Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 46

Þjóðlíf - 01.12.1987, Qupperneq 46
• Um Lawson fjármálaráðherra má segja að hann hafi teflt á tvær hættur undanfarið. ÁHRIFIN Á ÞJÓÐARBÚIÐ. Allar efna- hagsspár eru varhugaveröar um þessar mundir. Meðan viðbrögð Bandaríkjastjórn- ar eru óljós er erfitt að segja til um hversu mikill samdráttur verður í heimsviðskiptum. I þessu sambandi er ýmist talað um að fallið endi með mjúkri lendingu eða skelli. Að mati Alan Budd í London Business School mun verðhrunið í fyrsta lagi minnka auðlegð í heiminum, og þar með draga úr neyslu, og í öðru lagi auka fjármagnskostnað fram- leiðslufyrirtækja. Þetta mun draga úr fram- leiðslu og útflutningi/innflutningi í heimin- um, - hversu mikið veltur á því hvort verð- hrunið endar með skelli eða ekki. Flestar spár gera núna ráð fyrir mjúkri lendingu. í spá hagfræðideildar Oxfordhá- skóla er reiknað með, að hagvöxtur í Banda- ríkjunum minnki og að það, ásamt fyrirhug- uðum skattahækkunum, dragi úr neysiu. Það mun ekki hafa mikil áhrif á breska þjóðarbú- ið því viðskiptajöfnuður þjóðanna verður áfram svipaður. örlítið mun draga úr hag- vexti í Bretlandi á næstu tveimur árum, en m.a. vegna vaxtalækkana sem þegar hefur verið gripið til verður verðbólgu haldið í svipuðum skorðum og undanfarið. Atvinnu- leysi verður áfram á undanhaldi á næsta ári, að mati sérfræðinganna í Oxford, en óvíst er hvort nýjum störfum fjölgi áfram á árinu 1989. Þar ræður miklu hversu mikið fé verð- ur fáanlegt til áhættusamra framkvæmda, en það er einn stærsti óvissuþátturinn í þessum spám. Það er því næsta víst, að á næstu árum munu efnahagshjólin bresku aðeins hægja á sér vegna verðhrunsins mikla. Sumir hafa þó bent á, að jafnvel þó svo fari muni hagur Breta vænkast þegar til lengri tíma er litið, því helstu samkeppnisþjóðirnar, Banda- ríkjamenn, Japanir og jafnvel V-Þjóðverjar, muni fara verr út úr þessum þrengingum. Nigel Lawson, fjármálaráðherra, átti e.t.v. við þetta þegar hann í nýlegri fjárlagaræðu sinni sagði að breska þjóðarbúið væri á há- tindi veraldar. Lawson var fullur bjartsýni í þessari ræðu og gaf til kynna, að í aprílfjár- lögunum mætti vænta svokallaðrar þrennu, annað árið í röð. Þrennan er aukin útgjöld ríkissjóðs, lækkun skatta og minni skuldir ríkissjóðs. Ræöan var flutt tveimur vikum eftir að verðhrunið hófst og þótti mörgum Lawson taka mikla áhættu með þessu bjart- sýnistali og stjórnarandstaðan kallaði ræðu hans „súrrealíska ritæfingu". Ef marka má spár og umsagnir blaða og tímarita síðan þá, virðist margt benda til þess að breska þjóðar- búið fari ekki illa út úr þessu mikla verðfalli og líkur eru á, að bjartsýnisdraumar fjár- málaráðherrans verði að veruleika. Ekki skal skorið úr því hér hvort því valdi þær aðgerðir sem hann hefur gripið til eða utan- aðkomandi aðstæður. Hitt er þó víst að álitið á Nigel Lawson meðal þingmanna íhalds- flokksins hefur á síðustu vikum vaxið í öfugu hlutfalli við verðfall hlutabréfanna í Kaup- höllinni. Verðhrunið undanfarnar vikur er án efa mesta áfall kapítalismans frá því í Kreppunni miklu. Án efa mun það hafa mikil áhrif á umræður manna um framhald og þróun auð- hyggju samtímans, jafnt í Bretlandi sem annars staðar. Breska þjóðarbúið slapp að mestu með skrekkinn og e.t.v. segir það sína sögu, að þrátt fyrir þennan mikla skjálfta kapítalismans hrikti ekki í stoðum íhalds- flokksins breska. • Ásgeir Fríðgeirsson/London HAUKUR & ÓLAFUR HF. ÁRMÚLA 32 - REYKJAVlK - SlMI 37700 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.