Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 37
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 7 0 84 Utanfrumufjölsykrur blágrænþörunga úr Bláa lóninu hafa áhrif á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4* T frumur in vitro Ása Bryndís Gudmundsdóttir1, Ása Brynjólfsdóttir, Elín Soffía Ólafsdóttir', Sesselja Ómarsdottir', Jóna Freysdóttir315 'Lyfjafræðideild HÍ, 'Bláa lóninu, 'rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Vmæmisfræðideild Landspítala, Bæknadeild, Lífvísindasetri HÍ jonaJ@landspitali.is Inngangur: Kúlulaga blágrænþörungurinn Cyanobacterium aponinum er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa lónsins. Psoriasis sjúklingar uppgötvuðu lækningamátt Bláa lónsins skömmu eftir myndun þess en sjúkdómurinn er talinn eiga rót sína í truflaðri starfsemi T frumna. Þrátt fyrir vinsældir lónsins þá er lítið vitað um ástæður lífvirkni þess. Markmið: Að kanna áhrif fjölsykra sem blágrænþörungurinn seytir á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur. Aðferðir: Angafrumur sem sérhæfst höfðu in vitro úr mónócýtum úr mönnum voru þroskaðar með eða án utanfrumufjölsykra. Ahrif utanfrumufjölsykranna voru metin með því að mæla boðefnaseytun angafrumnanna með ELISA og tjáningu yfirborðssameinda þeirra í frumuflæðisjá. Þá voru angafrumur sem höfðu þroskast án eða í návist utanfrumufjölsykru settar í samrækt með ósamgena CD4+ T frumum og áhrifin á T frumurnar metin með þvx að mæla tjáningu innanfrumu- og yfirborðssameinda í frumuflæðisjá, boðefnaseytun með ELISA og frumufjölgun með 3H-tímidín upptöku. Niðurstöður: Angafrumur senx höfðu þroskast í návist utanfrumufjöl- sykra í styrknum 100 pg/mL seyttu meira magni af IL-10 en angafrumur þroskaðar án utanfrumufjölsykra. í samrækt T frumna og angafrumna, sem höfðu þroskast með utanfrumufjölsykrum, mældist einnig marktæk hækkun í IL-10 seytun samanborið við viðmið og það var tilhneiging til hærra hlutfalls af T frumum sem tjáðu Foxp3 og IL-10 en lægra hlutfalls af PD1+ T frumum. Ályktun: Utanfrumufjölsykrur sem blágrænþörungurinn C. aponinum seytir örva angafrumur til að seyta auknu magni af ónæmisbælandi boðefninu 1L-10 og angafrumurnar ræsa ósamgena CD4+ T frumur í samrækt sem virðast sérhæfast í T bælifrumur (Treg). 85 Kondróitín súlfat einangrað úr brjóski sæbjúgna hefur áhrif á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro Varsha Ajaykumar Kale1-2, Ólafur H. Friðjónsson2, Guðmundur Óli Hreggviðsson2, Hörður G Kristinsson2, Sesselja Ómarsdottir1, Jóna Freysdóttir3'4-5 'Lyfjafræðideild HÍ, 'Matís ohf, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 'ónæmisfræðideild Landspítala, læknadeild, lífvísindasetri HÍ jonaj@landspiiali.is Inngangur: Kondróitín súlfat er súlfaterað glykósamínóglykan sem er samansett úr sykrunum N-acetýlgalaktósamín og glúkúrónsýru. Sýnt hefur verið fram á margskonar lífvirkni kondróitín súlfats in vitro og er það notað í fæðubótarefni, oftast með glukósamíni eða öðrum glýkó- samínóglýkönum, til að meðhöndla slitgigt. Markmið: Að kanna áhrif kondróitíns súlfats einangruðu úr brjóski sæ- bjúgna sem eru veidd eru á íslandsmiðum (Curcmaria frondosa) á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur. Aðferðir: Angafrumur úr mönnum voru þroskaðar með eða án kondróit- íns súlfats þátta (B, C og D) sem aðskildir voru með jónskiptaskiljun. Áhrif þeirra voru metin með því að mæla seytun IL-10 og IL-12p40 með ELISA og tjáningu yfirborðssameinda í frumuflæðisjá. Angafrumur