Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 25

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 25
25 Við stríðslok má segja að ný samgöngubylting hafi orðið þegar einkabílar komust í almenna notkun. Áður hafði borgin vaxið hratt hlutfallslega, en hægði skyndilega á eftir 1940. Við lok stríðsins bjuggu 40% þjóðarinnar í höfuðstaðnum og eftir það hefur Reykvíkingum fjölgað jafnhratt og þjóðinni í heild. Síðustu áratugi hefur þéttbýlið einkum vaxið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, sem hafa stækkað, tengst saman og orðið að einu stóru borgarþéttbýli. Leiða má að því getum að bílavæðing þjóðfélagsins á árunum eftir stríð hafi skapað Stór-Reykjavíkursvæði þar sem atvinna, verslun og þjónusta varð samþætt fyrir svæðið í heild. Bæjarkjarnarnir í kringum Reykjavík gátu boðið upp á lægra fasteignaverð og meira rými en gafst í höfuðborginni sjálfri og gátu þannig lokkað til sín margt fólk. Nú búa um 27% landsmanna í nágrannasveitarfélögunum en 37% í Reykjavík. Skipulagslegt tímarúm Höfuðborgarsvæðið hefur nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum, er komið að ákveðnum þolmörkum. Á síðustu árum hafa skapast sterkir hagrænir hvatar til þéttingar byggðar með hækkandi eldsneytisverði og vaxandi umferðarálagi, sem hafa aukið bæði ferðatíma og ferðakostnað innan borgarsvæðisins. Ásókn fólks í það að búa nær miðju borgarinnar hefur vaxið svo það eigi hægar með að sækja vinnu, þjónustu og menningu. Þessu til viðbótar hafa lægri vextir og fleiri möguleikar til fasteignafjármögnunar auðveldað fólki að kaupa húsnæði nær miðju borgarinnar. Búsetuvalið stendur á milli þess að „kaupa eða keyra“ – það er kaupa tiltölulega dýrt húsnæði miðsvæðis vegna nálægðarinnar eða keyra langa leið frá ytri mörkum borgarinnar þar sem fermetraverð er lægra en í miðbænum. Báðir þessar þættir – hækkandi eldsneytisverð og lækkandi vextir – hafa nú snúist á sveif með miðbænum. Breytingar í atvinnuháttum, einkum vöxtur þjónstugreina – allt frá ferðaþjónustu til ýmis konar sérhæfðrar þjónustu – munu einnig leggjast á sömu sveif. Þegar litið er fram má búast við aukinni þéttni í búsetu á höfuðborgarsvæðinu og þá jafnframt að bæði fasteignaverð og húsaleiga á miðlægum svæðum muni hækka töluvert. Hægt er að orða það svo að Reykjavík sé aftur á leið til fortíðar. byggingu þeirra á töluverðum tíma, en verktakafyrirtæki þekktust varla. Að þessu leyti var Reykjavík algerlega sér á parti miðað við aðrar borgir á Norðurlöndum.4 Hægt væri að orða það sem svo að þetta byggingarlag hafi leitt til mjög góðrar nýtingar á rými, þegar stórar fjölskyldur kúrðu undir hanabjálka eða kúldruðust í dimmum kjöllurum. Borgin breiðir úr sér Það er í sjálfu sér ekki einsdæmi að þéttbýli vaxi í landfræðilegri spennitreyju. Það var fremur regla en undantekning á fyrri tíð fyrir daga járnbrauta og á tímum borgarmúra. Kaupmannahöfn var haldið innan þröngra virkismúra allt fram á miðja nítjándu öld. Landfræðilegar takmarkanir hljóta alltaf að leiða til góðrar landnýtingar, og gamlir bæjarhlutar eru eftirlæti ferðamanna þar sem hægt er að ganga á milli staða. Það skiptir þó helst máli fyrir sögu Reykjavíkur hvað umskiptin í þróun byggðarinnar voru snögg með tilkomu almenningssamgangna eftir 1931 og almenningseignar á bifreiðum eftir 1960. Þá byrjaði borgin að breiða úr sér. Kannski er hugtakið víðáttubrjálæði hið eina rétta til þess að lýsa þróun byggðarinnar á næstu árum, er Reykjavík breytist frá því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta. Á sjötta áratugnum var borgarradíusinn kominn í 4-5 kílómetra frá miðbæ og jafnframt var sprottið upp þéttbýli í Kópavogi í 5-7 km fjarlægð. Enn sunnar voru hús farin að rísa í Garðahreppi. Í Reykjavík voru árið 1950 um 56 þúsund manns, en í nágrannasveitarfélögunum níu þúsund íbúar. Þessi víkkun á borgarradíusinum var einkum tilkomin vegna bættra almannasamgangna, þar sem hin nýju hverfi voru oft og tíðum byggð upp með hliðsjón af leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur og virðist hafa átt sér stað í nálægt því skipulagslegu tómarúmi, þar sem heildarhugsun var vart til um þróun borgarinnar. 1 Sjá nánar í Félagsmál á Íslandi, bls. 279 til 282, gefið út af Félagsmálaráðuneytinu 1942. 2 Sjá nánari umfjöllun í Byggðir og Búseta: Þéttbýlismyndun á Íslandi. Haustskýrsla Hagfræðistofnunar 2002. Höfundar Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson. 3 Sjá nánar í „Um lán til bygginga“, grein eftir Aron Guðbrandssson sem birtist í ritinu Húsakostur og híbýlaprýði er gefið var út af Máli og Menningu 1939. 4 Sjá umfjöllun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1966, bls 37-43. HEIMILDIR Reykjavík Kaupmhöfn Munur 2 herbergi 828 444 86% 3 herbergi 1.299 641 103% 4 herbergi 1.630 802 103% 5 herbergi 2.150 1.147 87% 6 herbergi 2.610 1.560 67% Niðurstöður húsaleigukönnunar árið 1928 um meðalleigu í Reykjavík og Kaupmannahöfn V

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.