Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 45
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 um. Ábendingar aðgerða voru góðkynja (n=28) og illkynja, eða grunur um illkynja (n=5) æxli. Miðgildi aldurs var 70 ár [37-90], jöfn kynja- skipting. Neðribrún æxlis var að meðaltali 8cm [0-18] frá endaþarmsopi og voru á bilinu 0,2-5,5cm í þvermál. Engir meiriháttar fylgikvillar komu fram í eða eftir aðgerð. I sex (18%) aðgerðum urðu minniháttar fylgikvillar, blæðing (n=2) og rof á lífhimnu (n=4) sem auðveldlega tókst að meðhöndla. í einu tilfelli var HGE-aðgerð breytt strax í opna aðgerð vegna stærðar og legu æxlis. Flest æxlanna voru góðkynja (n=25): Píplu- og títukirtilæxli með lággráðu (n=15) eða hágráðu (n=8) misvexti, og örvefur (n=2). Önnur voru illkynja (n=8), kirtilkrabbamein (n=7) og krabbalíki (n=l). Fimm (16%) sjúklingar fengu fylgikvilla eftir aðgerð. Fjórir fengu hita en af þeim fengu þrír einnig þvagtregðu. Einn fékk tímabundna garnalömun. Tveir sjúklingar fóru í brottnám á endaþarmi í kjölfar HGE vegna djúpvaxtar æxlis. Ályktun: HGE-aðgerðir hafa reynst góður valkostur við opna aðgerð, þegar fjarlægja á útvöld æxli. Árangur aðgerða og tíðni minniháttar fylgikvilla er mjög sambærileg niðurstöðum erlendra rannsókna. Engir meiriháttar fylgikvillar hafa komið upp í eða eftir HGE-aðgerðir á íslandi. 109 Bráð briskirtilsbólga á Landspítala - framsýn rannsókn á nýgengi, orsökum og fylgikvillum Hanna Viðarsdóttir', Páll Helgi Möller14, Hildur Þórarinsdóttir3, Hanna Torp2, Halla Viðarsdóttir2, Einar Stefán Bjömsson3-4 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2skurðlækningadeild, 3meltingarfæradeild Landspítala, Mæknadeild Háskóla íslands hanmvidars@gmail.com Inngangur: Bráð briskirtilsbólga leiðir oft til innlagnar og getur valdið alvarlegum fylgikvillum. Nýgengi af fyrsta kasti bráðrar briskirtilsbólgu á Suðvesturlandi var 32 á 100.000 íbúa í íslenskri rannsókn frá 1999. Á síðasta áratug hefur áfengisneysla aukist á íslandi frá 6 L árið 1999 í 8 L á mann árið 2010. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort nýgengi og orsakir hafi breyst á fslandi miðað við fyrri rannsókn. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á sjúklingum eldri en 18 ára sem greindust með bráða briskirtilsbólgu á Landspítala frá 01.10 2010 til 30.9.2011. Skráðar voru upplýsingar um kyn, aldur, einkenni, orsakir og fylgikvilla. Niðurstöður: Alls greindust 134 sjúklingar með bráða briskirtilsbólgu, miðgildi aldurs 57 ár (IQR, 42-71), 78 karlar (58%). Af þessum voru 119 sjúklingar með fyrsta kast bráðrar briskirtilsbólgu. Nýgengi á Suðvesturlandi var 53/100.000. Orsakir voru gallsteinar í 52 tilfellum (42%), áfengi í 29 (23%), ERCP í 12 (9,5%), lyf í 10 (8%), óþekkt orsök í 15 (12%) og aðrar orsakir sjö (5,5%). Alls höfðu 63 sjúklingar (50%) CRP >210 mg/L á fyrstu fjórum dögunum eða >120 mg/L fyrstu vikuna eftir komu. Alls fengu sjö sjúklingar alvarlega fylgikvilla, þrír sjúklingar fengu drep í kirtilinn, tveir fengu sýndarblöðru, einn fékk nýmabilun og einn fékk ARDS en einungis einn þeirra lagðist á gjörgæslu. Enginn sjúklingur lést af bráðri briskirtilsbólgu. Ályktanir: Nýgengi bráðrar briskirtilsbólgu á Islandi hefur aukist en aðallega af síður alvarlegri briskirtilsbólgu. Tilfellum bráðrar bris- kirtilsbólgu af völdum gallsteina og áfengis hefur fjölgað en hlutfallslega hefur ekki orðið aukning á áfengistengdri briskirtilsbólgu þrátt fyrir aukna áfengisnotkun á fslandi. 