Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 33
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 72 Kverkeitlar sórasjúklinga eru frábrugðnir kverkeitlum einstaklinga með endurteknar sýkingar Sigrún Laufey Sigurðardóttir* 1-2, Ragna Hlín Þorleifsdóttir2, Andrew Johnston3, Helgi Valdimarsson1 Ónæmisfræðideild Landspítala1, læknadeild HÍ:, Háskólanum í Michigan USA, húðlækningadeild3 sigrunls@landspitali.is Inngangun Sóri (psoriasis) er algengur T frumumiðlaður sjálfsofnæmis- sjúkdómur í húð er lýsir sér sem rauðar, upphleyptar skellur þaktar hvítu hreistri. Meingerð sóra virðist sterkt tengd við ónæmisvirkni kverkeitla þar sem hálsbólgur af völdum streptókokka orsaka eða valda versnun í sóraútbrotum auk þess sem sórasjúklingar fá oftar slíkar sýkingar. Markmið: Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort meðfædd ónæmis- svör sórasjúklinga væru afbrigðileg og leiði þar með til aukinnar tján- ingar á sameindum sem mikilvægar eru fyrir meingerð sóra. Aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr 26 kverkeitlum úr sórasjúklingum (PST) og 20 kverkeitlum úr einstaklingum með endur- teknar sýkingar (RT). Frumumar voru litaðar fyrir ýmsum yfirborðsvið- tökum og svipgerð þeirra greind í flæðifrumusjá. Hálsstrok var greint með tilliti til bakteríusýkinga. Tölfræði var metin með Student's t-próf eða Mann-Whitney u-prófi, með marktækni p<0,05. Niðurstöður: T fmmur úr kverkeitlum sórasjúklinga tjáðu marktækt meira af húðrötunarsameindinni CLA heldur en T fmmur úr RT kverk- eitlum. f ljós kom að samband var á milli CLAjákvæðra frumna í kverk- eitlum og blóði sórasjúklinga fyrir kverkeitlatöku. Þá var ennfremur aukning á CCR6 jákvæðum og IL23R+ T fmmum í PST kverkeitlum. PST kverkeitlar voru marktækt oftar sýktir (p=0,0375) af bakteríum og þá sér- staklega streptókokkum af flokki C (p=0,04). Ályktun: Niðurstöðumar samræmast þeirri tilgátu að meðfædd ónæm- issvör í PST kverkeitlum séu afbrigðileg. Hin aukna tjáning á húðröt- unarsameindinni CLA og CCR6 er sérlega áhugaverð þar sem CLA er mikilvægt fyrir rötun til húðar og CCR6 og IL23R er sértækt fyrir TH17 frumur sem eru aðal meinvaldandi frumugerðin í sóra. 73 Áhrif IL1 p og TNFa á sérhæfingu og virkni manna CD4+ T stýrifrumna Snæfríður Halldórsdóttir,1-2, Una Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2 1 Ónæmisfræðideild Landspítala, 'læknadeild HÍ snaefrid@landspitali. is Inngangur: CD4+ T stýrifrumur (Tst) gegna mikilvægu hlutverki í því að viðhalda eðlilegu ónæmissvari og koma í veg fyrir virkjun ofnæmiskerf- isins gegn eigin vef. Tst er skipt í náttúrulegar (nTst) og afleiddar (aTst). nTst myndast í hóstakirtli en aTst þrostkast í útvefjum út frá óreyndum T fmmum í nærvem TGF-fíl og IL-2. Ljóst er að hlutur ósértæka ónæmis- kerfisins í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma er meiri en menn töldu, en þáttur þess í sérhæfingu og virkni CD4+ Tst er ekki ljós. