Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 12

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 12
12 Í nútímanum er oft sagt að fábreytt menning sé orsök fólksflutninga og því nærtækt að spyrja Vilhjálm út í félagslíf og hlutverk menningar í afskekktum byggðum. „Mér finnst eins þegar ég man fyrst eftir mér þá hafi eiginlega ekki verið um neitt félagslíf að ræða í Mjóafirði“, segir Vilhjálmur. „Við höfðum enga vegi, það er lítið undirlendi í Mjóafirði og langt á milli bæjanna. Þess vegna voru menn ekkert að fara að þarfleysu á aðra bæi. Síðan áttum við eftir að hressa við félagslífið þegar ég var kominn á unglingsár. Við héldum samkomur og leiksýningar á vegum Lestrarfélagsins þótt við hefðum enga leiðsögn. Við lásum upp og gerðum leiksýningar upp úr bókum sem okkur þóttu skemmtilegar og reyndum að skapa okkur afþreyingu sjálf. En Mjóifjörður var alla tíð illa lagaður til þess að halda uppi miklu félagslífi. Þarna er langt á milli bæja og erfitt að ferðast.“ Erlendar veðurfregnir í útvarpinu Í kringum 1930 var útvarpið að ryðja sér til rúms sem fjölmiðill og Mjófirðingar létu ekki sitt eftir liggja til þess að rjúfa einangrun byggðarinnar. Útvarp Reykjavík hóf útsendingar 1930 og kom ekki löngu seinna til Mjóafjarðar. Þá voru nokkrir Mjófirðingar búnir að eiga útvarpstæki í nokkur ár og hlustuðu á erlendar útvarpsstöðar. „Við hlustuðum á skandinavískar stöðvar og ég man að um fermingu hafði ég lært flest orð um veður á þeirra tungumálum því við vorum að reyna að hlusta á veðurfregnir.“ Þannig var Mjóifjörður á kreppuárunum ekki einangraðri en svo að unga fólkið var í beinu sambandi við útlönd með nýjustu tækni. Vilhjálmur var oddviti í sinni sveit í 28 ár og alls í sveitarstjórn í 44 ár, alþingismaður með hléum frá 1949 til 1979 og ráðherra menntamála frá 1974 til 1978. Þessi krókur beygðist snemma því 15 ára gamall var Vilhjálmur kjörinn í stjórn Lestrarfélags Mjóafjarðar og varð formaður stjórnar þess 1936. Hann gekk gegn ráðum eldri manna þegar hann lét félagið kaupa nokkuð umdeildar skáldsögur Halldórs Laxness sem þá voru að koma út. Þannig er auðvelt að sjá að Mjóifjörður var alls ekki einangraður heldur í beinni snertingu við þá strauma sem fóru um samfélagið þótt vissulega gerðist flest hægar á þeim árum en nútímanum þætti passlegt. Vilhjálmur segir að örast hafi fækkunin í Mjóafirði orðið á stríðsárunum þegar fimmtíu manns fluttu burt nánast á einu bretti. Ég spyr, hvort þeir hafi farið suður í Bretavinnuna, en svo er ekki. „Þetta fólk flutti allt til Norðfjarðar til þess að fá betri og fjölbreyttari atvinnu og meiri aðgang að skólum.“ Sá alltaf mína framtíð í mjóafirði En datt hinum tvítuga Vilhjálmi þá aldrei í hug að flytja í burtu á þessum árum? Var hann sáttur við að horfa á eftir jafnöldrum sínum og frændum hleypa heimdraganum? „Ég átti sem betur fer kost á að mennta mig og fór í tvo vetur á héraðsskólann á Laugarvatni. Ég vildi það frekar en að fara upp að Eiðum, en þá var skóli tekinn til starfa þar. Mig minnir að ég hafi heyrt eitthvað í útvarpinu sem varð til þess að ég vildi frekar fara á Laugarvatn. En ég sá alltaf framtíð mína heima í Mjóafirði og fann aldrei til löngunar til þess að fara annað. Ég hafði að nægu að hverfa heima. Þar var allt mitt fólk og Vilhjálmur afi hafði byggt yfir fjölskylduna af miklum stórhug, svo það var nóg pláss fyrir alla. Ég hafði þannig að meiru að hverfa en sumir aðrir og það hafði áreiðanlega sín áhrif.