Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 67

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 67
FRETTIR Ef þú værir beðin(n) um að geta þér til um hvaða þjóð ætti hlutfalls- lega flesta kvenvísindamennina, kæmi þér vafalaust síst af öllu Filipps- eyjar í hug. En engu að síður er þetta nú staðreyndin; um 40 prósent allra rannsóknarvísindamanna Filippseyj a eru konur. Þetta er mun hærra hlutfall en flestar þjóðir aðrar geta státað sig af, og ekki munu íslendingar þykja þar framarlega í flokki. Kennslufræðing- ar, sem athugað hafa þessi mál, benda á, að ýmislegt megi kannski læra af kennsluháttum Filippseyinga í þeim efnum að beina áhuga stúlkna inn á vísindabrautir. Einnig megi flestar þjóðir læra nokkuð af eigin kennsluháttum í því skyni að komast að því, hvað eigi að gera til þess að drepa áhuga stúlknanna. Fleyrum hér frá Bandaríkjunum, þar sem þessi mál hafa verið nokkuð til umræðu. Kennslufræðingur einn af kven- kyni sendi nýverið frá sér niðurstöður áralangrar athugunar á kennsluhátt- um í vísindaskólastofum Bandaríkj- anna. Hún segir, að viðhorf kennar- anna til stúlkna og kennsluaðferðir hafi hér úrslitaáhrif. Þeir kennarar, sem leggja mikið upp úr umhverfi kennslustofunnar, ná best til stúlkn- anna, segir þessi fræðingur. Þar er þá átt við, að kennarinn hengir upp á veggi kort og spjöld sem tengjast kennsluefninu og hefur kennslutækin sýnileg. Þessir kennarar hvetja einnig stúlkur sérstaklega, láta aldrei niðr- andi orð um þær falla og líða strákum ekki slíkt orðbragð heldur. Þessi kennslufræðingur kannaði einnig viðhorf nemenda þessara kennara, bæði stúlkna og pilta, og til samanburðar kannaði hún einnig við- Andrúmsloftið í skólastofunni kann að hafa úrslitaáhrif á viðhorf stúlkna til vísindagreina. Konurog vísindin horf nemenda annarra kennara, sem ekki notuðu ofannefndar kennsluað- ferðir. Hún komst að því, að nem- endur í fyrrnefnda hópnum voru yfir- höfuð mun jákvæðari í afstöðu sinni til vísindagreina, en þó var munurinn sérstaklega sláandi meðal stúlkn- anna. 67 prósent þeirra stúlkna, sem höfðu „jákvæðan“ kennara, sögðust hafa mjög gaman af vísindagreinum, en aðeins 32 prósent stúlknanna í hinum hópnum. Og þegar þær voru spurðar hvort þær langaði til að læra vísindagreinar síðar meir, játuðu 65 prósent stúlknanna með „jákvæðan" kennara, en 32 prósent hinna. í árdaga mannkyns var barndóm- urinn miklu styttri en hann er nú, ekki aðeins félagslega heldur og líf- fræðilega. Tveir fornleifafræðingar í Bretlandi, sem lagt hafa á sig mikla vinnu við að rannsaka leifar frum- barna, sem við getum kallað svo, hafa komist að þessari merku niður- stöðu. Þeir hafa sett fram þá kenningu, að mannanna börn hafi vaxið miklu hraðar í árdaga mannkyns heldur en nútímabörn, og barndómnum hafi í raun verið lokið þegar ungviðið náði fimm til sex ára aldri, en það er sá árafjöldi sem sjimpansungi er að komast til „apa“. Fornleifafræðingarnir byggja nið- urstöður sínar á rannsóknum á tönnum bama svokallaðra hómíníta, en svo eru þær mannverur kallaðar sem teljast greinilega ekki til apa en eru undanfari Homo sapiens. Á gler- ungi tannanna má finna örsæjar lín- Stuttur barn- dómur ur, sem hver um sig táknar sex mán- aða vaxtarskeið, og kallast Retzius- línur. Með því að beita rafeindasmá- sjá tókst þeim að athuga þessar línur í afsteypum tanna úr leifum barna frá árdögum mannkyns og úr einum dreng frá Homo Erectus-skeiði, en það nafn er fólki gefið sem uppi var áður en Homo Sapiens kom til sög- unnar. Og niðurstaða þeirra var ótvíræð. Fram til þessa hafa ýmis önnur ein- kenni verið notuð til að giska á aldur þess fólks, hverra leifar hafa fundist af frá ýmsum skeiðum mannkyns. Þeir fundu það hins vegar út með þessari aðferð, að aldur barna hafði verið ofmetinn, og munaði þar allt frá einum þriðja til helmings. Þessar niðurstöður kunna að þýða, að hin langa og bjargarlausa æska manna og kvenna, hafi ekki hafist fyrr en fyrir um 1,5 milljónum ára. ÞJÓÐLÍF 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.