sem höfðu þroskast án eða í návist þáttar B voru settar í samrækt með ósam- gena CD4+ T frumum og áhrifin á T frumurnar metin með því að mæla seytun boðefna með ELISA. Niðurstöður: Angafrumur sem höfðu þroskast í návist þáttar B í styrkn- um 10, 100 og 1000 pg/mL seyttu minna magni af IL-10 og IL-12p40 en angafrumur þroskaðar án kondróitíns súlfats. T frumur samræktaðar með angafrumum sem höfðu þroskast í návist þáttar B seyttu minna af IFN-y en meira af IL-17 samanborið við viðmið. Ályktun: B þáttur einangraður úr brjóski sæbjúgna dró úr IL-10 og IL- 12p40 seytun angafrumna og ósamgena CD4+ T frumur seyttu minna magni af IFN-y í samrækt með þessum angafrumum miðað við viðmið sem bendir til þess að B þáttur geti minnkað Thl svörun T frumna. Hins vegar seyttu ósamgena CD4+ T frumurnar meira magni af IL-17 sem benti til aukins Thl7 svars T frumnanna. Verið er að skilgreina betur boðefnaseytun angafrumnanna og T frumnanna í kjölfar ræsingar með þætti B. 86 Faraldsfræðilegt mat á tengslum Ledderhose- og Dupuytren- sjúkdóms Kristján G. Guðmundsson1, Þorbjörn Jónsson2, Reynir Arngrímsson3 'Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Glæsibæ, :Blóðbankanum, 'lífefna- og sameindalíffræðisviði læknadeildar ogerfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala teynirar@landspilaii.is Inngangur: Settar hafa verið fram tilgátur um að bandvefssjúkdóm- amir sem kenndir eru við Dupuytren (palmar fibromatosis), Ledderhose (plantar aponeurosis) og Peyronies (induratio penis plastica) séu allir af sama meiði. Markmið: Að kanna hvort fylgni væri á milli lófaþelssjúkdóms og ilja- hnúta. Efniviður og aðferðir: í rannsókn Hjartaverndar 1981 og 1982 voru 1297 einstaklingar skoðaðir m.t.t. lófaþels sjúkdóms og greindust 249 karlmenn. í eftirfylgni 18 árum síðar (1999) reyndust 122 vera á lífi. Auk þeirra var jafnstóru slembiúrtaki, stöðluðu m.t.t. aldurs og reykinga úr rannsóknarhóp Hjartaverndar boðin þátttaka í nýrri rannsókn. Meðal þátta sem teknir vom til skoðunar voru einkenni um iljasjúkdóm Ledderhose (með eða án). Lófaþelssjúkdómurinn var stigaður eftir alvar- leika. Engin merki um sjúkdóm = 1 stig. Hnútur (>5 mm) eða strengur í lófa = 2 stig. Krepptir fingur (einn eða fleiri) = 3 stig. Meðferð með skurð- aðgerð = 4 stig. Fjölskyldusaga var skráð (já eða nei). Aldur var flokkaður í 10 ára bil. Lýsandi tölfræði var notuð við samtekt tölulegra upplýsinga og samanburður metin með kí-kvaðrat (x) aðferð. Niðurstöður eru líka sýndar sem hlutfallsleg áhætta (odds ratio) og 95% vikmörk. Niðurstöður: Af 244 boðuðum mættu 193 í skoðun, þar af voru 137 með lófaþelssjúkdóm og 56 án. Enginn í samanburðarhópnum reyndist með iljahnúta, en 18 (13.2%) á meðal þeirra sem voru með lófaþelssjúkdóm og reyndist fylgni við alvarleika sjúkdómsins (xdH=31.3; p<0.001). Einnig reyndist fylgni við yngri aldur við upphaf lófaþelssjúkdóms (xdf5=30.3, P<0.01) og fjölskyldusögu um lófaþelssjúkdóm (OR=4.303; 95%CI 1.58- 11,68). Ályktun: Athyglisverð fylgni sást á milli iljahnúta og lófaþelssjúkdóms á meðal íslenskra karlmanna í þessari rannsókn. Eingöngu þeir sem höfðu lófaþelssjúkdóm höfðu jafnframt iljahnúta, en enginn í samanburðar- hópnum. Þeir sem greindust ungir með lófaþelssjúkdóm, höfðu alvar- legri sjúkdóm og aðra ættingja með sama vandamál höfðu mestar líkur á að greinast einnig með iljahnúta. Þetta styður þá tilgátu að þessir tveir sjúkdómar séu tengdir. LÆKNAblaðið 2012/98 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.