Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 52
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 samleggjar má einnig kaima nákvæmlega og með kerfisbundnum hætti. Kynntar verða lokaniðurstöður samanburðar milli hliða og samsvörun útlits og hliðar einkenna. 130 Hönnun flatarmálslítílla skauta fyrir rafskautafylki til notkunar við fingurendurhæfingu Þórður Helgason'2, Rósa Hugosdóttir', Haraldur Sigþórsson2, Dröfn Svanbjörnsdóttir2, Vilborg Guðmundsdóttir3 ‘Rannsóknar- og þróunarstofu, heilbrigðistæknisviði Landspítala, 'Háskólanum í Reykjavík, heilbrigðisverkfræði, 3endurhæfingardeild Grensási thordu rtðlandspitali. is Inngangur: Algengast er að nota sjálflímanleg rafskaut við raförvun fingurvöðva. Ný hönnun taugastoðtækis til raförvunar fingurvöðva byggir á rafskautafylkjum sem innihalda mörg lítil rafskaut. Krafist er þess að rafskautin límist ekki við húð notanda. Hönnuð hafa verið rafskaut úr ryðfríju stáli, vír og svampi. Fjölþráða vír er vafið utan um málmstykkið og á því er festa fyrir svampinn. Svampurinn er bleyttur í ísótónískri launs og festur við málmstykkið. Auðvelt er að skipta um svampa. Markmið: Helstu markmið fyrirliggjandi vinnu er að hanna rafskaut fyrir rafskatautafylki. Þau eiga að gera straumdreifingu í gegnum hand- legg stýrilega, tryggja straumdreifingu um þvermál sitt og mega ekki límast við húð þ.a. notandi með lamaða fingur geti tekið þau af húð sinni einn og án hjálpar. Aðferðir: Rafskautin eru hringlaga úr ryðfríu stáli með radíus 12 mm og þykkt 1 mm. Þekkt er að eftir því sem yfirborðsflatarmál málmflatarins er stærra því minna verður viðnámið í rafskautunum. Skautin eru skorin út með laser skurðarvél og í þau eru skomar litlar raufar til þess að auka yfirborðsflatarmál þeirra. Mikilvægt er að leiðni rafskautanna sé góð og er lykilþátturinn að hafa eins lágt viðnám og hægt er á milli einstakra hluta þeirra, þ.e. málms, vírs og svamps. Vírnum er vafið í gegnum hornhvassar raufar skautsins eins þétt og hægt er. Svampurinn er festur við málminn og bleyttur með NaCl-lausn til þess að takmarka viðnám sem mest. Notast er við svamp með mikla vatnsrýmd. Niðurstöður og ályktanir: Rafskautin em mjög lítil og sýna niðurstöður að viðnám þeirra er töluvert hærra en í stærri rafskautum. Viðnám milli málmhlutar og vírs er lágt, einungis nokkur ohm. Lágt viðnám í gegnum svampinn er fengið með því að væta hann í NaCl-lausn. Rafskautin mynda mörg saman eitt fylki og taka því hvert á sig lítinn straum. Straumnum í gegnum fylkin er stjórnað með straumstýringu og tryggja þessi rafskaut betri straumdreifingu en stór rafskaut. Með því að stýra rafstraum í hverju skauti fyrir sig fæst ákveðin, en ekki fullkomin, stýring á straumdreifingu í handlegg. 131 lchthyosis-fyrirburaheilkenni og fósturbelgjaaðskilnaður Kristján Dereksson', Sveinn Kjartansson2' Hulda Hjartardóttir1, Reynir Amgrímsson4 'Skáne Universitetssjukhus, 2Barnaspítali Hringsins, 3Kvennadeild Landspítalans. ^Lífefna- og sameindalíffræði Læknadeildar H.í. ogErfða- og sameindalæknisfræðideild LSH. reynirar®lands\ntali.is Inngangun Ichthyosis-fyrirburaheilkemri (Ichthyosis premature syndrome; IPS) er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem einkennist af eftirfarandi þremur þáttum. Á meðgöngu er Iegvatn aukið og ótímabært belgjarof leiðir til fæðingar í 30. til 34. viku. Bömin eru með þykka húð við fæðingu og glíma við öndunarerfiðleika vegna óhreininda úr legvatni sem stífla berkjur. Sjúkdómurinn er algengastur í miðhluta Skandinavíuskagans þar sem arfberatíðni er talin vera allt að 1/50. Markmið: Að lýsa fyrsta tilfelli IPS og fósturbelgjaaðskilnaðar á íslandi. Lýsing á tilfelli: Eftir 31 viku eðlilegrar meðgöngu kom í ljós ofgnótt af legvatni. Við ómskoðun sást fósturbelgjaaðskilnaður og að barnið var umlukið mjög gruggugu legvatn. Barnið fæddist að tveimur vikum. Húð þess var þykk með grófri rauðleitri áferð. Sigg var á fingurgómum og tám og neglur óvanalega langar miðað við fósturþroska. Andlit var áberandi þrútið og kringluleitt. Það þarfnaðist þegar í stað öndunarað- stoðar og gjörgæslu. pH reyndist 6.93 og pC02 12.8kPa og lungnamynd sýndi hliðmn á hægra lunga vegna atelectasa. Fjölgun var á hvítum blóð- kornum; 53xlOE9/L með 11% eosinophilu. IgE-gildi hafa reynst hækkuð við endurteknar mælingar; hæst 2456 kU/L (<40kU/L). Erfðarannsókn staðfesti sjúkdómsgreiningu, en barnið var með p.C168X stökkbreytingu í útröð 3 í SLC27A4 geni og missmíð á fatty acid transporter proteini 4 (FATP4). Á fjórða degi var ekki lengur þörf á öndunaraðstoð. Barnið er nú tveggja ára og hefur þroskast eðlilega. Húð er þurr en ekki hreistruð. Þessu fylgir mikill húðkláði, endurteknar huösýkingar og fæðuofnæmi sem svara illa hefðbundinni meðferð. Ályktun: Einkenni og sjúkdómsgangur þessa barns er dæmigerður fyrir IPS, en aðskilnaður á fósturbelgjum (amnion og chorion) er sárasjaldgæft fyrirbæri. Fósturbelgimir renna saman í 14 viku meðgöngu og að- greinast ekki eftir það. Því hefur verið helst lýst í einstaka tilvikum eftir inngrip, t.d. legástungur eða aðgerðir á legi. Eftir að tilfelli þetta greindist hefur 5 öðmm tilvikum verið lýst í Þrándheimi. Við teljum að aðskilnaður fósturbelgja geti verið hluti af heilkenni IPS. Það ásamt of- gnótt af gruggugu legvatni megi túlka sem varúðarmerki um mögulega alvarlega öndunarerfiðleika strax eftir fæðingu og kalli því á viðeigandi undirbúning fæðingar. 52 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.