Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 11
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 4 Ávinningur fyrir feður af fjölskyldumeðferðarsamtali fyrir útskrift af meðgöngu- og sængurkvennadeild Rannveig Rúnarsdóttir’, Ólöf Ásta Ólafsdóttir1-3 og Erla Kolbrún Svavarsdóttir13 Kvenna- og bamasviði1, þróunarverkefni framkvæmdastjóra hjúkrunar Landspítala2, hjúkrunarfræðideild HÍ3 rannvrun@landspitali.is Inngangur: Þátttaka feðra í barneignarferlinu hefur aukist undanfama áratugi. Samhliða þeirri þróun hefur viðvera þeirra í sængurlegu aukist. Þrátt fyrir aukna viðveru feðra á sængurkvennadeildum hefur reynsla og upplifun þeirra á fyrstu dögum barnsins lítið verið rannsökuð. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort ávinningur feðra sem fengu fjölskyldumeðferðarsamtal, byggt á hugmyndafræði Calgary fjölskylduhjúkrunarmódelsins, kvöldið fyrir heimferð sé meiri en þeirra sem fengu hefðbundið útskriftarviðtal af meðgöngu- og sængurkvenna- deild Landspítala. Aðferðir: Rannsóknin er megindleg matsrannsókn og var notað hálf- staðlað tilraunasnið með forprófi og eftirprófi. Alls tóku 14 feður þátt í rannsókninni, sjö í tilraunahóp (n=7) og sjö í samanburðarhóp (n=7). Allir feðurnir svöruðu fyrir meðferð bakgmnnsupplýsingum og spumingar- lista um upplifun af fræðslu og tilfinninga- og hegðunarlegum stuðningi til fjölskyldu sinnar (ICE- Family Perceived Educational, Emotional and Behavioural Support). Þremur dögum eftir heimferð svömðu feðurnir aftur sama spumingalista. Niðurstöður: Niðurstaðan var sú að feður í tilraunahópnum upplifðu ekki meiri stuðning af hálfu ljósmóður/hjúkrunarfræðings eftir fjöl- skyldumeðferðarsamtalið en feður í samanburðarhópnum. Ályktun: Rannsóknin gefur vísbendingu um mikilvægi þess að rannsaka frekar reynslu feðra í sængurlegu með stærra úrtaki. Þær niðurstöður væri hægt að nýta til að aðlaga betur fjölskyldumeðferðarsamtalið að þessum skjólstæðingahóp, byggt á reynslu af hefðbundnu útskriftar- viðtali. 5 Heilsa og liðan nýrnaþega á íslandi Hildigunnur Friðjónsdóttir1, Margrét Bima Andrésdóttir2, Hildur Einarsdóttir2, Ama Hauksdóttir3 'Skurölækningasviöi, 3lyflækningasviöi Landspítala, 'Miðstöð lýðheilsuvísinda, Háskóla íslands hildigun@land5pitali.is Tilgangur: Að kanna líðan, heilsu og lífsgæði nýmaígræðsluþega. Stuðningur og upplýsingagjöf til nýmaþega voru könnuð sérstaklega og hvort munur væri á líðan þeirra sem fengu nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Þátttakendur/aðferð: Spurningalisti var sendur til allra nýrnaþega sem fengið hafa ígrætt nýra frá lifandi eða látnum gjafa á fslandi, voru eldri en 18 ára á tíma rannsóknar og gátu tjáð sig á íslenskri tungu (N=96). Annars vegar innihélt spumingalistinn spumingar um bakgmim, sjúkdómsferlið og upplifun nýraþega og hins vegar lífsgæðaspurninga- listann SF-36v2™. Niðurstöður: Alls svöruðu 73 einstaklingar spurningalistanum (76%). Þátttakendur voru á aldrinum 23 til 78 ára og 70% höfðu þegið nýra frá lifandi gjafa. Nýrnaþegar sem fengu nýra frá látnum gjafa höfðu verið lengur í skilun fyrir ígræðslu (p<0,001). Andleg heilsa nýrnaþega (sam- kvæmt SF-36v2) var sambærileg meðaltali samanburðarþýðis (47,28). Líkamleg líðan mældist undir meðaltali samanburðarþýðis (43,56). Ekki var marktækur munur á líðan, heilsu eða lífsgæðum nýraþega eftir því hvort þeir höfðu fengið nýra frá látnum