Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 12
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 klíníska reynslu af ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir konur og pör á frjósemisskeiði. Niðurstöður: Sett var fram líkan um ráðgjöf um getnaðarvarnir sem nefnist VELJA líkanið og grundvallast það á fimm máttarstólpum. Það eru Vera velkominn, Einstaklingsbundin upplýsingasöfnun, Leit að góðri getnaðarvörn, Jákvæðni til einnar getnaðarvarnar og Annast notkun sjálfstætt. Líkanið samanstendur af ráðgjafarferlinu, hug- myndafræðilegum þáttum ásamt hvetjandi og letjandi áhrifaþáttum. Hugmyndafræðilegir þættir líkansins eru trúnaður, velferð, samráð og samþætting en einnig samábyrgð, sjálfsvirðing, jafnrétti, sjálfsstjórn og sérþarfir. Ákvörðun um getnaðarvörn er háð upplýsingasöfnun um skjólstæðinginn en ekki síður hugmyndafræðilegum þáttum og hversu vel hvetjandi og letjandi þættir eru skoðaðir með konunni/parinu. Ályktanir: Líkanið sem hér er kynnt er unnt að nota í klínískri vinnu en er einnig hugsað sem hlekkur í þekkingarþróun til að meta árangur af ráðgjöf á þessu sviði. 8 Ákvörðun gæðaviðmiða fyrir RAI-gæðavísa og mat á gæðum á íslenskum hjúkrunarheimilum árið 2009 Ingibjörg Hjaltadóttir1, Anna K. Ekwall2, Ingalilt R. Hallberg2 'Landspítala, 2heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð mgilij@landspitali. is Inngangur: Hlutfall eldra fólks hefur aukist og þá sérstaklega þeirra sem eru 80 ára og eldri. Hjúkrunarheimili hafa því þurft að bregðast við aukinni þörf fyrir umönnun um leið og kröfur um gæði þjónustunnar hafa aukist og að hún sé veitt af fagfólki. Skýr markmið hefur hins vegar skort til að hægt sé að meta gæði þjónustunnar. Markmið: Að ákvarða efri og neðri gæðaviðmið fyrir Resident Assessment Instrument (RAI) gæðavísa, bera þau saman við niðurstöður hjúkrunarheimila árið 2009 og greina hvar umbóta er þörf. Aðferð: Gæðaviðmiðin voru ákvörðuð með Delphi-aðferð og tók 12 manna hópur sérfræðinga þátt í þeirri vinnu. Sérfræðingarnir voru hjúkrunarfræðingar og læknar með mikla þekkingu og reynslu af öldr- unarþjónustu og voru í þeim hópi bæði fulltrúar hjúkrunarheimila í þétt- býli og á landsbyggðinni. Gögnin sem notuð voru í rannsókninni var RAI mat 2247 íbúa sem dvöldu á 47 íslenskum hjúkrunarheimilum árið 2009. Niðurstöður: Efri og neðri gæðaviðmið voru ákvörðuð fyrir 20 RAI- gæðavísa. Þeir gæðavísar sem sýndu miðgildi fyrir ofan efri gæðavið- miðin sem gaf til kynna lök gæði voru: þunglyndiseinkenni (49,4%); þunglyndiseinkenni án meðferðar (18,2%); notkun 9 eða fleiri lyfja (63,8%); notkun róandi lyfja og svefnlyfja (69,2%); algengi lítillar eða engrar virkni. (52,5%). Þeir gæðavísar sem sýndu miðgildi fyrir neðan neðra gæðaviðmið sem gaf til kynna framúrskarandi gæði var gæðavísir- inn um sondugjafir (0,0%). Gæðavísar sem voru með miðgildi á milli efra og neðra gæðaviðmiðs og gáfu til kynna miðlungs gæði voru þvag- eða hægðaleki (59,3%); þvag- eða hægðaleki án reglubundinna salemisferða (7,4%); notkun þvagleggja (7,7%); þyngdartap (8,1%). Ályktun: Delphi-aðferðin reyndist árangursrík aðferð til að ákvarða gæðaviðmið. íslensk hjúkrunarheimili virðast standa sig best í að veita umönnunina vegna þvag- og hægðaleka og í umönnun sem tengist næringu. Sé horft til niðurstaðna þessarar rannsóknar þarf rúmlega helmingur íslenskra hjúkrunarheimila að endurskoða lyfjameðferð, auka virkni íbúanna og bæta umönnun og meðferð þeirra sem hafa einkenni þunglyndis. Gæðavísamir nýtast við skipulagningu þjónustu, gefa vísbendingar um hvar umbóta er þörf og hvar þarf að auka þekkingu starfsmanna. 