Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 21

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 21
21 aldursbili er 40% færra en þeir sem eru frá 46 ára til sextugs. Svipuð skörð má sjá í aldursdreifingu fólks í fleiri útkjálkum. Skarð er líka í aldursdreifingunni þar sem börn þessa fólks ættu að vera, en fæðingum virðist hafa fjölgað aftur síðustu árin. Meðalaldur Siglfirðinga var 37 ár árið 1998, en í ársbyrjun 2013 var hann 43 ár. Hann hafði þá lækkað aðeins frá árunum á undan. Í ársbyrjun 2013 voru Íslendingar 36½ árs að meðaltali. Landsmönnum hafði fjölgað um 1% frá 2011. Í töflu 1 má sjá byggðir (eftir flokkun Hagstofu) sem standast tvö skilyrði: a) Fólki fækkaði frá 2011 til 2013 og b) meðalaldur var 40 ár eða meira. Margar byggðir sem koma fyrir í töflunni eru í strjálbýli og á meðal þeirra eru nokkrir safnliðir (strjálbýli á Vesturlandi og svo framvegis). Fólki fækkar víða í sveitum landsins. Þá eru þarna margir fámennir bæir og byggðakjarnar. Athygli vekur að byggð virðist enn veik á Siglufirði og Ólafsfirði, þrátt fyrir að göng hafi verið opnuð milli þessara staða árið 2010. Álver í Reyðarfirði virðist ekki hafa fært líf í byggð á Borgarfirði eystra, Stöðvarfirði og í Breiðdalsvík. Fólki hefur lengi fækkað á Raufarhöfn. Árið 1998 voru þar um 400 manns, en árið 2013 voru íbúar 169. Eins og víðar eru það einkum þeir sem eru nýkomnir á fullorðinsár sem flytja. Fá börn eru á Raufarhöfn. Ekki tókst að ná í upplýsingar um húsnæðisverð árið 2013, en nokkrir staðir í töflunni voru meðal 16 þéttbýlisstaða þar sem húsnæðisverð var lægst á landinu árin 2008 og 2010. Þetta eru Þingeyri (fermetraverð í sérbýli 51 þúsund krónur), Ólafsfjörður (64), Siglufjörður (72) og Hvammstangi (82). Í Reykjavík var fermetraverð í sérbýli þá 200 til 300 þúsund krónur að jafnaði.13 Á að bjarga illa stöddum byggðum? Er það réttur fólks að fá að búa á æskuslóðum sínum við svipuð lífskjör og aðrir landsmenn? Það heyrist stundum, en sennilega ganga þau rök betur í þá tvo þriðju hluta landsmanna, sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu, að það sé skemmtilegt að sem mestur hluti landsins sé í byggð. Margir vilja borga fyrir að það markmið náist. En takmörk eru fyrir því sem fólk vill borga og því er eins gott að verja fénu skynsamlega. Er til dæmis skynsamlegt að opinber stuðningur við byggðir sé bundinn við ákveðnar atvinnugreinar eða jafnvel fyrirtæki? Við viljum gjarna að fólk sé á Húsavík, en skiptir öllu máli hvort það veiðir fisk, siglir með ferðamenn eða vinnur í verksmiðju? Annars staðar á Norðurlöndum eru veittir skattaafslættir í fámennum héruðum. Stjórnvöld styðja þannig byggðina án þess að skipta sér af því hvað fólk tekur sér þar fyrir hendur. Þannig má sennilega gera meira úr takmörkuðu fé. Ljóst er samt að ekki nást öll markmið í byggðamálum og byggðarlög munu halda áfram að leggjast í eyði hér á landi á komandi áratugum. lagst í eyði hér á landi. Nokkur atriði gætu gefið vísbendingar. Í fyrsta lagi er það vísbending um hnignun að fólki fari fækkandi. Í öðru lagi bendir hár meðalaldur til þess að byggð standi höllum fæti. Hann er merki um að fólk hafi flutt á brott á fyrri árum. Þeir sem yfirgefa æskuslóðirnar eru flestir nýlega komnir út á vinnumarkaðinn. Eftir að hópar fólks hafa flutt á brott eru skörð í yngri aldurshópa. Færri en ella standa undir þjónustu sem veitt er í héraði. Ljóst er að fólki mun fækka þegar fram í sækir þótt enginn flytji. Þriðja vísbendingin um að byggð sé í vanda stödd er lágt húsnæðisverð. Verð á húsnæði gefur hugmynd um hvað eftirsótt er að eiga heima á hverjum stað. Á mynd 1 má sjá aldur Siglfirðinga í ársbyrjun 2013. Svo er að sjá að óvenjufáir séu á aldrinum 31 árs til 45 ára. Fólk á þessu Fækkun 2011-2013 Meðalaldur 2011-2013 Byggðakjarni í Þykkvabæ 20% 41,3 Brúnahlíð í Eyjafirði 16% 44,4 Strjálbýli á Vestfjörðum 13% 43,6 Raufarhöfn 13% 45,9 Laugarbakki 13% 49,5 Strjálbýli á Suðurnesjum 13% 43,6 Laugarás 11% 41,9 Borgarfjörður eystri 10% 42,5 Stöðvarfjörður 6% 42,2 Lónsbakki 5% 41,3 Hvammstangi 5% 42,2 Árbæjarhverfi í Ölfusi 5% 43,5 Vík í Mýrdal 5% 40,8 Strjálbýli á Austurlandi 4% 42,6 Breiðdalsvík 4% 44,6 Innnes (Akranesi) 3% 40,0 Strjálbýli á Norðurlandi eystra 3% 40,6 Strjálbýli á höfuðborgarsvæðinu 3% 40,3 Strjálbýli á Vesturlandi 2% 40,3 Ólafsfjörður 1% 40,5 Þingeyri 1% 42,9 Siglufjörður 0% 43,0 1 Margrét J. Vilhjálmsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Þórdís Mósesdóttir: Saga Flateyjar á Skjálfanda í máli og myndum. 2 Morgunblaðið 17. nóvember 1967. 3 Þjóðviljinn, 14 árg., bls 118, 11 sept. 1900. 4 Borgþór Kjærnested, 2010, Hvað er bak við hinstu sjónarrönd?, ræða við messu í Áskirkju 2. maí. 5 Borgþór Kjærnested, 2010, sjá hér að framan. 6 Jósef Vernharðsson, 1996,: Fljótavík í Slettuhreppi og eyðing Sléttuhrepps, fyrrum Aðalvíkursveitar. 7 Borgþór Kjærnested, 2010, sjá hér að ofan. 8 Sjá má meira um þetta í grein höfundar (2013): Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina?, Betri borgarbragur, ritstjóri Björn Marteinsson. 9 Ásgeir Jónsson (2002): Af örlögum íslenskra hafnarbyggða, Tímariti Máls og menningar, nóvember. 10 Edward H. Huijbens (2010): Viðhald samfélags? Hlutverk frístundahúsaeigenda í samfélögum á jaðarsvæðum. Í Fjallabyggð fyrir Héðisnfjarðargögn, ritstj. Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn Stefánsson, útg. Háskólinn á Akureyri. 11 Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn Agnarsson (2002): Byggðir og búseta, útg. Hagfræðistofnun bls. 129-133. 12 Borgþór Kjærnested, 2010, sjá hér að ofan. 13 Hagfræðistofnun (2011): Þróun á húsnæðismarkaði og samanburður við önnur lönd, júlí, unnin fyrir Íbúðalánasjóð. HEIMILDIR Tafla 1. Staðir sem standa höllum fæti. Heimildir: Hagstofan, útreikningar höfundar. V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.