Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 10

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 10
10 O ft er gott það sem gamlir kveða. Svo segir í Hávamálum en í þann kvæðabálk hafa Íslendingar um aldir sótt siðferðilega leiðsögn og ráðgjöf. Sennilega eru Hávamál hliðstæða boðorðanna tíu nema þau eru bæði mun ítarlegri og skemmtilegri. Oft heyrist líka sagt um einhver að hann hafi lifað tímanna tvenna. Það þýðir auðvitað að sá hafi séð miklar breytingar á sinni ævi. Íslendingar eru þjóð sem steig af hestbaki um miðja 20. öld, settist inn í bíl, reif torfbæinn og byggði úr steinsteypu og stökk í einu vetfangi úr lítið breyttu samfélagi miðalda inn í tæknivæðingu nútímans. Á seinni hluta 20. aldar gilti orðatiltækið þess vegna um stærstan hluta þjóðarinnar sem gat slegið á sitt sameiginlega lær og dásamað rafmagnið og rennandi vatnið og útvarpið og allt þetta sem bætti líf okkar og frelsaði okkur frá stritinu. Nú fer þeim mjög fækkandi sem geta sagt með sanni að þeir hafi lifað tímana tvenna, en einn þeirra er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði. Vilhjálmur fæddist 20. september 1914 og er því nokkuð genginn inn á sitt hundraðasta æviár. Vilhjálmur var eins árs þegar konur fengu almennt kosningarétt til Alþingis og 66 ára þegar fyrsta konan var kjörin forseti. Hann var ársgamall þegar áfengur bjór varð ólöglegur á Íslandi og 75 ára þegar hann var leyfður á ný. Hann fæddist í ríki sem laut Danakonungi en hafði heimastjórn, var 4 ára þegar Ísland fékk fullveldi og þrítugur þegar lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum. Þegar Vilhjálmur fæddist var Halldór Laxness 12 ára, Þórbergur var að upplifa þá hluti sem hann síðar lýsti í Ofvitanum. Ísland átti ekkert leikhús, enga sinfóníuhljómsveit, ekkert útvarp, engan síma og fáir höfðu séð málverk. Menningin var bækur úr Lestrarfélaginu, harmonikuspil á tyllidögum, sálmasöngur í kirkjunni, kvæðalög, rímnastemmur og lestur úr fornsögunum og biblíunni. Vilhjálmur var 35 ára þegar fyrsta kjarnorkusprengjan féll, 49 ára þegar Berlínarmúrinn var reistur, en 75 ára þegar hann var rifinn. Vilhjálmur hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, Kóreustríðið, Víetnamstríðið, kalda stríðið og öll þorskastríðin. Hann var ríflega þrítugur þegar ameríski herinn kom til Íslands en rúmlega níræður þegar hann fór. Vilhjálmur fæddist og ólst upp í Brekkuþorpi í Mjóafirði austur og þar hefur hann búið nær alla sína ævi. Hann hefur þess vegna séð og upplifað á eigin skinni þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á 20. öldinni. Fáum árum áður en hann fæddist voru íbúar Mjóafjarðar 420, árið sem hann fæddist voru þeir 281, en þeim fækkaði um 100 fyrstu tíu árin sem Vilhjálmur lifði. Vilhjálmur býr í dag í einstaklingsíbúð við Miðvang á Egilsstöðum. Hann er talsvert lotinn og farinn að líkamlegri heilsu en andinn er sannarlega óbugaður. Þótt hann segist vera farinn að gleyma og vera orðinn utan við sig þá verður skrifara fljótt ljóst að sá aldraði hefur jafngott skammtímaminni og hver annar. Þótt bakið sé bogið og höndin sé ekki eins styrk og forðum logar enn skær glampi í gráu auga og kímnigáfan er alltaf skammt undan. man eftir Kötlugosinu Ég kem til Vilhjálms í svartasta skammdeginu í byrjun desember. Fokkerinn skekur sig eins og súludansmær þegar hann rennir sér í stífri norðanátt niður á bakka Lagarfljóts og það eru 10 stig í mínus þegar út er komið. Ég sníki mér far með póstbílnum upp að Miðvangi og bílstjórinn segir mér sögur af Jóni gorm á leiðinni. Það er hlýtt inni hjá öldungnum Vilhjálmi og við skiptum þannig með okkur verkum, að hann kemur sér fyrir í stól við borðið meðan ég helli upp á kaffi eftir hans fyrirmælum, finn smákökudall og skenki okkur báðum í bollana. Hann drekkur svart og sykurlaust og rifjar upp æskuárin á Brekku þegar kaffibaunirnar komu úr verslun á Norðfirði í 60 kílóa strigasekkjum. Þær voru brenndar heima á kolaeldavélinni og malaðar á staðnum. Það var gott kaffi og þetta er ekkert síðra. Við hverfum óðara aftur til fortíðarinnar og ég stenst ekki mátið að spyrja Vilhjálm eins og eflaust margir blaðasnápar hafa gert á undan mér, hverjar séu elstu minningar hans úr bernsku. „Ég man eftir frostavetrinum mikla 1918“, segir Vilhjálmur um leið og hann viðurkennir að erfitt geti verið að greina í sundur hvað eru raunverulegar bernskuminningar og hvað situr í minni hans eftir að hafa heyrt frásagnir af því ótal sinnum. „Ég man líka mjög skýrt eftir Kötlugosinu 1918. Dynkir og drunur heyrðust alla leið til Mjóafjarðar og ég man þá vel.“ SamFERða SöguNNI Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í mjóafirði fæddist í samfélagi sem var lítið breytt frá miðöldum. Hann hefur fylgst með mjóafirði og Íslandi öllu feta veginn frá sveitasamfélagi til borgríkis og segir að mjófirðingar hafi vitað strax um miðja síðustu öld hvert stefndi. Íslenskur útilegumaður eins og myndhöggvarinn Einar Jónsson sá hann fyrir sér fyrir rúmlega öld. PÁLL ÁSgEIR ÁSgEIRSSON BLaðamaðuR Væntum engrar himnasendingar að sunnan

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.