9 Heilsufar og færni íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum á árunum 1996-2006 Ingibjörg Hjaltadóttir', Ingalill R. Hallberg2, Anna K. Ekwall2, Per Nyberg2 'Landspítala, 2heiIbrigöisvísindadeildHáskólans í Lundi, Svíþjóð ingihj@landspitali.is Inngangur: Þekking á heilsufari og færni íbúa við komu á hjúkmnar- heimili og hvernig þeir þættir hafa þróast yfir tíma er takmörkuð. Markmið: Að kanna heilsufar (stöðugleika heilsufars, verki, þunglyndi, vitræna getu og þvagleka) og færni (sjálfsbjargargeta og virkni) hjá íbúum á íslenskum hjúkrunarheimilum yfir 11 ára tímabil og bera saman höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og vom notuð stikalaus próf við lýs- andi tölfræði og línuleg aðhvarfsgreining og Kí-kvaðratpróf til að greina leitni yfir tíma. Gögnin sem notuð voru í rannsókninni var heilsufarsmat (Resident Assessment Instmment) 2206 íbúa á íslenskum hjúkmnar- heimilum sem metnir höfðu verið innan 90 daga frá komu á hjúkmnar- heimilið á árabilinu 1996 - 2006. Niðurstöður: Meðalaldur íbúanna var frá 80,1 ári til 82,8 ára og hlutfall kvenna var frá 52,7% til 67,1% yfir rannsóknartímabilið. Ekki kom fram munur á heilsufari þeirra sem fluttu á hjúkmnarheimili á höfuðborgar- svæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. Þeir sem vom með óskerta vitræna getu vom 28,6-61,4% og þeir sem höfðu óskerta færni í athöfnum daglegs lífs (ADL) vom 42,5-68,0%. Heilsufar íbúanna varð óstöðugra eftir því sem leið á tímabilið og meira var um verki, færni í ADL var óbreytt en vitræn geta varð betri og þátttaka í virkni varð meiri (p<0,05). Ályktun: Ætla má að einhverjir íbúanna hefðu getað dvalið lengur heima hefðu þeir fengið endurhæfingu og viðeigandi heimaþjónustu. Leita þarf eftir réttu þjónustustigi fyrir hvern einstakling áður en flutt er á hjúkmnarheimili. Enn fremur er aukin þörf íbúa fyrir verkjameðferð og virkni vísbending um að auka þarf þekkingu stafsfólks á þessum sviðum hjúkmnar. 10 Spáþættir fyrir andláti tengdir heilsufari og færni íbúa við flutning á hjúkrunarheimili Ingibjörg Hjaltadóttir', Ingalill R. Hallberg2, Anna K. Ekwall2, Per Nyberg2 'Landspítali, 2heilbrigðisvísindadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð ingihj@landspitali. is Inngangur: Þekking á dánartíðni og spáþáttum fyrir andláti em mikil- vægar upplýsingar fyrir þá sem skipuleggja þjónustuna þannig að hægt sé að tryggja viðeigandi þekking starfsfólks. Jafnframt hefur það haft áhrif á þjónustu hjúkrunarheimila að fjöldi íbúa sem deyr þar í stað þess að vera sendur á sjúkrahús er að aukast. Markmið: Að kanna tímalengd frá komu á hjúkunarheimili til andláts og hvaða þættir í heilsufari og fæmi eru spáþættir fyrir andláti. Aðferð: Rannsóknin er langtíma rannsókn með 36 mánaða eftirfylgd. Notuð var Kaplan-Meier greining (log rank test) og stiglaus fylgni grein- ing (Spearman's rho) til að finna breytur sem tengdust lifun (p<0,05). Þessar breytur vom síðan skoðaðar með fjölbreytu Cox aðhvarfsgrein- ingu. Gögnin sem notuð vom í rannsókninni var heilsufarsmat (Resident Assessment Instmment) 2206 íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem metnir höfðu verið innan 90 daga frá komu á hjúkrunarheimilið á árabilinu 1996-2006. Niðurstöður: Meðallifun íbúanna var 31 mánuður og var enginn munur milli ára. Þættir sem marktækt spáðu fyrir um andlát voru aldur, kyn, hvaðan íbúinn kom, ADL-færni, stöðugleiki heilsufars og færni til að 12 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.