Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 25
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 höfðu fengið heilablæðingu, pöruð á meðgöngulengd og fæðingarári. JMP tölfræðiforritið var notað við tölfræðiúrvinnslu, einkum t-próf og kí-kvaðrat próf. Niðurstöður: Alls greindust 93 fyrirburar (24-30 vikna meðganga) með heilablæðingu á rannsóknartímabilinu, þar af 56 með væga (I. og II. gráðu)og 37 með alvarlega blæðingu (III. og IV. gráðu). Tíðni heilablæð- inga var í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd. 10,8% bamanna með alvarlega blæðingu höfðu fengið tvíbura-tvíbura blóðrennslissjúkdóm (twin-to-twin transfusion syndrome) í móðurkviði en ekkert viðmið- anna (p=0,016). Börn með alvarlega blæðingu fengu lægri Apgar við 5 mín. (5,9±1,7 vs. 6,9±1,5; p=0,0069), þurftu frekar á endurlífgun að halda (66,7% vs. 43,2%; p=0,048) og voru líklegri til að fá glærhimnusjúkdóm (89,2% vs. 56,8%; p=0,0013). Færri mæður barna með alvarlega heila- blæðingu höfðu fengið barkstera > 48 klst. fyrir fæðingu en þeirra sem ekki fengu blæðingu (25,7% vs. 52,8%; p=0,019). 64,9% bamanna með alvarlega blæðingu létust á nýburaskeiði, en 10,8% í viðmiðunarhópnum (p<0,0001). Af þeim sem lifðu fengu 61,5% alvarlegu tilfellanna CP heilalömun síðar á ævinni en 6,1% viðmiðanna (p<0,0001). Ályktanir: Minnstu fyrirburarnir em í mestri hættu á að fá heilablæð- ingu. Áföll á meðgöngu og í fæðingunni, og alvarleg veikindi á nýbura- skeiði auka líkur á alvarlegri heilablæðingu hjá fyrirburum. Dánartíðni og tíðni fatlana er há meðal barna sem fá alvarlega heilablæðingu. 49 Hjúpgerðir og sýklalyfjanæmi pneumókokka hjá heilbrigðum leikskólabörnum árin 2009-2011 Helga Erlendsdóttir1-2, Ámi Sæmundsson1, Kolbeinn H. Halldórsson1, Arnar J. Jónsson1, Þórólfur Guönason11, Ásgeir Haraldsson1-3, Karl G. Kristinsson1-2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 'íandlæknisembættinu helgaerl@landspitali. is Inngangur: Pneumókokkar eru algengir sýkingavaldar og finnast oft í nefkoki fólks, einkum barna. Á Sýklafræðideild Landspítalans hafa und- anfarin ár um 7% pneumókokkastofna í ífarandi sýkingum og nær 40% pneumókokkastofna í öndunarfærasýkingum haft minnkað næmi gegn penicillíni. Bólusetning gegn pneumókokkum hófst á fslandi í apríl 2011. Markmið: Að kanna dreifingu hjúpgerða og sýklalyfjanæmi pneumó- kokka í nefkoki heilbrigðra leikskólabama og breytingar milli ára áður en bólusetning hófst. Aðferðir: Nefkokssýni vom tekin úr heilbrigðum leikskólabömum á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði 2009 (n=516), 2010 (n=446) og 2011 (n=420). Leitað var að pneumókokkum, þeir ræktaðir á hefðbundinn hátt, hjúpgreindir og gert næmispróf (oxacillin ónæmi, E-próf). Niðurstöður: Berahlutfall pneumókokka var 72%, 66% og 58% við- komandi ár. Um 10% pneumókokkastofna öll árin hafði minnkað penicillínnæmi, og var hjúpgerð 19F yfirgnæfandi, eða 71%, 83% og 100% viðkomandi ár, yfirleitt fjölónæmir stofnar með sama næmismunstur. Dreifing hjúpgerða milli ára var breytileg. Ályktim: Pneumókokkar með minnkað penicillínnæmi eru mun algeng- ari í sýnum bama með öndunarfærasýkingar en í sýnum frá heilbrigðum leikskólabörnum. Þá er vitað að sýklalyfjanotkun eykur hættuna á að bera ónæma stofna. Færri hjúpgerðir sem eru í bóluefnunum ræktuðust árið 2011 en árin tvö á undan, þrátt fyrir að ungbarnabólusetning gegn pneumókokkum væri ekki hafin. Allar hjúpgerðir pneumókokka sem höfðu minnkað penicillínnæmi er að finna í bóluefnunum. Mikilvægt er að fylgjast með dreifingu og algengi mismunandi hjúp- gerða pneumókokka til að betur megi segja fyrir um sýklalyfjanæmi og áhrif bólusetningarinnar. 