Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 39
VÍSINPI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 á litningi 2 var metinn skaðlegur af SIFT og Polyphen2 en það reyndist ekki vera markækur munur á samsætutíðni milli hópa (p=0,22). Innskot á 3 bösum í TSPYLl á litningi 6 var einnig athugað nánar en munur á milli hópa reyndist ekki vera marktækur (p=0,96). Framundan er nánari skoðun á þeim breytileikum sem komu í ljós við raðgreininguna; bæði innan og utan prótein kóðandi svæða. 90 Greining DNA-krosstengsla með tvívíðum þáttháðum rafdrætti Bjarki Guðmundsson', Hans Guttormur Þormar1-2, Margrét Steinarsdóttir4, Supawat Thongthip3, Agata Smogorzewska3, Jón Jóhannes Jónsson1-1 ‘Lífefna- og sameindalíffræöistofa læknadeildar HÍ, ;Lífeind ehf., 3Laboratory of Genome Maintenance, Rockefeller University, New York, 4erfða- og sameindalæknisfræðideiid Landspítala bjarkigu@hi.is Inngangur: Tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) er aðferð sem hægt er að nota til að greina gæði og skemmdir flókinna kjamsýrusýna og skoða áframhaldandi meðhöndlun þeirra. í fyrri vídd rafdráttar er aðgreining kjarnsýra háð lengd og þætti, t.d. tvíþátta DNA, einþátta DNA og RNA*DNA blendinga. Kjarnsýrur eru afmyndaðar með hita fyrir rafdrátt í seinni vídd og því er færsla þeirra þá aðeins háð lengd. Eftir tvívíðan rafdrátt myndar hver þátthluti mismunandi boga. Með greiningu á þeim er hægt að meta magn og lengdardreifingu hvers þátt- hluta kjarnsýra í uppmnalega sýninu. Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort hægt væri að nota 2D-SDE til að greina krosstengsl í DNA. Aðferðir: Fanconi anemia (FA) er hópur sjaldgæfra víkjandi sjúkdóma með mismunandi klínísk einkenni. Sjúklingarnir eru mjög viðkvæmir fyrir efnum sem valda DNA krosstengslum. Mannaerfðaefni einangrað úr blóði og DNA úr ræktuðum fíbróblöstum með stökkbreytingar í FANCA og FANCDl genum vom meðhöndluð með efnum sem valda DNA krosstengslum (cisplatin, mitomycin C og DEB). Sýnin vom síðan greind með 2D-SDE. Niðurstöður: Aukið magn DNA greindist fyrir aftan boga af óskemmdu tvíþátta DNA, eins og vænta mátti af DNA með krosstengsl á milli þátta (interstrand crosslink) sem hindra aðskilnað DNA þátta við afmyndun. Einnig greindust DNA-sameindir sem færðust fyrir framan tvíþátta DNA, annars vegar einþátta DNA og hins vegar DNA með krosstengsl innan þáttar (intrastrand) sem valda bognun á DNA sameindum. Magn skemmda var háð styrk krosstengiefnis og tengdist áunnum litningagöll- um. Viðgerð á DNA-skemmdum var minni hjá FA fmmugerðum miðað við fmmur með eðlilega arfgerð samkvæmt 2D-SDE greiningu. Ályktun: 2D-SDE aðferðin gæti reynst gagnleg í rannsóknum, við greiningar á Fanconi anemia og í prófun fyrir svörun sjúklinga við lyfja- meðferð 91 Tengsl rs3803662 arfgerðar við tjáningu TOX3 í brjóstaæxlum og meinafræðilega þætti meinsins Eydís Þórunn Guðmundsdóttir1, Haukur Gunnarsson1, Bjami Agnar Agnarsson2, Óskar Þór Jóhannsson3, Aðalgeir Arason1, Rósa Björk Barkardóttir1, Inga Reynisdóttir1 'Sameindameinafræði- og frumulíffræðieiningu, rannsóknastofu í meinafræði, 2rannsóknastofa í meinafræði, 3krabbameinslækningadeild Landspítala eydist@land$pitali.is Inngangur: Erfðaþættir spila hlutverk í tilurð brjóstakrabbameina. