Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 15

Vísbending - 23.12.2013, Blaðsíða 15
15 og föt. Eina kú tóku þau með sér til Bolungarvíkur og Sigrún hafði heimilisköttinn í kassa hjá sér á siglingunni. Síðan hafa þorpin í Jökulfjörðum verið hljóð og yfirgefin nema á seinni árum yfir sumarið, þegar brottfluttir afkomendur leita þar að uppruna sínum og rótum í skini miðnætursólarinnar. Þótt nákvæm tala liggi ekki fyrir virðast um það bil 30 íbúðarhús hafa verið skilin auð eftir á Hesteyri og í Aðalvík. Fólkið gekk út úr húsum sem það hafði ef til vill byggt sjálft með tvær hendur tómar og hóf annað líf uppbyggingar á nýjum stað. Af dagblöðum þessa tíma má ráða, að hið opinbera hafi lagt íbúum eitthvert lið við hina eiginlegu flutninga, með því t.d. að senda skip eftir fólki og farangri, en ekki verður séð að neinar bætur hafi verið greiddar. Í heild má segja að landsvæðið norðan Snæfjallastrandar um Jökulfirði og Hornstrandir allt suður til Norðurfjarðar á Ströndum hafi hlotið sömu örlög á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og næsta áratug þar á eftir. Víglína byggðarinnar færðist hægt og rólega suður á bóginn og eftir að þorpin í Jökulfjörðum og Aðalvík voru farin í eyði lá þessi lína um Grunnavík. Maður er manns gaman og smátt og smátt safnaðist fólk af sveitabæjum saman í litlum byggðakjarna í Grunnavík og veitti þar síðustu viðspyrnuna með því að smíða bryggju, leggja svolítinn vegarstúf milli bæja og vélvæðast eftir því sem við var komið. En haustið 1962 féll það virki einnig og síðustu íbúarnir í Grunnavík kvöddu bæjarhúsin í síðasta sinn og sigldu fyrir Bjarnarnúp í suðurátt. Í viðtölum við brottflutta íbúa Sléttuhrepps má lesa að samgönguleysi og einangrun var fólki á þessum slóðum ekki eins mikil áþján og nútíminn ætlar. Allir voru aldir upp við samgöngur á sjó og töldu þær nægja. Samfélagsþjónusta eins og skólahald og læknisþjónusta virðist hafa verið mun mikilvægari í augum íbúanna og menn virðast telja það þáttaskil þegar síðasti læknir héraðsins flytur frá Hesteyri 1943. Í ævisögu Hallgríms Jónssonar, sem lengi bjó á Dynjanda í Jökulfjörðum en síðustu árin í Grunnavík, kemur skýrt í ljós að síðustu íbúarnir létu undan þrýstingi tíðarandans og fóru nauðugir á vit reglulegrar launavinnu og fjölmennara samfélags í þéttbýlinu, sannfærðir um að heimabyggðin væri samt sem áður einskonar Paradís á jörð. Hvergi væri fegurra og betra mannlíf en það sem þar blómstraði meðan sveitirnar voru fullar af fólki. Eyðieyjar áður í byggð Straumur fólks úr jaðarbyggðum til þéttbýlis hefur líklega aldrei verið þyngri en á áratugunum frá 1940 til 1960. Víða í þeirri sögu sjást merki þess að þegar byggðakjarni hefur náð einhverjum þolmörkum eða neðri mörkum er eins og stífla bresti og síðustu íbúarnir fara í einum hóp frekar að en að tínast burtu einn og einn. Þetta gerðist t.d. í Sléttuhreppi eins og rakið er hér að ofan. Annað dæmi um svona mörk er að finna í byggðasögu Flateyjar á Skjálfanda. Eyjan er 2,8 ferkílómetrar að stærð og er stutt undan landi á Skjálfandaflóa steinsnar frá Húsavík og byggðinni á Flateyjardal, meðan hún varði. Í Flatey var byggð frá landnámi og á staðurinn sér allmerka sögu í margvíslegum skilningi. Í eynni hafði myndast dálítið sjávarþorp í verið