Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 9

Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 9
• Á gangi í mannmergðinni í New York. Dr. Sigrún Stefánsdóttir er einhver reynd- asti og vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. Hún stendur nú á tímamótum í lífi sínu og ræðir hér í einlægu viðtali um störf sín og lífsskoðanir. Hún kynnir stórmerkilega út- komu úr rannsókn sinni á stöðu kvenna í íslenskum sjónvarpsfréttum og hefur sitt- hvað að segja um jafnréttismál, fjölmiðla og margt fleira. Við Sigrún mæltum okkur mót á 51. stræti við Lexington á Manhattan í New York. Ys og erill borgarlífsins var í hámarki enda Þakkargjörðardagur degi fyrr og þá er aldrei meira verslað í borginni - einskonar Þorláks- messa þeirra Bandaríkjamanna stendur yfir. Aðstæðurnar eru vel við hæfi þegar Sigrún Stefánsdóttir á í hlut; spenna, hraði og krefj- andi tímaáætlanir. Hún sjálf á hraðferð frá Minnesota á leið til íslands þar sem hennar annað heimili er. „Ég hef eiginlega fundið mér nýjan titil," segir hún þegar við rekumst á í lobbýinu á Summit hótelinu og hefjum vonlitla leit að rólegu afdrepi fyrir viðtalið. „Ég kalla mig förukonu. Ég þekkti eitt sinn síðustu föru- konuna á íslandi norður í Svarfaðardal, en þetta orð hefur nánast dáið út því flökku- kerlingar eru ekki til lengur. Ég bý bæði í Reykjavík og í Minneapolis og reyni svo að deila lífi mínu niður á þessa tvo staði.“ í Bandaríkjunum eru slíkir kallaðir „commuters“; hjón í krefjandi störfum, búa á sitt hvorum staðnum og þeysast svo á milli þegar frítími gefst. „Þetta er að verða við- tekin venja héma,“ segir Sigrún, „og heima á íslandi eiga margir mjög erfitt með að skilja að svona nokkuð geti gengið til frambúðar. Eiginmaður minn, Dr. Dean Abrahamson, starfar í Minneapolis en ég hef ekki haft áhuga á að festa rætur hér. Ég er svo mikill íslendingur í mér að ég tími hreinlega ekki að fara að vinna við fjölmiðlun í Bandaríkjun- um þó að Dean hafi reyndar rætt þann möguleika.“ Á þeytingi milli heimsálfa 35 ára að aldri dreif Sigrún sig í háskólanám til Minnesota í Bandaríkjunum og lauk BA- prófi í fjölmiðlafræði á helmingi styttri tíma en venja er á þeim bæ. Þetta var á árunum 1983 og 1984 og á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur hún ýmist verið hér á íslandi við fréttamennsku og kennt fjölmiðlafræði við Háskóla íslands eða haldið sig af kappi við áframhaldandi nám. í maí á þessu ári varði hún svo doktorsritgerð sína við Háskólann í Minnesota. í ritgerðinni gerir Sigrún saman- burð á notkun og uppbyggingu skólasjón- varps í Danmörku og í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum og fjallar um það hvemig reynslan af notkun þessara tveggja sjón- varpskerfa megi nýtast við íslenskar að- stæður. Það var í Minnesota sem Sigrún kynntist núverandi eiginmanni sínum. Hann starfar sem prófessor við Hubert Humphrey stofn- unina í Háskólanum í Minnesota. Hann er læknir og eðlisfræðingur að mennt og er virtur sérfræðingur hvað varðar uppbygg- ingu kjarnorkuvera og áhrif þeirra en er reyndar mikill andstæðingur nýtingu kjam- 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.