Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 43
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 102 Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun á hreinu súrefni Ólöf Birna Ólafsdóttir', öórunn S. Elíasdóttir', Jóna Vaigerður Kristjánsdóttir2'5, Sveinn Hákon HarðarsonUJ, Einar StefánssonUJ 'Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala, 'Oxymap ehf. olofbimaolafs@gnmil.com Inngangun Sjónhimna manna fær súrefni frá tveimur stöðum; frá sjón- himnuæðum og einnig æðahimnu sem liggur undir sjónhimnunni. Andi einstaklingur að sér hreinu súrefni fær sjónhimnan gríðarmikið súrefni frá æðahimnu, súrefnisþrýstingur hækkar mikið og mjög dregur úr súrefnislosun frá sjónhimnuæðum. Þetta ástand er nær einstætt í líkam- anum. Við höfum þróað tæki til að mæla súrefnismettun í sjónhimnu- æðum sem gefur innsæi í þessa lífeðlisfræði. Markmið: Að kanna áhrif innöndunar á 100% súrefni á súrefnismettun sjónhimnuæða í heilbrigðum einstaklingum ásamt því að meta næmni sjónhimnusúrefnismælis. Aðferðir: Súrefnismettun í sjónhimnuæðum var mæld í heilbrigðum ein- staklingum (n=31) með súrefnismæli (Oxymap ehf., Reykjavík, ísland). Mælingar voru framkvæmdar fyrir innöndun á 100% súrefni (normoxía), strax eftir 10 mínútna innöndun á 100% súrefni (6L/mín., hyperoxía) og svo 10 mínútum eftir að innöndun á 100% súrefni var hætt. Framkvæmt var stúdents t-próf til að kanna tölfræðilega marktækni. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum jókst við innöndun á 100% súrefni úr 92±4% (meðaltal±staðalfrávik)í normoxíu upp í 95±4% í hyperoxíu (p<0,0001). í bláæðlingum var súrefnismettun einnig hærri eftir innöndun á 100% súrefni þar sem mettunin fór úr 51±6% í normoxíu í 75±8% í hyperoxíu (p<0,0001). Hvað varðar æðavídd þá þrengdust slagæðlingar úr 10,3±1,3 pixlum í normoxíu niður í 9,7±1,4 pixla í hyperoxíu (p<0,0001). Sömuleiðis þrengdust bláæðlingar við hyperoxíu þar sem þeir mældust 13,2±1,5 pixlar í normoxíu en 11,4±1,2 í hyperoxíu (p<0,0001). Ályktun: Innöndun á hreinu súrefni eykur súrefnismettun í slagæð- lingum og bláæðlingum sjónhimnunnar ásamt því að minnka æðavídd þeirra samanborið við mælingar við eðlilegar súrefnisaðstæður (nor- moxía). Súrefnismælirinn er bæði áreiðanlegur og næmur á breytingar í súrefnismettun sjónhimnuæða 103 Þjálfun og endurmenntun lækna í heilsugæslu til að bregðast við slysum og bráðum veikindum Hjalti Már Björnsson’, Sigurður Halldórsson2 ’Bráðadeild Landspítala, 2Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hjaltimb@landspitali.is Inngangur: Vel þjálfaða heilsugæslulækna þarf til að sinna slösuðum og bráðveikum utan höfuðborgarsvæðisins á íslandi. Markmið: Að meta stöðu þjálfunnar heilsugæslulækna á þessu sviði á íslandi og hvort skortur á þjálfun eigi þátt í núverandi erfiðleikum við að manna heilsugæslu á landsbyggðinni. Aðferðir: Netkönnun var send til allra heilsugæslulækna á íslandi. Spurt var út í sérhæfð bráðanámskeið sem viðkomandi hafði sótt, auk þjálfunar og endurmenntunar til að bregðast við níu tegundum ólíkra bráðra vandamála. Niðurstöður: Af 256 heilsugæslulæknum bárust svör frá 105 (40,2%). Að meðaltali í 73% tilvika töldu læknar upphaflega þjálfun sína hafa verið þokkalega eða betri á þessu sviði, en ábótavant í 27% tilvika. Þjálfun á sviði vettvangsvinnu, meðferðar slasaðra, barna- og kvensjúkdóma auk hópslysa var talið meira ábótavant heldur en þjálfun til að sinna