Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 47

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 47
47 Stærsta sveitarfélagið að flatarmáli er aftur á móti Fljót-dalshérað, sem umvefur fimmta fámennasta sveitar-félagið, en í Fljótsdalshéraði búa 3.434, flestir á Egilsstöðum eða 2.500 manns. Stærðin á sveitarfélaginu er nákvæmlega sú sama og Púertó Ríkó eða 8.884 ferkílómetrar, íbúar eyríkisins eru 3,7 milljónir. Næststærsta sveitarfélagið er Skaftárhreppur í Vestur-Skafta- fellssýslu, en á tæplega sjö þúsund ferkílómetrum búa 450 manns. Stærðin þúsund ferkílómetrum meiri en Vesturbakkinn og Gaza, það sem við köllum Palestínu, en þar búa nú 4,3 milljónir. Þriðja stærsta sveitarfélagið er Hornafjörður, rúmlega 6 þúsund ferkílómetrar að stærð, svipað og Skútustaðahreppur, oftast kallaður Mývatnssveit og svo kemur nágranninn Þingeyjar- sveit. Þessi fimm sveitarfélög eru þau einu sem eru meira en fimm þúsund ferkílómetrar að stærð. Seltjarnarnes, minnsta sveitarfélag á Íslandi, er heilir tveir ferkílómetrar, fjórum sinn- um stærra en minnsta ríki veraldar, Vatíkanið.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.