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðnir eins-basapara erfðabreytileikar (e. SNP = Single Nucleotide Polymorphism) geti stuðlað að aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. í viðleitni til að athuga hvemig slíkir erfðabreyti- leikar hafa áhrif var tjáning gena í nágrenni þessara áhættu SNPa mæld. Aðferðir: DNA var einangrað úr brjóstakrabbameinssýnum og 16 SNPs tengdir brjóstakrabbameini arfgerðagreindir. RNA var einangrað úr sömu æxlissýnum og genatjáning mæld á örflögum. Fylgni milli gena- tjáningar og arfgerðar var athuguð með ANOVU. Rauntíma-PCR mæl- ing var notuð til staðfestingar á þeim niðurstöðum sem vom marktækar samkvæmt örflögurannsókninni. Niðurstöður: Tvö gen sýndu tölfræðilega marktæka genatjáningu eftir arfgerð. SYT8 sýndi aukna genatjáningu þegar sjaldgæfari sam- sætan var til staðar í einu eða tveimur eintökum (rs3817198, P=0,01211). Genatjáning TOX3 minnkaði þegar sjaldgæfari samsætan var til staðar í einu eða tveimur eintökum í estrógen-jákvæðum sýnum (rs3803662, P=0,01243). Niðurstöður rauntíma-PCR staðfestu niðurstöður ör- flögurannsóknarinnar því þær sýndu að tjáning TOX3 var minni í þeim sýnum sem höfðu sjaldgæfari samsætuna í tveimur eintökum í estrógen- jákvæðum sýnum. Niðurstöðumar náðu þó ekki tölfræðilega mark- tækum mun (P=0,1). Þegar könnuð voru tengsl meinafræðilegra þátta við arfgerð SNPsins rs3803662 kom í ljós að í estrógen-jákvæðum sýnum vom marktækt fleiri sýni arfhrein um sjaldgæfari samsætuna og tjáðu ErbB2 viðtakann en þau sem voru arfblendinn eða arfhrein um algengari samsætuna (P=0,0055). 92 Einungis SNP rs3803662 sýndi fylgni við tjáningu gena sem voru staðsett í innan við 300 kb fjarlægð frá breytileikanum Haris Guttormur Þormar1-2, Bjarki Guðmundsson1-2, Freyja S. Eiríksdóttir1, Siyoen Kil4, Guðmundur Heiðar Gunnarsson12, Magnús Karl Magnússon3, Jason C. Hsu4, Jón Jóhannes Jónsson13 'Lífeind ehf., lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 4Department of Statistics, Ohio State University, USA hans@hi.is Mikilvægi magns tvíþátta DNA við cDNA nýmyndun fyrir nákvæmni örflögugreininga á genatjáningu Inngangur: Þrátt fyrir miklar framfarir við örflögugreiningar á genatjáningu eru niðurstöður endurtekinna tilrauna enn ónákvæmar. Meginúrbætur hafa snúist um að bæta tölfræðigreiningar og fram- leiðslutækni örflaga. Lítil áhersla hefur verið lögð á gæðagreiningu flókinna skrefa frá RNA einangrun þar til cDNA eða RNA afleiða þess eru blenduð við örflöguna. Við rannsökuðum hvort tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) væri gagnlegur við gæðamat á cDNA nýmyndun fyrir örflögugreiningar. Aðferðir: SuperScriptHI víxlriti var notaður til að nýmynda cDNA eftir Universal Human Reference RNA með T7 oligo(dT) vísi. Sýnin voru nýmynduð bæði eftir leiðbeiningum framleiðanda og með endurbættum aðferðum. Magn tvíþátta cDNA var metið með 2D-SDE. Merkt RNA afleiða af cDNAi var búin til með T7 RNA pólýmerasa og blenduð á Agilent örflögu fyrir 230 gen með þekkta en mismikla tjáningu. Örflagan innihélt 10 þreifara fyrir hvert gen og hver þreifari var endurtekinn 6 sinnum til að meta nákvæmni mælingar. Niðurstöður voru greindar með R-tölfræðihugbúnaði. Niðurstöður: Magn tvíþátta cDNA var greint með 2D-SDE og var mjög breytilegt á bilinu 0 - 72%. Niðurstöður úr örflögutilraunum leiddu í Ijós að fjöldi þreifara með marktækan breytileika milli sýna minnkaði þeim mun meira sem var af tvíþátta cDNA í sýnunum. Þannig reyndust 15% þreifara marktækt breytilegir milli sýna með 12% og 35% tvíþátta cDNA en einungis 3% þreifara milli sýna með 69% og 72% tvíþátta cDNA. Þreifarar frá genum með lága tjáningu voru líklegri til að sýna breytileika af völdum mismunandi magns af tvíþátta cDNA. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að hámörkun magns tvíþátta cDNA LÆKNAblaðið 2012/98 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.