Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 18
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 Ályktun: Bráðabirgðaniðurstöður benda til mikillar ánægju drengjanna með útlit bringunnar eftir aðgerðina, að aukning verði á lungarýmd, öndunarhreyfingum og líkamsþoli. 26 Raförvun hjá mænusköðum með algera lömun og neðri hreyfitaugaskaða Vilborg Guðmundsdóttir', Sigrún Knútsdóttir', Paolo Gargiulo2, Þórður Helgason2, Páll Ingvarsson1 'Grensásdeild Landspítala, 2heilbrigðistæknideild Landspítala vilbgu@landspitali.is Inngangur: Notkun starfrænnar raförvunar (Functional Electrical stimulation, FES) hjá mænusköðum með algera lömun og neðri hreyfi- taugaskaða (denervation) hefur til þessa ekki verið möguleg þar sem hún krefst mikils straumstyrks. Fjölþjóðaverkefni (RISE) sem íslendingar tóku þátt í hafði að markmiði að þróa meðferð og tæki sem hentaði fyrir mænuskaða með neðri hreyfitaugaskaða til að auka vöðvastyrk og með lokamarkmið að geta staðið upp með notkun raförvunar. Markmið: Meta breytingar á rúmmáli vöðva, beinþéttni og klíniskt gagnsemi raförvunar. Aðferðir: Skilyrði fyrir þátttöku var alger mænuskaði með neðri hreyfi- taugaskaða, 9 mánuðum til 10 árum eftir slys og vilji til að taka þátt í rannsókninni í 2-5 ár. Þrír íslenskir einstaklingar uppfylltu skilyrðin eftir viðtal og nákvæma skoðun á taugakerfi. Þátttakendum var ætlað að nota raförvunartæki heima á quadriceps og kálfavöðva í eina klukkustund daglega, 6 daga vikunnar. Straumstyrkur var allt að 250 mA sem var aukinn smám saman. Einliðasnið var notað. Þátttakendur voru metnir á fjögurra til sex mánaða fresti. Spiral CT rannsóknir á lærum voru gerðar til að meta beinþéttni og rúmmál vöðva. Sveifluhreyfingar á hnjám voru metnar. Ummálsmælingar voru notaðar til að meta bjúg, ástand húðar var skoðað og vellíðan mæld með VAS kvarða. Niðurstöður: Spiral CT mælingar sýndu töluverða aukningu á rúmmáli rectus femoris vöðva í hlutfalli við meðferðarheldni og tíma frá slysi. Besti árangur sýndi rúmmálsaukningu frá 10,6 upp í 17 cm3á 5 árum. Beinþéttni jókst töluvert og sýndi samsvörun við aukið rúmmál vöðva. Sveifluhreyfingar hnés sýndu aukna réttu í hné allt að 50°. Klínískar niðurstöður sýndu minni bjúg, betra ástand húðar og aukna vellíðan á VAS kvarða, fór úr 7 í 3 stig, aðallega minnkaði kuldatilfinning í fótum. Ályktun: Rúmmál vöðva og beinþéttni jókst með raförvunarmeðferð. Minni bjúgur, betra ástand húðar og aukin vellíðan bentu til aukinnar blóðrásar. 27 Könnun á starfsumhverfi á Landspítala í mars 2012 Hildur Magnúsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Svava Kr. Þorkelsdóttir, Erna Einarsdóttir Mannauðssviði Landspítala hildurma@landspitali.is Inngangur: Starfsumhverfi vísar til þátta sem eru mikilvægir fyrir árang- ur stofnana, t.d. aðbúnaður, hvatning, stefna, stjórnun og samskipti. Þá er talið að viðhorf eins og starfsánægja, starfsandi og hollusta hafi áhrif á gæði þjónustu og starfsmannaveltu. Á Landspítala er starfsumhverfi metið reglulega. í því felst aðhald og tækifæri til umbóta. ( kjölfar könn- unar 2010 fylgdu slíkar aðgerðir, miðlægt, innan sviða og starfseininga. Markmið: Að kanna viðhorf starfsmanna til eigin starfsumhverfis og stjórnenda og bera saman við fyrri kannanir. Aðferðir: Spurningalisti var lagður rafrænt fyrir allt starfsfólk 5.