Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 9

Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 9
• Á gangi í mannmergðinni í New York. Dr. Sigrún Stefánsdóttir er einhver reynd- asti og vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hún stendur nú á tímamótum í lífi sínu og ræðir hér í einlægu viðtali um störf sín og lífsskoðanir. Hún kynnir stórmerkilega út- komu úr rannsókn sinni á stöðu kvenna í íslenskum sjónvarpsfréttum og hefur sitt- hvað að segja um jafnréttismál, fjölmiðla og margt fleira. Við Sigrún mæltum okkur mót á 51. stræti við Lexington á Manhattan í New York. Ys og erill borgarlífsins var í hámarki enda Þakkargjörðardagur degi fyrr og þá er aldrei meira verslað í borginni - einskonar Þorláks- messa þeirra Bandaríkjamanna stendur yfir. Aðstæðurnar eru vel við hæfi þegar Sigrún Stefánsdóttir á í hlut; spenna, hraði og krefj- andi tímaáætlanir. Hún sjálf á hraðferð frá Minnesota á leið til íslands þar sem hennar annað heimili er. „Ég hef eiginlega fundið mér nýjan titil," segir hún þegar við rekumst á í lobbýinu á Summit hótelinu og hefjum vonlitla leit að rólegu afdrepi fyrir viðtalið. „Ég kalla mig förukonu. Ég þekkti eitt sinn síðustu föru- konuna á íslandi norður í Svarfaðardal, en þetta orð hefur nánast dáið út því flökku- kerlingar eru ekki til lengur. Ég bý bæði í Reykjavík og í Minneapolis og reyni svo að deila lífi mínu niður á þessa tvo staði.“ í Bandaríkjunum eru slíkir kallaðir „commuters“; hjón í krefjandi störfum, búa á sitt hvorum staðnum og þeysast svo á milli þegar frítími gefst. „Þetta er að verða við- tekin venja héma,“ segir Sigrún, „og heima á íslandi eiga margir mjög erfitt með að skilja að svona nokkuð geti gengið til frambúðar. Eiginmaður minn, Dr. Dean Abrahamson, starfar í Minneapolis en ég hef ekki haft áhuga á að festa rætur hér. Ég er svo mikill íslendingur í mér að ég tími hreinlega ekki að fara að vinna við fjölmiðlun í Bandaríkjun- um þó að Dean hafi reyndar rætt þann möguleika.“ Á þeytingi milli heimsálfa 35 ára að aldri dreif Sigrún sig í háskólanám til Minnesota í Bandaríkjunum og lauk BA- prófi í fjölmiðlafræði á helmingi styttri tíma en venja er á þeim bæ. Þetta var á árunum 1983 og 1984 og á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur hún ýmist verið hér á íslandi við fréttamennsku og kennt fjölmiðlafræði við Háskóla íslands eða haldið sig af kappi við áframhaldandi nám. í maí á þessu ári varði hún svo doktorsritgerð sína við Háskólann í Minnesota. í ritgerðinni gerir Sigrún saman- burð á notkun og uppbyggingu skólasjón- varps í Danmörku og í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum og fjallar um það hvemig reynslan af notkun þessara tveggja sjón- varpskerfa megi nýtast við íslenskar að- stæður. Það var í Minnesota sem Sigrún kynntist núverandi eiginmanni sínum. Hann starfar sem prófessor við Hubert Humphrey stofn- unina í Háskólanum í Minnesota. Hann er læknir og eðlisfræðingur að mennt og er virtur sérfræðingur hvað varðar uppbygg- ingu kjarnorkuvera og áhrif þeirra en er reyndar mikill andstæðingur nýtingu kjam- 9

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.