Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 27

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 27
27 Fangavaktin Áhyggjur stjórnmálamanna og hagsmunaaðila í íslensku atvinnulífi vegna sölu íslenskra fyrirtækja til erlendra aðila eru ekki úr lausu lofti gripnar. Dæmin eru þegar mörg og tækifærin eru enn fleiri þar sem mörg athyglisverð sprotafyrirtæki hafa vaxið úr grasi á Íslandi. Að minnsta kosti þrír eiginleikar sprotafyrirtækja ættu að vekja stjórnmálamenn og hagsmunaaðila til umhugsunar: Atvinnusköpun, verðmætasköpun og þekkingarsköpun. Rannsóknir á atvinnusköpun hafa sýnt fram á að mikilvægustu hjól hennar eru ört vaxandi fyrirtæki. Bandaríski hagfræðingurinn David Birch var meðal þeirra fyrstu sem sýndu fram á þetta fyrir um þrjátíu árum síðan með rannsóknum á bandarísku atvinnulífi. Smáfyrirtæki skapa flest störf í atvinnulífinu. Fámenni Íslands gerir það að verkum að flest fyrirtæki eru smáfyrirtæki á Íslandi, en það eru þessi ört vaxandi fyrirtæki sem skapa flest störf eins og gefur að skilja. Rannsóknir benda til þess að það sé fyrst og fremst einbeittur vilji stjórnenda að búa til vaxtarfyrirtæki sem ræður því hvort þau vaxa hratt úr grasi. Sprotafyrirtæki eru flest stofnuð með það að leiðarljósi að vaxa hratt og alþjóðlega. Ástæðan fyrir því að fjárfestar eru tilbúnir að taka talsverða áhættu með því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum er fyrst og fremst vegna þess hve verðmætin verða til. Í 29. tölublaði Vísbendingar 2013 var bent á það hvernig nokkrum háskólastrákum tókst að fyrirtæki hafa sótt fjármagn til erlendra fjárfesta, rétt eins og CCP á sínum tíma, til dæmis spútnik-fyrirtæki ársins Plain Vanilla. Nokkur sprotafyrirtæki eru í söluferli eða í leit að útgönguleið (e:exit) sem það kallast þegar frumkvöðlar og frumfjárfestar geta selt hlut sinn í fyrirtækinu. Eðli málsins samkvæmt eru öll fyrirtæki áhættufjár- festingarsjóðsins Frumtaks (Trackwell, AGR, HandPoint, Andersen&Lauth, Gogogic, Meniga, ICEconsult, Mentor, PM endurvinnsla, Controlant, Valka, Gogoyoko, Datamarket og Cintamani) á sölulista, þar sem líftími sjóðsins takmarkast við átta ár (með hugsanlegri framlengingu um 1 – 2 ár) og sjóðurinn hefur þegar starfað í fimm ár. Ekki eru öll fyrirtæki sjóðsins söluvara, en nokkur þeirra myndu henta betur í sölu til erlendra fjárfesta og fyrirtækja en innlendra, t.d. vegna þeirrar tækni og markaða sem viðskiptahugmynd þeirra byggir á. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á hlut í 34 fyrirtækjum (sum hver eru þau sömu og Frumtak á í) en er ekki undir sömu pressu og Frumtak þar sem líftími sjóðsins er ekki tímabundinn. Það er einnig fjöldi sprotafyrirtækja sem er fjármagnaður með öðrum hætti, t.d. Plain Vanilla þar sem stærstu fjárfestarnir eru erlendir, sem er til sölu, ef rétt tækifæri bíðst. Þar af leiðandi mætti ætla að það séu til tugir íslenskra sprotafyrirtækja sem eru áhugaverð fyrir erlendra fjárfesta. M yn d P ál l S te fá ns so n

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.