-19. mars 2012. Svarhlutfall var 70% (60% 2010). Niðurstöður: Hér eru birtar fyrstu niðurstöður almenns hluta (ekki stjórnendamat). Viðhorf starfsmanna eru í heildina jákvæðari en árið 2010. Neikvæð áhrif starfs á líðan og heilsu hafa minnkað, ýmis jákvæð áhrif eru nefnd og 83% svarenda eiga auðvelt með að aðskilja vinnu og einkalíf. Um helmingur upplifir of mikið vinnuálag, aðeins færri of mikla streitu. Óánægja er með starfsaðstöðu. 82% svarenda eru "í heildina" ánægðir í starfi. 63% hafa farið í starfsmannasamtal (39% 2010) og 29% gert starfsþróunaráætlun (7% 2010). Viðhorf til Landspítala eru jákvæðari en 2010 en svör eru enn á aðgerðabili. Starfsmenn telja sig vera meiri þátttakendur í að auka gæði starfseminnar, hafa meiri möguleika til sí- og endurmenntunar og fá frekar viðurkeimingu. Meðal starfsmanna með starfsaldur minna en 1 ár finnst 80% að þeir hafi fengið næga inn- leiðingu í starf. Ályktanir: Viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis er á margan hátt tals- vert jákvæðara en árið 2010 þó enn séu sóknarfæri til úrbóta. Árangur virðist vera af aðgerðum sem lagt var í til úrbóta eftir síðustu könnun sem gefur tilefni til bjartsýni og er hvatning til áframhaldandi umbóta- starfs. 28 Samspil sjúkdóma og umhverfis Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir'-2, Guðrún K. Blöndal', Rakel Valdimarsdóttir', Kristín V. Ólafsdóttir3- Halldór Kolbeinsson' 'Geðsviði Landspítala, 'félagsráðgjafardeild HÍ, 'kvenna- og barnasviði sveinbsv@landspitali.is Inngangur: Lífsgæði geðsjúkra eru lakari og lífslíkur þeirra eru allt að 20 árum minni en annarra. Rannsóknir sýna að þeir eru oft ekki greindir og meðhöndlaðir vegna t.d. sykursýki og háþrýstings. Markmið: Fá fram upplýsingar um samspil sjúkdóma og umhverfis, félagslega stöðu og notkun geðlyfja hjá þýði notenda endurhæfingar geðsviðs. Fimia breytur í umhverfi, sem gætu haft áhrif á heilsufar. Vinna að markvissari endurhæfingu og birta niðurstöður í vísindatímaritum. Aðferð: Unnið er með staðlað alþjóðlegt mælitæki, „interRAI CMH". Það er lagt fyrir tvo hópa (N=260). Þýðið eru notendur á endurhæfingu geðsviðs og úrtakið eru þeir, sem hafa notið þjónustu einnar endur- hæfingardeildar á geðsviði LSH á árunum 1998-2010. Niðurstöður: Lokið er upplýsingaöflun einstaklinga með geðgreiningu. Konur eru 57% og karlar 43%. Flestir eru með geðklofa, þá lyndisrask- anir, þunglyndi og kvíða. Verið er að leggja matið fyrir samanburðar- hópinn, sem ekki hefur geðgreiningu. Áætlað að rafræn uppsetning á interRai CMH Ijúki í vor. Niðurstöður gera kleift að skoða fylgni milli t.d. sjúkdómsgreininga, lyfja, sjúkdómseinkenna, félagslegrar og fjár- hagslegrar stöðu og getu einstaklings til sjálfsbjargar. Mögulegt verður að skoða breytileika sjúkdómseinkenna milli hópa og bera saman við aðrar breytur. Niðurstöður úr rannsókninni verða notaðar til að bera saman raimsóknar- og samanburðarhópinn, með það að markmiði að draga fram þætti sem gætu gefið vísbendingar um samspil sjúkdóma og umhverfis. Þá gefst einnig tækifæri til samanburðar við rannsóknir í öðrum löndum. Ályktun: Fylgni er á milli ýmissa umhverfisþátta og sjúkdóma. Hægt verður að afla upplýsinga sem gefa til kynna hvers konar meðferð er ákjósanlegust. Þannig yrði auðveldara að forgangsraða og bregðast skjótt við þjónustu eftir mikilvægi, ásamt öðrum þáttum í meðferðaráætlunum. 18 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.