Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 34
VíSINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 75 Tíðni erfðabreytileika sem veldur skorti í lektínferli komplímentvirkjunar í íslensku þýði Margrét Arnardóttir2, Helga Bjarnadóttir’, Björn Rúnar Lúðvíkssonu Ónæmisfræðideild Landspítals1, læknadeild HÍ, heiibrigðisvísindasviði2 margret84@gmail.com Inngangur: Komplímentkerfið er mikilvæg ónæmisvörn. Lektínferill komplímentkerfisins ræsist þegar mannanbindilektín (MBL) eða fíkólín (1-3) bindast sameindamynstrum á yfirborði örvera. Við bindingu virkjast serín próteasinn MASP-2 (MBL associated serine protease) sem klýfur C4 og ræsir þar með komplímentkerfið. Erfðabreytileiki (p.D120G) í MASP2 geninu veldur lækkun á MASP-2 í sermi. Arfhreinir einstaklingar um stökkbreytinguna (G/G) hafa ekkert MASP-2 í sermi og þ.a.l. óvirkan lektínferil. Áætlað er að 2 af hverjum 1000 Evrópubúum séu með skort (G/G). Rannsóknir á tengslum þessa skorts við sjúkdóma eru stutt á veg komnar. Markmið: Markmiðið var að finna út tíðni p.D120G samsætuimar í heil- brigðu íslensku þýði. Aðferðir: Genómískt DNA var einangrað úr 453 heilbrigðum íslenskum blóðgjöfum með hásaltsaðferð. Notast var við „sequence specific primer" PCR aðferð (PCR-SSP) til að skima fyrir p.D120G. Niðurstöður: Af 453 einstaklingum voru 37 arfblendnir (D/G) um p.D120G eða 8,2%. Enginn var með skort (þ.e.a.s arfhreinn um stökk- breytinguna (G/G)). Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að tíðni samsætunnar er sú sama og finnst í dönsku heilbrigðu þýði (0.039). Af því má áætla að um 660 íslendingar séu með skort (G/G). Næstu skref eru að skima fyrir p.D120G í ýmsum sjúklingaþýðum þ.m.t einstaklingum með óútskýrðar sýkingar. 76 Náttúrulegt útbreitt og staðbundið B- og T-frumu ónæmisminni gegn próteinum í bóluefni gegn meningókokkum af gerð B Maren Henneken1, Mariagrazia Pizza2, Ingileif Jónsdóttir'14 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 'Novatris Vaccines, Siena, Italy, iæknadeild HÍ, 'íslenskri erfðagreiningu, Reykjavík marenh@landspitali. is Inngangur: Meningókokkar eru ein aðalorsök heilahimnubólgu og blóð- sýkingar um allan heim. Nýtt bóluefni gegn meningókokkum af gerð B (MenB) er í þróun og byggir á vel varðveittum meinvirkum próteinum sem eru tjáð á yfirborði sýkilsins. Við rannsökuðum náttúrulega myndun ónæmisminnis gegn próteinum í bóluefninu, í eitilvefjum slímhúðum og í blóði 1-19 ára einstklinga. T- og B-frumusvör voru prófuð gegn MenB próteinunum NHBA, fHBP, NadA, GNA2091 og samsettum prótein- unum ÍHBP-GNA2091 og NHBA-GNA1030. Aðferðir: Eitilfrumur úr blóði og slímhúðareitlum (nefkoks/kokeitlum) 48 einstaklinga voru einangraðar og örvaðar með einstökum MenB pró- teinum og T-frumusvör metin með myndun boðefna (ELISA). B-frumur voru örvaðar ósértækt (með CpG, PVVM og SAC) og sértæk svörun gegn próteinunum metin sem fjöldi mótefnaseytandi frumna mældur með ELISpot. Niðurstöður: B-minnisfrumur sértækar fyrir MenB próteinin voru til staðar, en ekki fannst marktækur munur á fjölda þeirra eftir próteinum. T-frumusvörun gegn öllum próteinunum var af Thl gerð (einkum IFN-y) bæði í blóði og slímhúðareitlum. Styrkur IFN-y svörunar T-frumna var breytilegur eftir MenB próteinum, bæði í blóði og slímhúðareitlum, og mestur gegn NHBA og fHBP. Svörun T-frumna í blóði var hæst hjá 1-4 og 13-19 ára, en þeir