minniháttar áverkum, hjartasjúkdómum, endurlífgun og öndunarað- stoð. í að meðaltali 46% tilvika töldu læknar að þeir hefðu ekki nógu vel eða með mjög ófullnægjandi hætti geta sótt sér endurmenntun í bráðalækningum. Reyndust 88% lækna telja það vera nokkuð eða mikið vandamál að ekki séu íboði viðeigandi bráðanámskeið og 80% svarenda töldu að skortur á þjálfun og endurmenntun í bráðalækningum ætti þátt í að erfiðlega gangi að manna læknisstöður á landsbyggðinni. Ályktun: Bæta má þjálfun og endurmenntun heilsugæslulækna til að bregðast við slysum og bráðum veikindum. Skortur á fræðslu á þessu sviði á líklega þátt í núverandi erfiðleikum við að manna stöður í heilsu- gæslu á landsbyggðinni. 104 Samanburður á eiginleikum fjögurra tegunda hálskraga Sigurbergur Kárason12, Kristbjörn Reynisson3, Kjartan Gunnsteinsson'1, Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir1, Kristinn Sigvaldason', Gísli H. Sigurðsson1'2, Þorvaldur Ingvarsson2-1 5 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala,2iæknadeild HÍ, 3myndgreiningardeild Landspítala, 4Össuri hf, 'bæklunardeild FSA skarason@landspitali.is Inngangur: Við grun um áverka á hálshrygg er ávalt settur hálskragi til að draga úr líkum á mænuáverka. Þröngur kragi getur valdið hækkun á innankúpuþrýstingi vegna aukimiar mótstöðu á blóðflæði í hálsblá- æðum og aukið á alvarleika heilaáverka. Markmið: Að bera saman hæfni fjögurra tegunda hálskraga að skorða hálshrygg, áhrif þeirra á þrýsting í hálsbláæð og mat á þægileika. Aðferðir: Hjá 10 sjálfboðaliðum (5 konur, 5 karlar) var mælt hve vel Laerdal Stifneck® (SN) (Laerdal Medical AS), Vista® (VI) (Aspen Medical Products), MiamiJ® Advanced (MJ) (Össurhf) og Philadelphia® (PH) (Össur hf.) hálskragar hindruðu hreyfingu hálsliða með starfrænu mælitæki (Goniometer CROM) og hve mikil áhrif þeir hefðu á háls- bláæðaþrýsting með beinni þrýstingsmælingu gegnum legg þræddum í bláæðina. Þátttakendur gáfu krögunum einkunn (1-5) eftir þægileika. Rannsóknin var styrkt af Össuri hf. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 27±5ár, hæð 176±llcm, þyngd 80±9kg og BMI 26±5. Meðaltalshreyfing hálsliða (53±9°) minnkaði marktækt (p<0.001) við ásetningu kraga í eftirfarandi gildi: SN(18±7°), MJ(21±10°), PH(22±8°), VI(25±9°). Ekki var marktækur munur á milli SN og MJ (p=0,06) né MJ og PH. Meðaltalsþrýstingur í hálsbláæðum (9,4±l,4mmHg) jókst við ásetningu hálskraga í eftirfarandi gildi: SN(10,5±2,lmmHg), MJ(ll,7±2,4mmHg), VI(13,5±2,5mmHg), PH(16,3±3,3mmHg). Hækkun vegna SN frá meðaltalsþrýstingi var ekki marktæk en hækkun annarra var það (p<0,001). Ekki var mark- tækur munur á milli SN og MJ. Röðun eftir þægileika var VI (4,2±0,8), MJ (3,9±1,0), SN (2,8±1,0) og PH (2,2±0,8). Ályktanir Laerdal Stifneck® kraginn hindraði mest hreyfingu um háls- liði og hafði jafnframt minnst áhrif á þrýsting í hálsbláæð. Aðferðafræðin sem notuð var í þessari rannsókn gæti gefið ný viðmið varðandi hönnun hálskraga. 105 Nýgengi og meðferð bráðs andnauðarheilkennis (ARDS / BAH) á íslandi Martin Ingi Sigurðsson1, Þórður Skúli Gunnarsson1-2, Kristinn Sigvaldason', Alma Möller1-2, Gísli H. Sigurðsson1-2 ’Svæfinga-og gjörgæsludeild Landspítala, 2læknadeild HÍ martiningi@gmail.com Inngangun Markmið verkefnisins var að kanna breytingar á nýgengi og meðferð BAH á íslandi og möguleg áhrif á lifun á 23 ára tímabili. LÆKNAblaðið 2012/98 43

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.