Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 17

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 17
17 Sveitin þar fyrir norðan í Trékyllisvík og Norðurfirði má vel kalla hin ystu mörk byggðar á Íslandi en þar er enn heilsársbúseta á nokkrum bæjum, þótt ekki sé vegasamband við afganginn af landinu yfir háveturinn. þorpið sem hvarf Stundum þurfti ekki síldargöngur eða hvali til þess að leggja grunn að þéttbýlisstöðum. Þorskurinn hefur alltaf staðið fyrir sínu og myndað undirstöðu byggðar um land allt. Fyrr á öldum, áður en vélvæðingar fór að gæta, réði staðsetning og afstaða til fiskimiða oft staðarvali. Áhugavert dæmi um slíka þéttbýlismyndun er að finna á Skálum á Langanesi. Þar var ekkert nema fjara, grasbakki og skjól fyrir norðanáttinni, en þar var bær með burstir fjórar og í júní 1910 kom þangað Þorsteinn nokkur Jónsson við þriðja mann á einni lítilli skektu. Þorsteinn hóf sjóróðra og gekk svo vel, að árið fékk hann land undir verbúðir og fiskverkun. Áður en mávurinn og refurinn höfðu almennilega áttað sig á því hvað var að gerast var risið dálítið fiskiþorp á Skálum. Þar risu íveruhús, fiskverkunarhús, frumstæðar bryggjur og allt annað sem fylgir mannlegri búsetu eins og kirkja, ljósmóðir, skóli og grafreitur. Þar var komið upp frystihúsi árið 1923 og var þá aðeins eitt slíkt fyrir á landinu öllu. Samt var þorpið aldrei í vegasambandi við aðrar sveitir og tók sjö klukkustundir að ganga þangað frá Heiði á Langanesi. Árið 1929 var byggður 60 metra langur brimbrjótur og efnið í steypuna borið í pokum á baki verkamanna. Flestir urðu íbúar á Skálum 117 á 22 heimilum á þriðja áratugnum. Þá kom kreppan og síðan stríðið og tundurduflagirðingar hindruðu aðgang að miðunum og dufl rak á fjörur og þau sprungu með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum og eignum. Sumarið 1946 fóru flestir síðustu íbúarnir í burtu, í litlum hópi, 25 saman. Flest íbúðarhúsanna voru tekin ofan og flutt í burtu. Einn bóndi sat eftir og þrjóskaðist við fram til 1955 en síðan hafa Skálar verið í eyði og nánast engin ummerki um mannanna umsvif sitja eftir, nema leifar af brimbrjótnum góða og fáeinir húsgrunnar. Annars ríkir þögnin á Skálum en löngu seinna komst í verk að gera þangað sæmilegan bílfæran veg. Frægasta eyðiþorp síldaræðisins á Íslandi er án efa Djúpavík. Þar reis síldarverksmiðja árið 1917 og réðu góðar hafnaraðstæður, mikið aðdýpi og gott skjól mestu um staðarvalið. Eftir krakkið mikla 1919 sem setti flesta síldarsaltendur á hausinn varð hlé á starfsemi á staðnum til 1934. Þá var reist þar ein stærsta og fullkomnasta síldarverksmiðja í Evrópu á þeim tíma og hefur sjálfsagt mátt miða við heiminn allan. Á Djúpavík var saltað og brætt fram til 1952, þegar verksmiðjunni var lokað. Þá hafði góðærið varað nógu lengi til þess að myndast hafði lítið þorp kringum verksmiðjuna. Eftir að henni var lokað fækkaði hratt á Djúpavík en þar hefur samt byggð eiginlega aldrei lagst alveg af. Ein fjölskylda sem kalla má að tilheyrði frumbyggjum á Djúpavík hafði heilsársbúsetu á staðnum fram til loka áttunda áratugarins og fljótlega eftir 1980 flutti til Djúpavíkur fjölskylda sem síðan hefur starfað þar að uppbyggingu og hótelrekstri. Djúpavík er vinsæll áningarstaður ferðamanna á sumrin, enda margt sem minnir á forna atvinnuhætti og þótt uppbygging og varðveisla gömlu verksmiðjunnar gangi hægt þá er henni alltaf haldið áfram. Norðar á Ströndum eru svo tvö eyðiþorp sem eiga sér samt ólíka sögu. Annað þeirra er síldarþorp eins og Djúpavík en það er Eyri í Ingólfsfirði. Þar var saltað af kappi á árunum 1916-1919 en lagðist svo af um hríð. Svo hófst meiri uppbygging um 1936/7 eða um líkt leyti og á Djúpavík og var reist allstór verksmiðja, lík þeirri á Djúpavík og starfaði einnig til 1952. Milli þessara tveggja staða stendur látlaus, lítill byggðakjarni á Gjögri. Gjögur var ein merkasta hákarlaverstöð á Íslandi um aldir og þangað sótti fjöldi vermanna en þegar kom fram á 20. öld fóru menn að setjast að á Gjögri og fást við sjósókn. Íbúar á Gjögri voru 60 talsins þegar flest var og höfðu lifibrauð sitt af sjósókn og fiskverkun. Þangað voru bærilegar samgöngur og reglulegar flugsamgöngur fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þangað vildu ferðamenn koma og vel er hægt að stunda búskap þar eins og í Trékyllisvík, sem er sveitin norðan við Gjögur. Ekkert af þessu kom í veg fyrir að fyrir nokkrum árum var hætt að hafa vetursetu á Gjögri og þar dvelja menn nú einungis um sumur við sjóróðra og frístundalíf. Síðasti ábúandinn á Gjögri sem hafði heilsársbúsetu á staðnum lést 1998 og þá fór staðurinn í eyði. Síldarverksmiðjan í Djúpavík í fullum gangi sumarið 1939. Mynd: Hjálmar R. Bárðarson. Stórhýsi Konráðs Hjálmarssonar í Mjóafirði var bæði verslun og íbúðarhús. V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.