Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 44
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem uppfylltu alþjóðleg skilmerki BAH á árunum 1988-2010, alls 435 manns. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, lifun, APACHEII, orsök og meðferð BAH. Forspárþættir andláts vegna BAH voru metnir og langtíma lifun sjúklinga sem út- skrifuðust lifandi var borin saman við samanburðarþýði. Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi BAH var 7,2 tilfelli/100,000 íbúa/ ári, og jókst um 0,2 tilfelli/100,000 íbúa/ári á rannsóknartímabilinu (p<0,001). Meðal APACHE II skor var 16±7 og jókst ekki marktækt á tímabilinu (p=0,06). Algengustu orsakir BAH voru lungnabólga (29%) og sýklasótt (29%). Notkun þrýstingsstýrðrar öndunarvélameðferðar jókst verulega frá 1993 og hlutfall sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með hátíðni öndunarvél, grúfulegu og ytri lugnavél jókst marktækt. Hæsti innöndunarþrýstingur lækkaði (-0,5 cmH20/ári, p<0,001) en hæsti útöndunarþrýstingur hækkaði (0,1 cmH20/ári, p<0,001). Dánartíðni vegna BAH var 37% og lækkaði marktækt á tímabilinu (-1%/ári, p=0.03). Fjölþáttalíkan sýndi að hærra APACHE II skor (OR 1,68; 95% ÖB 1,39-2,04) og hærri aldur (OR 1,62; 95% ÖB 1,39-1,88) juku líkur en hærra greiningarár minnkaði líkur (OR 0,71; 95% ÖB 0,58-0,85) á andláti vegna BAH. Tíu ára lifun sjúklinga sem lifðu af BAH var 68% samanborið við 90% lifun samanburðarþýðis (p<0,001). Ályktun: Nýgengi og lifun jókst á rannsóknartímabilinu, samhliða breyttri meðferð BAH. Sennilegt er að önnur meðferð sjúklinganna hafi batnað samhliða bættri öndunarvélameðferð. Lifun sjúklinga sem lifa af BAH er mun lakari en lifun samanburðarhóps. 106 Blóðhlutagjafir á gjörgæsludeildum Landspítala Karl Erlingur Oddason1-2''' Tómas Guðbjartsson24, Sveinn Guðmundsson3, Sigurbergur Kárason,;!, Kári Hreinsson’, Gísli H. Sigurðsson’* 'Svæfinga- og gjorgæsludeild, !skurðlækningasviði, -’Blóðbankanum Landspítala, úæknadeild HÍ oddason@gmail.com Inngangur: Blóðhlutagjafir eru mikilvægur hluti meðferðar á gjör- gæslum. Mikilvægt er að blóðhlutagjöfum sé beitt í hófi því þeim geta fylgt aukaverkanir eins og sýkingar, bráður lungnaskaði og hækkuð dánartíðni. Nýlegar klínískar leiðbeiningar blóðhlutagjafa boða aukið aðhald og minni notkun. Ýmsar rannsóknir benda til þess að fylgni við klínískar leiðbeiningar sé ábótavant. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun blóðhluta á gjörgæsludeildum Landspítala og hvort hún samræmdist klínískum leiðbeiningum. Aðferðir: Allir blóðhlutar gefnir gjörgæslusjúklingum voru rannsak- aðir afturskyggnt á sex mánaða tímabili, frá júní til nóvember 2010. Athugaður var fjöldi og tegund blóðhluta ásamt við hvaða gildi blóð- rauða, próthrombínstíma eða blóðflagna blóðhlutar voru gefnir. Niðurstöður: Af 598 innlögðum gjörgæslusjúklingum fengu 149 (25%) blóðhluta, 88 (34%) á Hringbraut og 61 (18%) í Fossvogi, um helmingur eftir skurðaðgerð. Gefnir voru 10,8 blóðhlutar að meðaltali þeim sjúk- lingum sem blóðhlutagjöf fengu. Blóðrauði fyrir rauðkornagjöf var að meðaltali 88g/L. Blóðrauði var >90g/L fyrir gjöf í 44% tilfella, þar af 5% við blóðrauða >100 g/L. Próthrombínstími var að meðaltali 21,3 sek fyrir blóðvatnsgjöf en um 80% blóðvatnseininga voru gefnar á storku- próf <eðlilegt storkuprófsgildi x 1,5. Blóðflögur voru að meðaltali fyrir blóðflögugjöf 75 þús./pL en í 33% tilfella voru blóðflögur gefnar á gildi > 100 þús./pL. Ályktanir: Klínískum leiðbeiningum þarf að fylgja betur hvað varðar allar blóðhlutagjafir. Hlutfall gjörgæslusjúklinga sem fengu blóðhluta er lágt en þeir fá marga blóðhluta. Brýnt er að gera framsýna rann- sókn til að skilgreina ástæður blóðhlutagjafa og meta nánar fylgni við leiðbeiningar. 