110 Botnlangabólga á meðgöngu 1994-2009 Hrund Þórhallsdóttir', Elsa Björk Valsdóttir2'3, Ragnheiður I. Bjamadóttir'-3, Auður Smith1'3 ’Kvenna- og barnasviði, :skurðlækningadeild Landspítala, ’læknadeiid Háskóla íslands hrundtlio@gmail.com Bakgrunnur: Botnlangabólga er algengasti sjúkdómurinn sem krefst skurðaðgerðar hjá þunguðum konum án þess að tengjast sjálfri með- göngunni. Töf á greiningu getur haft alvarlega fylgikvilla í för með sér. Tilgangur rannsóknarinnar var að skrá nýgengi og meta árangur með- ferðar við bohilangabólgu á meðgöngu og sængurlegutíma (fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu) á Landspítala (LSH). Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkra- og mæðra- skrám kvenna sem greindust með botnlangabólgu á meðgöngu og sængurlegutíma á LSH1994-2009. Helstu breytur vom: meðgöngulengd við greiningu og fæðingu bams, sjúkdómseinkenni, greiningaraðferð, meðferð/tegund aðgerðar, fylgikvillar og niðurstöður meinafræðiskoð- unar. Niðurstöður: 63 konur uppfylltu skilyrði. Meðgöngulengd var 4 til 37 vikur og 4-42 dagar eftir fæðingu bams. Nýgengi sjúkdómsins á með- göngu er 0.07%. Algengasta kvörtunin var kviðverkur í hægri neðri fjórðungi. Greining var byggð á sjúkdómsmynd hjá 60 konum (97%) og jafnmargar gengust undir aðgerð. 51 (83%) fóm í kviðsjáraðgerð, 8 (13%) í opna aðgerð og ein gekkst undir keisaraskurð við greiningu. Þrjár voru eingöngu meðhöndlaðar með sýklalyfjum. f 78% tilfella var um staðfestan sjúkdóm að ræða, þar af vom 25% með rof á botnlanga. Tíðni fylgikvilla var 9,5%. Eitt tilfelli burðarmálsdauða kom upp í kjölfar fæðingar löngu fyrir tímann og var það eini alvarlegi fylgikvillinn á tímabilinu. Meðallegutími var 2,7 dagar. Tæplega 90% af þunguðu kon- unum náðu fullri meðgöngu. Ályktun: Nýgengi botnlangabólgu á meðgöngu á LSH er svipað og í ná- grannalöndum. Greining útfrá einkennum og skoðun er ásættanleg en segulómun er vannýtt til greiningar. Kviðsjáraðgerð við botnlangabólgu er örugg fyrir þungaðar konur og tíðni fylgikvilla er sæmbærileg niður- stöðum erlendra rannsókna. 111 Nýtt TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein - niðurstöður úr íslensku þýði skurðsjúklinga Húnbogi Þorsteinsson’, Ásgeir Alexandersson’, Hetgi J. ísaksson3, Hrönn Harðardóttir4, Steinn Jónsson1'4, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4lungnadeild Landspítala hunbogil@gmail.com Inngangur: Árið 2009 var gefið út nýtt og ítarlegra TNM-stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein önnur en smáfmmukrabbamein sem átti að spá betur um horfur sjúklinga en eldra stigunarkerfi frá 1997. Við bárum saman stigunarkerfin í vel skilgreindu þýði sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini á Islandi 1994-2008 og var miðað við stigun eftir aðgerð (pTMN) og reiknaðar heildarlífshorfur með aðferð Kaplan- Meier. Niðurstöður: Alls gengust 397 sjúklingar undir 404 aðgerðir, þar af voru 73% blaðnám, 15% lungnabrothiám og 12% fleyg-/geiraskurðir. Sjúklingum á stigi I fækkaði um 30 og sjúklingum á stigi II fjölgaði um 34 við endurstigun (tafla). Samtals fluttust 22 sjúklingar af stigi IB (T2N0) yfir á stig IIA (T2bN0) og 14 sjúklingar af stigi IB (T2N0) á stig ÍIB (T3N0). Innan stigs II færðust 42 af stigi IIB (T2N1) yfir á stig IIA (T2aNl). Þá færðust 7 sjúklingar af stigi IIIB (T4N0) á stig IIB (T3N0) LÆKNAblaðið 2012/98 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.