aldurshópar eru í mestri áhættu að fá meningókokka- sjúkdóm. Svörun T-frumna í eitilvefjum slímhúða gegn MenB prótein- unum jókst með aldri, marktækt fyrir fHBP og NHBA. Ályktun: Niðurstöður okkar sýna að prótein í MenB bóluefni sem er í þróun vekja ónæmissvör við náttúrulega útsetningu fyrir MenB bakteríunni og að bólusetning með blöndu þessara prótein ætti að örva náttúrulegt ónæmisminni gegn þeim. 77 Áhrif valdra ónæmisglæða á mótefnasækni og IgG undirflokka svörun nýburamúsa gegn meningókokka B bóluefni Sindri Freyr Eiðsson1, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Mariagrazia Pizza3, Rino Rappuoli3, Ingileif Jónsdóttir1-2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 'læknadeild HÍ, 'Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu sindrifr@landspitali.is Inngangur: Fjölda tilfella heilahimnubólgu og blóðsýkinga um allan heim má rekja til Neisseria meningitidis eða meningókokka. Ekkert alhliða bóluefni er til gegn gerð B (MenB), sem veldur um 80% tilfella á íslandi (2004-2010). Meningókokkasjúkdómur er algengastur í ungum börnum og unglingum. Rannsókn á erfðamengi MenB greindi vel varðveitt meinvirk prótein tjáð á yfirborði sýkilsins, sem hafa verið sett saman í fimmgilt bóluefni (5CVMB) sem er væntanlegt á markað fljótlega. Markmið: Markmið rannsóknarimiar var að meta ónæmissvör nýbura- músa gegn MenB próteinunum NHBP, fHbp og NadA, sem eru í 5CVMB, og meta áhrif ónæmisglæða á IgG undirflokka og sækni mótefna. Aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar) voru bólusettar undir húð með 5CVMB (20pg af hverju próteini) án/með ónæmisglæðunum LT-K63, MF-59, alum eða CpG1826. Alum og CpG1826 voru gefin saman og í sitt- hvoru lagi. Mýsnar voru endurbólusettar 3 og 5 vikna gamlar. Mótefni í serrni voru mæld með ELISA og sækni mótefna með því að bæta við [KSCN] títrunarskrefi. Niðurstöður: Allir ónæmisglæðarnir juku mótefnasvör nýburamúsa gegn 5CVMB. Áhrif ónæmisglæðanna á IgGl mótefni gegn próteinunum voru svipuð áhrifum þeirra á IgG mótefni. Mýs sem fengu CpG1826 eða CpG1826+alum mældust með marktækt hærri IgG2a mótefni gegn öllum próteinunum en mýs sem fengu 5CVMB eingöngu, og einnig með hærri sækni IgG mótefna. Áhrif CpG1826 á sækni mótefna voru hverf- andi ef það var gefið án alum með 5CVMB. LT-K63 jók styrk og sækni mótefnanna marktækt og MF-59 jók og sækni mótefna marktækt betur en aðrir ónæmisglæðar Ályktun: Ónæmisglæðar hafa mismunandi áhrif á gerð og eiginleika mótefna gegn 5CVMB, MF-59 og LT-K63 valda mestri aukningu á styrk og sækni IgG mótefna, og styrk bæði IgGlog IgG2a mótefna og gætu því bætt verndarmátt MenB bóluefna í börnum. 78 Ónæmisglæðirinn LT-K63 yfirvinnur takmörkun á þroska kímmiðjufrumna í nýburamúsum andstætt við ónæmisglæðinn CpG1826 Stefanía P. Bjarnarson1'2, Hreirin Benónísson1-2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ, 'Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 'íslenskri erfðagreiningu, Reykjavík Stefbja landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura og ungbarna er vanþroskað og mótefnasvör gegn flestum bóluefnum hæg, lækka hratt og endast stutt. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í mótefna- seytandi B-frumur (AbSC) og B-minnisfrumur. Virkjun kímstöðva er takmörkuð í nýburamúsum vegna vanþroska kímstöðvafrumna (FDC). 34 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.