Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 19

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 19
19 bátar eru gerðir út. Öflugur vinnumarkaður skiptir meira máli, auk góðra samgangna, svo að auðvelt sé að flytja aflann á markað. Stundum hafa þéttbýliskjarnar orðið til sem þjónustumiðstöðvar í landbúnaðarhéruðum. Selfoss og Egilsstaðir eru dæmi um það. Smám saman hefur hlutverk þessara staða aukist. Bent hefur verið á að á seinni árum skipti meira máli fyrir viðgang íslenskra bæja að þeir liggi vel við samgöngum en að þeir séu nærri fiskimiðum.9 af hverju flytur fólk ekki úr fásinninu? Oft virðist vera hagkvæmara að gera út stór skip en smábáta. Eftir því sem skip stækka skiptir nálægð við mið minna máli. Hvað heldur þá lífinu í litlum bæjum við sjávarsíðuna? Kjör hafa lengi verið slæm í landbúnaði. Því mætti eins spyrja hvers vegna sveitir landsins hafi ekki tæmst. Margir sækja í kyrrð sem helst er í boði á fámennum stöðum. Þótt höfuðborgin stækki leita margir skjóls fyrir asa borgarinnar í sumarbústöðum. Þeir eru ekki aðeins í sveitum. Einnig er algengt að Reykvíkingar og fleiri eigi sér afdrep í fámennum kauptúnum. Á Siglufirði var fjórðungur íbúða skilgreindur sem frístundahúsnæði fyrir nokkrum árum og á Ólafsfirði var hlutfallið 10%.10 Svipaðar ástæður eru líklega fyrir því að margir vilja ekki eiga heima í stórum bæjum. Í kauptúnum skiptir hver og einn líka meira máli en í þéttbýlinu. Fólk vill vera þar sem það ólst upp, nærri vinum og ættingjum. En einnig skiptir máli að verðmæti liggja í húsum, götum og öðrum mannvirkjum, sem ekki verða auðveldlega flutt í burtu. Hús í Reykjavík kosta tugum milljóna króna meira en fá má fyrir sambærileg hús víða á landsbyggðinni. Í Noregi er fólki sums staðar óheimilt að eiga hús nema það eigi þar heima. Þar heldur ásókn í þéttbýli og framleiðni Eins og frásagnirnar hér að framan bera með sér geta byggðir eyðst á skömmum tíma þegar fólki er á annað borð farið að fækka. Skýringin er ekki bara að hreyfing komi á hópinn þegar einhver fer, heldur líka að lífið verður á ýmsan hátt erfiðara þegar fólki fækkar. Erfiðara er að kaupa nauðsynjar, lengra er í skóla og þjónustu lækna og ljósmæðra. Minna er um mannfundi og afþreyingu. Í þéttbýli er meira af þessu öllu. Þar má fá margs konar störf og fyrirtæki geta valið úr fjölbreyttu vinnuafli. Nýlega hafa fræðimenn mælt samhengi þéttbýlis og framleiðni (afkasta miðað við tilkostnað) í Bandaríkjunum og Evrópu. Svo er að sjá að ekki séu efri mörk á hagræði af þéttbýli. Afköst halda áfram að aukast eftir því sem fólk býr þéttar.8 Stundum hafa borgir orðið til á mótum vega eða vegna nálægðar við námur eða fiskimið. En þegar þær stækka skiptir minna máli hvar þær eru. Mestu skiptir að þar er margt fólk. Nú eiga tveir af hverjum þrem Íslendingum heima á höfuðborgarsvæðinu og 3 af hverjum 4 landsmönnum eru í innan við klukkutímaakstursfjarlægð frá Reykjavík. Fjölmennið er meginskýringin á vinsældum borgarinnar. önnur landgæði Hér á landi hafa flestir bæir orðið til í grennd við fiskimið. Þegar róið er á litlum bátum skiptir mestu að aflinn sé ekki langt undan. Fólki fjölgaði um tíma í Flatey á Skjálfanda vegna þess að fiskimið voru í grennd við eyna. En þegar bátar stækkuðu virðist forskotið á Húsavík ekki hafa verið nóg til þess að það tæki því að gera út frá eynni. Grímsey er fjær landi og hún hefur haldist í byggð. Fyrir togaraútgerð er ekki eins mikilvægt að vera nálægt miðum og þegar Rekavík bak Látur 1927. Mynd: Hans Kuhn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.