hröð. Líklegt er að flestir Íslendingar sem í dag búa í borg eigi einhverjar rætur í sveit eða dreifbýli og hafi alist upp við að talað væri um þær fornu slóðir með eftirsjá og angurværð og til þeirra horft gegnum rósrautt gler. Höfuðborg Sléttuhrepps Eitt af hinum hljóðu eyðiþorpum á Íslandi er Hesteyri, sem stendur við fjörð sem dregur nafn sitt af eyrinni, einn af Jökulfjörðum. Bújörðin Hesteyri, forðum metin til 24 hundraða, breyttist í lítið þorp í upphafi 20. aldar. Breytingar í atvinnumálum réðu för því á Stekkeyri sem er í túnfætinum á Hesteyri reistu norskir athafnamenn stóra hvalveiðistöð árið 1890. Með Norðmönnum komu nýir siðir, gluggi út í heiminn, peningar og atvinna allt árið. Hvalstöðin var rekin til 1915 þegar gildi tók 10 ára hvalveiðibann við Ísland. Hún varð síðust norskra hvalveiðistöðva til þess að hætta rekstri. Svo kom síldin og árið 1927 var gömlu hvalstöðinni breytt í síldarbræðslu og þar kynti Kveldúlfur katlana fram til ára seinni heimsstyrjaldar. Hesteyri tilheyrði Sléttuhreppi sem náði um Jökulfirði alla, Aðalvík og allt norður að Horni. Á síðustu árunum fyrir stríðið voru íbúar í hreppnum rúmlega 400 talsins. Um leið og Ísland var hernumið og skyndilega næga vinnu að fá fór af stað skriða fólksflutninga. Hinar strjálu sveitir og víkur Sléttuhrepps tæmdust í einu vetfangi. Þéttbýlið á Hesteyri hélt þó stöðu sinni og sama má segja um tvo ámóta byggðakjarna í Aðalvík, sem voru á Sæbóli og Látrum. Á þessum stöðum bjó kynslóð fólks sem hafði komið undir sig fótunum og var tengdara staðnum en unga fólkið sem varð fyrst til þess að flytja. Hesteyri var nokkurs konar miðstöð stjórnsýslu í Sléttuhreppi, því þar var læknir, barnaskóli frá 1884, loftskeytastöð frá 1922 og 1939 var lagður sæstrengur í land á Hesteyri frá Grunnavík og þá komst plássið í símasamband. Á Hesteyri var verslun og fiskmóttaka og má því vel kalla staðinn höfuðstað Sléttuhrepps. Þrátt fyrir símann og sæmilega fiskgengd á stríðsárunum hélt fólkið áfram að streyma suður og eftir því sem bátar og skip stækkuðu varð sífellt erfiðara að reka útgerð í hafnleysinu í Sléttuhreppi. Hér verður ekki grúskað í meðalaldri íbúanna, en án efa hefur hann hækkað býsna hratt á þessum árum, enda barnafjöldi hvers byggðarlags skýrasta vísbendingin um framtíð þess og er svo enn í dag. Eftir stríð sátu nokkrir eldri íbúar Sléttuhrepps sem fastast og héldu áfram að lifa og berjast með sama hætti og þeir höfðu alltaf gert. Vorið 1952 var haldinn hreppsnefndarfundur í Sléttuhreppi. Segja má að niðurstaða fundarins hafi verið alger uppgjöf, því þar var samþykkt eða gjört kunnugt að 30 íbúar myndu að flytja brott í sumarlok en það voru að heita má allir íbúarnir. Í október um haustið dró til tíðinda. Fyrsta okt. 1952 var símstöðvunum á Hesteyri og Aðalvík lokað, 9. október var síðasti fundur hreppsnefndar og þann 15. október lagðist strandferðaskipið Skjaldbreið við akkeri á Aðalvík og tók síðustu íbúana þar um borð. Þá voru Sölvi Betúelsson og kona hans Sigrún Bjarnadóttir ein eftir ábúenda í hreppnum. Þau bjuggu á Hesteyri, en Sölvi var hreppstjóri og leiðtogi byggðarlagsins. Sölvi og Sigrún fóru með Fagranesinu til Bolungarvíkur 1. nóvember 1952 með farangur sinn, búsmuni

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.