eða lifandi gjafa. Nýrnaþegar sem fengu nýra frá lifandi gjafa höfðu fengið meiri stuðning frá heil- brigðisstarfsfólki. Átján prósent nýmaþega sem fengu nýra frá lifandi gjafa og 46% nýmaþega sem fengu nýra frá látnum gjafa töldu sig hafa vantað fræðsluefni fyrir ígræðslu frá hjúkrunarfræðing. Ályktanir: Andleg heilsa nýrnaþega var sambærileg við samanburðar- þýði, en líkamleg heilsa var verri. Álykta má að verri líkamleg líðan skýrist m.a. af því að skilunarmeðferð, sem flestir nýrnaþegar þurfa fyrir aðgerð, er erfið og getur skert athafnafrelsi og ónæmisbælandi lyfjameð- ferð eftir aðgerð getur haft áhrif á heilsu og líðan. Nýrnaþegar höfðu fengið stuðning og fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki, en töldu sig hafa þurft meira af slíku. Sérstaklega þarf að huga að þeim sem fá ígrætt nýra frá látnum gjafa í því tilliti. 6 Kynheilbrigðisþjónusta: þróun mælitækis Sóley S. Bender12, Helga Sif Friðjónsdóttir1, Guðný Bergþóra Tryggvadóttir1, Yvonne K. Fulbright1 Hjúkrunarfræðideild HÍ1, Landspítala2 ssb@hi.is Inngangur: Þau mælitæki sem hafa verið notuð til að kanna viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu hafa að takmörkuðu leyti verið byggð á hugmyndafræðilegum þáttum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að þróa og forprófa mælitæki sem byggðist á hugmyndafræðilegum forsendum. Aðferð: Gerð var fræðileg úttekt á rannsóknum á viðhorfum ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu yfir tímabilið 1998-2008. Niðurstöður rann- sóknanna voru flokkaðar í fimm flokka sem voru aðgengi að þjónust- unni, stjórnun þjónustunnar, gæði þjónustunnar, mikilvægir aðilar og persónulegir þættir. Mælitæki var þróað sem byggðist á þessari flokkun. Gerð var landskönnun meðal 2500 ungmenna á aldrinum 18-20 ára þar sem mælitækið, sem innihélt 29 atriði, var forprófað og gerð á því þátta- greining. Niðurstöður: Þáttagreiningin sýndi fram á fjóra af þeim fimm þáttum sem fræðilega úttektin byggðist á. Þættirnir voru gæði þjónustunnar, mikilvægir aðilar, stjórnun þjónustunnar og persónulegir þættir. Tveir þættir höfðu iimri áreiðanleika, Chronbachs alfa, um eða yfir 0,70. Þátturinn gæði þjónustunnar innihélt 12 atriði og hafði innri áreiðanleika sem var 0,88. Hinir þættirnir byggðust á 2-4 atriðum. Ályktanir: Sá þáttur sem mældi gæði þjónustunnar kom sterkast út. Frekari rannsóknir á öðrum atriðum er nauðsynleg. Áfram þarf að þróa mælitækið á þessu sviði til að geta betur greint hvað sé ungu fólki mikil- vægt er varðar kynheilbrigðisþjónustu. 7 Þróun hugmyndafræðilegs líkans um ráðgjöf um getnaðarvarnir Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ og Landspítala ssb@hi.is Inngangur: Rannsóknir á árangri ráðgjafar um getnaðarvarnir hafa lítt byggst á hugmyndafræðilegum grunni. Rannsakendur hafa bent á nauðsyn þess að þróa hugmyndafræðilegt ráðgjafarlíkan sem hægt sé að mæla á vísindalegan hátt. Tilgangur þessa verkefnis var að þróa slíkt líkan. Aðferð: Stuðst var við hugmyndafræðilega og klíníska nálgun við þróun líkans um ráðgjöf um getnaðarvarnir. Ráðgjafarlíkön um getnaðarvarnir ásamt kenningar um heilbrigðishegðun voru skoðaðar með tilliti til þess að greina grundvallar hugmyndafræðilega þætti sem væru mikilvægir fyrir þróun líkans um getnaðarvarnir. Jafnframt var stuðst við viðamikla LÆKNAblaðið 2012/98 11

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.