“ Árið 1947 var sjúkrahúsið á Norðfirði vígt með nokkurri viðhöfn. Þangað var hreppsnefndinni í Mjóafirði boðið og Vilhjálmur sem þá Bláþráður kynslóðanna Vilhjálmur ólst upp í faðmi stórfjölskyldunnar á Brekku þar sem margar kynslóðir deildu heimili eins og tíðkast hafði á Íslandi frá örófi alda. Elsta manneskja sem hann man eftir á heimilinu var ömmusystir hans, fædd 1829. „Ég man auðvitað ekki mikið eftir henni en ég man eftir þreifandi fingrum hennar á höfðinu á mér. Hún var að vita hvað ég væri orðinn stór en hún var orðin blind.“ Þessi kona sem fór fingrum sínum um höfuð Villa litla á Brekku á öðrum áratug 20. aldarinnar hafði á sinni ævi kynni af og var samtíða fólki sem upplifði Móðuharðindin. Þannig virðist skammt til stóratburða í heimssögunni og myrkurs miðalda þegar bláþráður kynslóðanna er rakinn með þessum hætti. Við horfum saman á lista sem Vilhjálmur hefur tekið saman handa mér um þróun mannfjölda í Mjóafirði frá lokum 19 aldar en sveitin lagði af stað inn í 20. öldina með 420 íbúa, Mannfjöldinn var kominn niður í um 200 í upphafi kreppunnar á þriðja áratugnum og hélst nokkuð stöðugur fram yfir hana. Svo kom stríðið og eins og annars staðar á Íslandi leysti það upp kyrrstöðu kreppunnar og sleit böndin við heimabyggðina. Rúmlega 50 manns fluttu úr Mjóafirði á stríðsárunum, nánast allir í einu og 1955 voru aðeins 93 íbúar í sveitinni. Síðan hefur fækkað jafnt og þétt og í dag eru örfáar sálir búsettar í Brekkuþorpi og meðalaldurinn hækkar með hverju ári. Saltfiskurinn hafði meiri áhrif en hvalurinn Á fyrsta áratug 20. aldar ráku Norðmenn gríðarlega umsvifamiklar hvalstöðvar í Mjóafirði og þar unnu tugir manna. Við Vilhjálmur hefjum samræður okkar um byggðaþróun með því að ég spyr hvort áhrifanna hvalvinnslunnar hafi ekki gætt í því að fólk hafi flutst til Mjóafjarðar í stórum stíl um aldamótin. „Ég tel að svo hafi í raun ekki verið“, segir Vilhjálmur. „Stöðvarnar drógu til sín árstíðabundinn vinnukraft í stórum stíl og heimamenn sem þess áttu kost unnu í hvalnum en þetta var ekki vinna sem hægt var að byggja heilsársbúsetu á. Ég tel að fjölgun í Mjóafirði kringum aldamótin þegar íbúarnir urðu flestir hafi átt rót sína að rekja til þess að saltfiskmarkaður var mjög góð og möguleikar manna á að verka fisk og selja urðu mun betri en áður hafði verið. Saltfiskurinn var áhrifameiri en hvalurinn í þessu tilliti.“ Konráð Hjálmarsson, verslunarmaður í Brekkuþorpi og atvinnu- rekandi, haslaði sér völl og efnaðist á fyrsta áratug aldarinnar, en árið 1912 flutti hann með allt sitt hafurtask og rekstur til Norðfjarðar og átti þar farsæla tíð, en hvílir í veglegu steinhýsi í kirkjugarðinum á Brekku. Vilhjálmur talar eins og brottflutningur hans hafi í raun skipt höfuðmáli fyrir byggðaþróun í Mjóafirði. „Það kom aldrei aftur neinn fram sem hafði dug til þess að standa fyrir rekstri og atvinnuuppbyggingu. Ef það hefði gerst með líkum hætti og varð í nágrannabyggðunum þá hefði kannski farið á annan veg.“ Höfðum alltaf nóg að borða Vilhjálmur óx úr grasi við nokkuð stöðugt ástand í sinni heimabyggð. Þegar hann var rúmlega fermdur rétt fyrir 1930 hélt kreppan innreið sína. Mjófirðingar voru þá að stíga inn í nútímann, rétt búnir að reisa mikla rafstöð árið 1929. Afurðaverð hrapaði og erfitt var að framfleyta sér, ef menn höfðu ekki aðgang að landnytjum. „Við höfðum alltaf nóg að borða“, segir Vilhjálmur sem segist ekki muna annað en mjölvara, korn, kaffi og sykur hafi verið sótt í sekkjum til Norðfjarðar öll kreppuárin.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.