Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 51
VÍSINDI Á VORPÖGUM FYLGIRIT 70 depurðarkvarðana heldur en kvíðakvarðana. ROC greining sýndi að ef skorið tólf á kvarðanum væri notað hefði hann um 70% næmni miðað við greininguna yfirstandandi geðlægð. Ályktun: íslensk útgáfa WHO-5 kvarðans hefur viðunandi próffræði- lega eiginleika, þáttabygging hans var einsleit í öllu úrtakinu, og á milli kynja en þáttabygging hans var þó ekki sú sama á milli aldurshópa sem teljast verður verulegur ágalli á kvarðanum ef notast á við hann sem skimun fyrir þunglyndi í almennu þýði. 127 Þéttni fingurvöðva í raförvunarþjálfun Rannveig Ása Guðmundsdóttir1'2, Dröfn Svanbjörnsdóttir2, Haraldur Sigþórsson2, Paolo Gargiulou, Páll Ingvarsson3, Vilborg Guðmundsdóttir3, Þórður Helgason1-2 'Rannsóknar- og þróunarstofu, heilbrigðistæknisviði Landspítala, 2Háskólanum í Reykjavík, heilbrigðisverkfræði, 3endurhæfingardeild Landspítala Grensási thordur@landspitali.is Inngangur: Sjúklingur er 50 ára gamall karlmaður sem hefur verið með mænuskaða við hryggjarliði C6-C7 síðan árið 2003. Sjúklingur hefur hreyfigetu á öxlum og olnboga, takmarkaða hreyfigetu á úlnlið og lítið sem enga í fingrum. í þessari rannsókn var notast við spíral tölvu- sneiðmyndir, þ.e. þrívíddargögn, af handlegg sjúklings til að skoða áhrif meðferðar og bera saman milli ára. Markmið: Markmið rannsóknar er að mæla breytingar milli ára í þéttni og rúmmáli fingurvöðva á hægri hendi sjúklings í raförvunarmeðferð. Einnig að bera breytingarnar saman við ómeðhöndlaða vinstri hendi. Aðferð: Til að styrkja vöðva og auka hreyfigetu fingra hefur sjúklingur verið raförvaður 3-5 sinnum á viku á hægri hendi síðan árið 2005. Vinstri hönd er ómeðhöndluð og borin saman við hægri sem viðmiðun. Einnig eru breytingar milli ára skoðaðar. Til þess að finna út þéttni og rúmmál fingurvöðva sjúklings hafa verið teknar tölvusneiðmyndir af báðum handleggjum síðan árið 2005 með reglulegu millibili. Þessar myndir eru skoðaðar í þar til gerðum úrvinnsluhugbúnaði (Mimics). Vöðvahópar eru einangraðir frá beinum, fitu og öðrum líkamsvefjum sem ekki teljast sem vöðvaþræðir. Vöðvarnir eru síðan skoðaðir, þéttni og rúmmál mæld og niðurstöður settar fram með Matlab og Excel. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þéttni vöðva hefur aukist um 6 Hu í báðum handleggjum milli áranna 2005 og 2011. Ekki mældist marktækur munur á rúmmáli vöðva á sama tímabili. Sjúklingur segir meiri hreyfigetu í þumalfingri, þó svo að það sjáist ekki á niðurstöðum. Ályktun: Þéttniaukningu er hægt að skýra með raförvunarmeðferðinni en ekki er vitað af hverju þéttni hefur aukist á báðum handleggjum. Ástæðan gæti verið að vöðvaspenna aukist einnig í vinstri handlegg þegar raförvað er í hægri. Frekari athugana er þörf til að skýra þetta. 128 Heilliðun í mjöðm með eða án sements: frumniðurstöður úr beinstyrksgreiningu og álagsmælingu á nærenda lærleggs Paolo Gargiulo1-2, Þröstur Pétursson2, Benedikt Magnússon2, Gianluca Izzo2-3, Egill Axfjörð Friðgeiru, Gígja Magnúsdóttir4, Grétar Halldórsson1, Jan Triebel5, Halldór Jónsson jr56 ‘Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala, 2heitbrigðisverkfræðisviði, tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, 3heilbrigðisverkfræðideild, Federico II University of Naples, Ítalíu/endurhæfingardeild Grensási, "bæklunarskurðlækningadeild Landspítala, 'bæklunarskurðlæknisfræði, HÍ jmologai@lsh.is Inngangur: Heilliðun í mjöðm(TPM) er gerð með eða án sements. Vegna skorts á áreiðanlegum viðmiðunarreglum um hvort sjúklingur eigi að fá heillið með eða án sements, var sett í gang klínísk og verkfræðileg rann- sókn. Þetta er verkfræði hlutinn, þar sem markmiðið var að gera bein- styrksgreiningu á lærleggsbeini og álagsmælingu með ígræði. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og tveir sjúklingar sem voru að fara í heilliðunaraðgerð í mjöðm samþykktu að taka þátt. Gerð er göngu- greining með samtengdri göngumottu og kvikmyndavélum strax fyrir aðgerð, eftir 6 vikur og eftir eitt ár og sneiðmyndarannsókn á mjaðma- liðasvæði og niður á mið lærbein strax fyrir, strax eftir aðgerð og eftir eitt ár. Gert er þrívíddarlíkan af gerviliðnum (Mimics) með og án sements í lærbeininu og kraftamælingar (Finite Element Analysis) til að líkja eftir álagi á beinið í og eftir aðgerð. Niðurstöður: Sex sjúklingar (3 sement, 3 ekki sement) hafa lokið við alla rannsóknarliði fyrir 6 vikna tímann. Beinstyrksmælingar sýna beinstyrk á skjön við klíniskt val (sement fyrir veikara bein og ekki sement fyrir sterkara bein). Álagsmælingar sýna mismunandi álagsstaði og mismunandi álagsdreifingu milli gerviliðar og lærleggs hjá rann- sóknarhópunum. Samantekt og ályktun: Sneiðmyndarannsóknir og módelsmíði með tölvuforritinu Mimics hefur áður verið sannreynt til að greina eðli vandamála bæði í mjúkvefjum og beinum líkamans. Við höfum valið að prófa aðferðina við heilliðun í mjöðm. Frumniðurstöður þessa rann- sóknarhluta sýna slíkan mun milli hópanna, að við teljum nauðsynlegt að halda henni áfram þar til áreiðanlegur styrkur hefur náðst til að grundvalla val á því, hvort sjúklingur fer í heilliðun á mjöðm með eða án sements. 129 Þáttur útlits beinsamleggs innra eyra í meingerð góðkynja stöðusvima (BPPV) Paolo Gargiulou, Hannes Petersen3,1 ’Landspítala, heilbrigðis- og uppiýsingatæknideild, 2Háskólanum í Reykjavík, heilbrigðisverkfræðisviði, tækni- og verkfræðideild, 3Landspítala, háls-, nef- og eyrnadeild, ‘Háskóla íslands, læknadeild, Lífvísindasetri. paologar@lsh.is Inngangur: Góðkynja stöðusvimi er algengasta orsök snarsvima, en þá hafa kalk kristallar sem staðsettir eru í andarhluta innra eyrans, nánar skjatta, borist yfir í bográsir innra eyrans, oftast þá aftari. Kerfistruflanir eru taldar liggja að baki þá kalkkristallarnir losna frá skjattadeplinum og ætti því að eiga sér stað bæði í hægra og vinstra innra eyra. Þegar sjúkdómurinn gerir vart við sig eru einkennin annaðhvort vegna kalk- kristalla í hægri eða vinstri bográsum, en aldrei er um tvíhliða kynningu einkenna að ræða. Því vaknar sú spurning hvort útlitslegur munur á hægri eða vinstri andarhluta innra eyrans ráði hvort sjúkdómurinn gefi sig til kynna. Markmið: Að hanna mælitæki sem greint geta útlitsbreytingar á innra eyra. Að kanna hvort útlitslegur munur á hægri eða vinstri andar- hluta, þá sérstaklega beinsamleggur, innra eyrans ráði, hvoru megin sjúkdómurinn gefi sig til kynna. Efniviður og aðferðir Sex sjúklingar með klínfskt staðfestan góðkynja stöðusvima voru raimsakaðir með tölvusneiðmyndun á innri eyrum. Notast var við myndir hvers upplausn er 768 x 768 dílar, þykkt 0,670 mm og teknar með 140 KV geislastyrk, en þannig fengust um 250-300 sneiðar í gegnum hvert innra eyra. Þessar tölvusneiðmyndir voru síðan fluttar yfir í hugbúnaðarforritið MIMICS til frekari úrvinnslu. Þannig fékkst fullkomin mynd af innra eyra þar sem greina má snigil, önd og beinbogagöng. Beinsamleggur, þ.e. sameiginleg tenging fremri og aftari boggangna við önd, er rannsakaður sérstaklega með tilliti til lengdar, þvermáls og stefnu. Niðurstöður: Framkalla má nákvæm þrívíddarmódel af innri eyrum manna með þeirri aðferðarfræði sem kynnt er. Stærð og lögun bein- LÆKNAblaðið 2012/98 51

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.