, kirkjuna, stjórnmálaflokka. Sú þjón- usta, sem félögin og heildarsamtökin veita, er mikil og nauðsynleg. Þar skiptir ekki máli þótt ekki sé haft hátt um hið daglega starf, það sé lítið í fréttum eða frásögnum fjölmiðla. Það er hins vegar augljóst, að „stofnanavæðingin" hefur skapað verkalýðsfélögunum mikinn vanda, eða réttara sagt: verkalýðshreyfingin sem stofnun er ekki þess megnug að takast á við þau verkefni, sem eru mest aðkallandi í dag. Stofnun getur ekki einu sinni skilgreint þau verk- efni, sem takast þarf á við, þau eru einfaldlega verkefni hreyfingar en ekki stofnunar. Sem stofnun þarfnast verkalýðsfé- lögin ekki virkrar þáttöku félags- manna, langt í frá; í reynd ríkir skylduaðild að félögunum og tekjur þeirra eru tryggar og reglulega inn- heimtar — af atvinnurekendum. Hið sama gildir um aðild verkalýðsfélaga að samningum og stofnunum, — hún er lögvernduð og oftast virt. Þátttaka í starfi verkalýðsfélaganna er víðast hvar bágborin. í félögum sem telja e.t.v. þúsundir eru kannski nokkrir tugir virkir í starfinu. Þessi litla þátttaka hefur hins vegar ekki truflandi áhrif á starfsemi stofnunar- innar, kannski þvert á móti, því það er nærtækt fyrir stofnunina að segja að þögn sé sama og samþykki. Síðan eru ákvarðanir teknar, samningar sem snerta hag þúsunda eru af- greiddir á fámennum fundum og allt gengur sinn vanagang. Eða hvað? Á síðustu árum hefur komið í ljós, að verkalýðsfélögin sem stofnun eru nánast varnarlaus þegar að þeim er sótt. Verkalýðsfélögin geta sem stofn- un einfaldlega ekki helgað sér víð- tækt verksvið, sem þau fengju að hafa í friði út af fyrir sig. Það hefur sem sé opinberast, að á bak við verkalýðsfélögin er ekki þjóðfélags- legt vald. Stofnunin er, þegar á reynir, ósköp varnarlítil. Framtíðin Verkalýðsfélögin eru grundvölluð á andstœðum hagsmunum launa- vinnu og auðmagns; annars vegar eru þeir sem selja vinnuafl en hins vegar þeir sem kaupa vinnuafl. Þetta eru ekki gamlir frasar, — ef þetta væri ekki rétt væru verkalýðsfélög að sjálf- sögðu að mestu óþörf, eða væru a.m.k. ekki þátttakandi í baráttu um þjóðfélagslegt vald. Einhvers staðar stendur skrifað: „Byltinginer ópíum menntamanna". Þetta er óþægileg staðreynd að því leyti, að við íslendingar viljum yfir- leitt lifa í sátt og samlyndi. Verka- lýðsfélögin eiga þess ekki kost að lifa í friðsömum stofnanaheimi til eilífðar nóns, nema þau hætti að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað, þ.e. að sækja og verja hagsmuni launafólks. Stofnun getur ekki barist; hún getur ekki hrifið fólk með sér, kveikt í því eldmóð, hugsjónir, kærleika og veitt því þrek. Stofnun getur að vísu lagt fram skynsamleg rök og reynt að tala um fyrir fólki, en hún hefur ekki þjóðfélagslegt vald, ekki lýðhylli. Verkalýðsfélögin eiga því aðeins tveggja kosta völ. Annars vegar að halda áfram að verjast með svipuðum aðferðum og undanfarið hefur verið gert, taka litla áhættu. Ef til vill skilar þetta árangri, en ytri skilyrði ráða þar mestu. Hins vegar er unnt að leitast Atvinnurekendur eru eina stéttin á íslandi sem er eins og skínandi staðfesting á þeirri stað- hæfingu, að efnahags- munir ákvarði hug- myndir. við að gera félögin að virkilegri hreyf- ingu, fara nýjar leiðir, taka áhættu og vera mótandi um þjóðfélagið. Verkalýðshreyfingin gæti um margt tekið atvinnurekendur sér til fyrirmyndar. Þeir hafa kunnað að beina efnahagslegri, hugmyndafræði- legri og pólitískri baráttu í einn farveg. í áðurnefndri Hagvangskönnun kemur í ljós, að íslenskir atvinnurek- endur eru býsna samstæður hópur. Raunar virðast þeir vera eina þjóðfé- lagsstéttin hér á landi, sem er skín- andi staðfesting þeirrar staðhæfingar Karls Marx, að efnahagslegir hags- munir ákvarði hugmyndir fólks. Um þrír fjórðu hlutar atvinnurekenda styðja nefnilega einn stjórnmála- Þessari umræðu munu fylgja átök og óvissa, — en slíkt er einfaldlega einkenni allra félags- hreyfinga. flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Svipað hlutfall þeirra telur sig vera hægra megin við miðju í stjórnmálum. Ein- hugur atvinnurekenda kemur einnig fram í ýmsum málum; t.d, telja 75 prósent þeirra, að eigendur, þ.e. þeir sjálfir, eigi einir að reka fyrirtæki eða útnefna framkvæmdastjóra. Skipulag og samstaða hagsmuna- samtaka atvinnurekenda er einnig býsna góð og starf þeirra einskorðast alls ekki við beina samninga um kaup og kjör. Verslunarráð Islands sinnir fyrst og fremst upplýsinga- og fræðslustarfi, eða áróðursstarfi eftir því hvernig á málin er litið. Á síðustu árum hefur Verslunarráðið farið að hegða sér að ýmsu leyti eins og stjórnmálaflokkur, sbr. almenna stefnumótun þess í efnahagsmálum. Endurnýjun og uppbygging verka- lýðshreyfingar er forsenda árangurs. Að öðrum kosti munu verkalýðssam- tökin reyna að koma sér hjá átökum, t.d. freista þess að ná árangri með samráði eða samningum eingöngu. Þessi leið mun síðan festa í sessi mátt- leysi verkalýðsstofnunarinnar. Verkalýðsfélögin standa þannig á krossgötum. Þróuninni verður ekki snúið við nema fram fari víðtæk um- ræða um hugmyndir, hugsjónir, bar- áttumál og pólitík samtakanna. Slíkri umræðu munu fylgja átök og óvissa, — en slíkt er einfaldlega einkenni allra félagshreyfinga og er aðeins þroskamerki. Þarna hafa verkalýðs- foringjar veigamiklu hlutverki að gegna. Þeir virðast upp til hópa kunna glögg skil á gangverki stofn- ana. Hins vegar er heldur óljóst um vilja þeirra og getu til að vera í for- svari fyrir verkalýðs/irey/mgn, þar sem tengja þarf saman ólík öfl, innan og utan verkalýðsfélaganna, til sam- stilltrar baráttu fyrir réttlátari skipt- ingu auðs og valda í íslensku þjóðfé- lagi. Svanur Kristjánsson er dósent í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. 56 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.