50 Garnasmokkun barna á íslandi 1986-2010 Kristín Pétursdóttir1, Páll Helgi Möller1-2, Pétur Harmesson1-4, Þráinn Rósmundsson1-3 'Læknadeild HÍ, 3skurðlækningadeild, barnaskurðdeild, 4myndgreiningardeild Landspítala kpetu rs@gmail. com Inngangur: Garnasmokkun (intussnsception) er þegar hluti af görn smokrast inn í sjálfa sig. Hún kemur fyrir á hvaða aldri sem er en er þó algengust í bömum. Ef ástandið er ekki greint og meðhöndlað timanlega getur það leitt til dreps og rofs á görn. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, aldur, kyn og einkenni garnasmokkunar hjá börnum á íslandi, greiningartækni, árangur meðferðar, endurkomu og dánartíðni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám barna sem höfðu fengið garnasmokkun á árunum 1986 - 2010. Sjúklingar voru fundnir með því að leita í rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Niðurstöður: Staðfest voru 67 tilfelli garnasmokkunar hjá börnum, 44 drengjum (66%) og 23 stúlkum (34%). Flest greindust fyrir eins árs aldur (67%). Nýgengi gamasmokkunar var 0,4 tilfelli á hver 1000 böm yngri en 1 árs. Algengustu einkennin vom kviðverkir og uppköst. Gamasmokkunin var algengust á mótum smágirnis og ristils (94%) og í 70% tilvika var orsökin óþekkt. Helsta greiningaraðferðin var skuggaefnisinnhelling um ristil sem var jafnframt helsta meðferðarúr- ræðið. Hlutfall skuggaefnisinnhellinga þar sem leiðrétting tókst var 62%. Tæplega helmingur barnanna þurfti að gangast undir skurðaðgerð og var framkvæmt hlutabrottnám á göm hjá 9% þeirra. Endurkomutíðni var 4,5%. Ályktanir: Rannsóknin staðfestir það sem erlendar rannsókiiir hafa sýnt fram á að gamasmokkun sé algengust í ungum börnum þar sem drengir eru í meirihluta. Meðferð og árangur hennar er innan þeirra marka sem sést erlendis en nokkuð frá því sem best gerist og má bæta árangurinn. 51 Hjúpgerðir og sýklalyfjanæmi pneumókokka hjá heilbrigðum leikskólabörnum árin 2009-2011 Helga Erlendsdóttir1-2, Ámi Sæmundsson1, Kolbeirm H. Halldórsson1, Arnar J. Jónsson1, Þórólfur Guðnason1-4, Ásgeir Haraldsson13, Karl G. Kristinsson1-2 Læknadeild Háskóla íslands, ^sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, ‘’landlæknisembættinu, sóttvarnarsviði helgaerl@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkar eru algengir sýkingavaldar og finnast oft í nefkoki fólks, einkum barna. Á Sýklafræðideild Landspítalans hafa und- anfarin ár um 7% pneumókokkastofna í ífarandi sýkingum og nær 40% pneumókokkastofna í öndunarfærasýkingum haft miimkað næmi gegn penicillíni. Bólusetning gegn pneumókokkum hófst á íslandi í apríl 2011. Markmið: Að kanna dreifingu hjúpgerða og sýklalyfjanæmi pneumó- kokka í nefkoki heilbrigðra leikskólabarna og breytingar milli ára áður en bólusetning hófst. Aðferðir: Nefkokssýni voru tekin úr heilbrigðum leikskólabörnum á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði 2009 (n=516), 2010 (n=446) og 2011 (n=420). Leitað var að pneumókokkum, þeir ræktaðir á hefðbundinn hátt, hjúpgreindir og gert næmispróf (oxacillin ónæmi, E-próf). Niðurstöður: Berahlutfall pneumókokka var 72%, 66% og 58% við- komandi ár. Um 10% pneumókokkastofna öll árin hafði minnkað penicillínnæmi, og var hjúpgerð 19F yfirgnæfandi, eða 71%, 83% og 100% LÆKNAblaðið 2012/98 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.