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif bólguboðefna ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD4+ aTst. Aðferðir: (CD4+CD25-) óreyndar T-fmmur voru einangraðar frá heil- kjarna blóðfmmum og ræstar með anti-CD3 í nærveru IL-2 og TGF-pl og/eða bólgumiðlandi boðefna (IL-ip og TNFa). Eftir 5 daga rækt var fjöldi aTst metin (CD25hi/CD127-/FoxP3+) með flæðifrumusjá. Virkni þeirra var metin út frá frumufjölgun CFSE lituðaðra heilkjarna blóð- frumna sem vom ræstar með Epstein-Barr sýktum B frumum hlöðnum með súperantigenum. Niðurstöður: ILip og TNFa hafa afgerandi bælandi áhrif á sérhæfingu CD4+ aTst ex vivo. Bæliprófið sýndi fram á greinilega bælivirkni CD4+ aTst þar sem hækkandi hlutfall þeirra í samrækt hamlaði virkjun og fjölg- un T-fmmna. Jafnframt kom í ljós að CD4+ aTst höfðu jafna bælivirkni á bæði CD4+ og CD8+ manna T frumur. Virknirannsóknirnar staðfestu að IL-ip og TNFa hindra bæði sérhæfingu og virkni CD4+ aTst. Samantekt: Á ónæmisfræðideild hafa verið þróaðar aðferðir sem stuðla að sérhæfingu manna CD4+ aTst auk þess að hægt er að meta bælivirkni þeirra við mismunandi aðstæður. Niðurstöður okkar sýna fram á að bólgumiðlar ósértæka ónæmiskerfisins hafa neikvæð áhrif á sérhæfingu og virkni aTst. 74 Hlutur ósértæka ónæmiskerfisins í sérhæfingu CD8+ stýrifrumna Una Bjarnadóttir1, Snæfríður Halldórsdóttir,1-, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, dæknadeild HÍ unab@landspitali.is Inngangur: CD4+ og CD8+ T stýrifrumur (CD4+/CD8+ TSt) gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun ónæmisviðbragða líkamans með því að bæla bólguviðbrögð (anti-inflammatory function) og hindra fmmuvöxt (anti-proliferation function). Þar hefur þáttur CD4+ TSt verið rann- sakaður mun meira en hlutverk CD8+ TSt. Ýmislegt bendir til þess að CD8+ TSt hafi mikilvægu hlutverki að gegna í sjálfsofnæmisjúkdómum, ígræðslum, líffæraflutningum og vörnum líkamans gegn bæði smit- sjúkdómum og krabbameini. Nýlegar rannsóknir okkar hafa sýnt að bólgumiðlar ósértæka ónæmiskerfisins hafa veruleg áhrif á sérhæfingu CD4+ TSt. Hins vegar em áhrif ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu CD8+ TSt ekki eins vel þekkt. Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna áhrif anga- frumna og bólgumiðla (IL-ip, TNF-a) ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu CD8+ TSt og skoða bælivirkni þeirra. Aðferðir: CD8+CD25-CD45RA+ vom einangraðar með seguleinangrun úr einkjarna blóðfrumum. Eftir einangrun var frumum sáð á anti-CD3 húðaðar plötur með og án CD28, IL-2, TGFp-1, IL-ip, eða TNFa. Eftir 5 daga rækt vom fmmur litaðar með flúrljómandi mótehium og svip- greindar með frumuflæðisjá. í framhaldi var bælivirkni könnuð þar sem þroskaðar frumur em settar í samrækt með CFSE (carboxyfluorescein succinimidyl ester) merktum einkjarna blóðfrumum og Epstein-Barr sýktum B frumum sem höfðu verið hlaðnar með súperantigengum (EBsBfr). Niðurstöður: Við ákveðnar aðstæður sérhæfast CD8+CD25-CD45RA+ T frumur í CD8+CD25+FoxP3+ TSt. Slík sérhæfing er háð tilvist TGFþ-1 samhliða IL-2, þar sem fjöldi CD8+ TSt hafði jákvæða fylgni við magn IL-2. Athyglisvert er að hjálparræsing gegnum CD28 viðtakann hafði engin teljandi áhrif á sérhæfingar hæfni CD8+ TSt. Bælivirkni þessara CD8+ TSt var staðfest þar sem þær hindruðu T-frumu fjölgun í kjölfar ræsingar þeirra með EBsBfr. Ályktun: Rannsóknin sýnir fram á tilvist CD8+TSt í mönnum. Þar sem hægt er að stuðla að þroska þeirra ex vivo eykur það vonir okkar að hægt sé að beita slíkum aðferðum við meðferð á T-frumu miðluðum sjálfsohiæmissjúkdómum. LÆKNAblaðið 2012/98 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.