107 Tilviljunargreining á tölvusneiðmynd er sjálfstæður forspárþáttur lifunar sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini Andri Wilberg Orrason', Kristján Baldvinsson', Húnbogi Þorsteinsson2, Martin Ingi Sigurðsson', Steirin Jónsson1-3, Tómas Guðbjartsson'-2 'Læknadeiid HÍ, :hjarta- og lungnaskurðdeild, Tungnadeild Landspítala andriwo@gmail.com Inngangur: Lungnakrabbamein greinast oftast vegna einkenna en sum greinast fyrir tilviljun við myndrannsóknir sem gerðar eru við eftirlit eða vegna óskyldra sjúkdóma. Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning í notkun tölvusneiðmynda (TS) og segulómana. Markmið rannsóknar- innar var að kanna hvort þessi þróun hafi fjölgað tilviljunargreiningum en um leið kanna áhrif tilviljunargreiningar á lifun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins á íslandi 1991-2010. Sjúklingar með einkenni voru bornir saman við tilviljunargreinda á fjórum 5 ára tímabilum, m.t.t. klínískra og meina- fræðilegra þátta en einnig lífshorfa. Forspárþættir lifunar og áhrif tilvilj- unargreiningar á lifun voru metnir með Ijölbreytugreiningu. Niðurstöður: Af 512 sjúklingum voru 174 (34%) greindir fyrir til- viljun og hélst hlutfall tilviljunargreininga svipað á milli tímabila. Æxlin greindust fyrir tilviljun á lungnamynd (76%) og TS (24%) en á síðasta 5 ára tímabilinu voru TS 43% tilviljunargreininga. Tilviljunargreind æxli voru minni (3,0 sbr. 4,3 cm, p<0,001), oftar á lægri stigum (64 sbr. 40% á stigi I, p<0,001) og kirtilfrumugerð algengari. Blaðnám var algengara hjá tilviljunargreindum en tíðni fylgikvilla svipuð í báðum hópum. Eftir að leiðrétt var fyrir öðrum þáttum í fjölbreytugreiningu, svo sem lægra TNM-stigi og aldri reyndust sjúklingar sem greindust fyrir tilviljun á TS með marktækt betri lifun en sjúklingar með einkenni (HR 0,38, 95% Cl: 0,16-0,88, p=0,02). Ályktun: Þriðji hver sjúklingur sem gengst undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins greinist fyrir tilviljun. Enda þótt hlutfall tilviljunar- greininga hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum er þáttur tölvu- sneiðmynda vaxandi, sem virðist fela í sér betri lífshorfur, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir stigi sjúkdómsins. 108 Holsjáraðgerðir gegnum endaþarmsop (HGE): uppgjör fyrstu aðgerða á íslandi Helena Árnadóttir', Páll Helgi Mölleru, Helgi Kjartan Sigurðsson'-2 'Skurðlækningadeild Landspítala, Tæknadeild HÍ Helenar@landspitali.is Inngangur: Holsjáraðgerðir gegnum endaþarmsop (HGE) er nýr val- möguleiki í meðhöndlun á góðkynja og útvöldum illkynja æxlum í endaþarmi. Markmið: Tilgangur ratmsóknarinnar var að kanna fjölda aðgerða, ábendingar og árangur þeirra aðgerða sem framkvæmdar hafa verið á Landspítala til loka árs 2011. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn, á öllum sjúklingum sem framkvæmd var á HGE aðgerð á íslandi, frá fyrstu aðgerð 2008 til loka árs 2011. Sjúkraskrár voru skoðaðar m.t.t. ábendinga, fylgikvilla, vefjagreininga og árangurs aðgerða. Niðurstöður: Alls voru 33 HGE-aðgerðir framkvæmdar á 32 sjúkling- 44 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.