Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 22
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 39 Breytingar í hreyfifærni eftir 12 vikna styrktarþjálfun hafa jákvætt forspárgildi fyrir vitræna getu hjá eldra fólki Ólöf Guðný Geirsdóttir,',/ Alfons Ramel1, Atli Arnarson1, Kristín Briem2, Pálmi V. Jónsson3-4, Inga Þórsdóttir1 'Rannsóknarstofu í næringarfræði Landspítala, heilbrigðisvísindasviði, matvæla- og næringarfræðideild, HÍ, 2sjúkraþjálfun HI, 3öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ, ^rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum. olofgg@landspital i. is Inngangur: Vitræn geta hefur áhrif á lífgæði og lífslíkur eldra fólks. Það hefur verið sýnt fram á að hreyfing og þá sérstaklega þrekæfingar hafi jákvæð áhrif á vitræna getu. Hins vegar er minna vitað um áhrif styrktaræfinga á vitræna getu meðal eldra fólks.. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort 12 vikna styrkt- arþjálfun hefði áhrif á vitræna getu mælda með MMSE-skimunarprófi. Aðferð: Þátttakendur voru fengnir með auglýsingu (N = 237, 73.7±5.7 ára, 58.2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag m.v. hámarksstyrk). Styrktaræfingarnar voru þannig samsettar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. Líkamssamsetning, styrkur yfir hné, gripstyrk- ur, hreyfifærni og MMSE voru mæld við upphaf og við lok ílxlutunar. Niðurstöður: Við upphaf íhlutunar með styrktaræfingar og næringu var meðaltal MMSE-mats 27.62.0 og 6 mínútna gönguhraði var 46273m. Eftir 12 vikna íhlutunartímabil var marktæk (P<0.001) aukning á bæði MMSE-skori (28.02.2) og 6 mínútna gönguhraða (49676m). Enginn kynja- munur fannst varðandi breytingu á MMSE né á 6 mínútna gönguprófi. Samkvæmt fjölþáttagreiningu hafði bæting í 6 mínútna gönguhraða forspágildi fyrir bætingu á MMSE (B=0.07 fyrir hvern aukinn lOm í 6 mínútna gönguprófinu, P=0.032; leiðrétt fyrir kyni, aldri, og næringar- viðbót). Upphafsgildi MMSE-skimunar og bæting á MMSE-skori hafði neikvæða fylgni (r=-0.341;P=0.001). Ályktun: Heilbrigt, eldra fólk með hátt MMSE-skor getur aukið MMSE- skor með styrktarþjálfun. Bæting í hreyfifærni mæld í 6 mínútna göngu- prófi hefur jákvætt forspágildi fyrir breytingu á MMSE-skori. 40 Eingöngu brjóstamjólk í fjóra eða sex mánuði: slembiröðuð íhlutandi rannsókn Ólöf H. Jónsdóttir1, Inga Þórsdóttir', Patricia L. Hibberd2,Mary S. Fewtrell3, Jonathan Wells3, Gestur I. Pálsson4, Alan Lucas3, Geir Gunnlaugsson5, Ronald E. Kleinman'’ 'Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítaía og HÍ, 3Division of Global Health, Massachusetts General Hospital for Children, Harvard Medical School, Boston,. ‘Childhood Nutrition Research Centre, UCL Institute of Child Health, London, 4Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 5Embætti landlæknis og Háskóli Reykjavíkur, ' Department of Pediatrics, Massachusetts General Hospital for Children, Harvard Medical School, Boston olofliej@landspilali.is Inngaugur: Lengi vel var ráðlagt að gefa ungbörnum eingöngu brjóstamjólk í 4-6 mánuði frá fæðingu, en frá árinu 2001 hefur Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin ráðlagt eingöngu brjóstamjólk til 6 mánaða aldurs. Á sama tíma og ráðleggingunum var breytt var kallað eftir frekari rannsóknum á þessu sviði. Markmið: Að auka þekkingu á næringu ungbarna fyrstu 6 mánuði ævinnar, sem og vexti og járnbúskap. Aðferðir: Rannsóknin var íhlutandi og slembiröðuð með tveimur hópum (n=119), annars vegar voru börn sem fengu aðra fæðu samhliða brjósta- gjöf frá fjögurra mánaða aldri og hins vegar börn sem fengu eingöngu brjóstamjólk til 6 mánaða aldurs. Hjá þeim börnum sem fengu viðbótar- fæði samhliða brjóstagjöf var upplýsingum safnað um mataræði með þriggja daga veginni neysluskráningu og eins voru skráðar allar nýjar fæðutegundir sem barnið fékk á aldrinum 4-6 mánaða. Upplýsingum var einnig safnað um járnbúskap og vöxt allra barnanna. Niðurstöður: Alls 100 börn (84%) kláruðu rannsóknina, 50 í hvorum hópi. Þau börn sem fengu viðbótarfæði samhliða brjóstagjöf voru með betri jámbúskap við 6 mánaða aldur en þau börn sem fengu eingöngu brjóstamjólk (p=0,02). Enginn munur var á vaxtarhraða frá 4-6 mánaða hjá íhlutunarhópunum tveimur. Meðal orkuinntaka úr viðbótarfæðinu var 37 kj/kg líkamsþyngdar við rúmlega 5 mánaða aldur. Ályktun: Það að bæta við litlu magni af viðbótarfæði samhliða brjósta- mjólk frá 4 mánaða aldri hefur ekki áhrif á vaxtarhraða frá 4-6 mánaða, en hefur lítil og jákvæð áhrif á járnbúskap við 6 mánaða aldur. 41 Mat á gildi einfalds eyðublaðs til áætlunar á orku- og próteinneyslu sjúklinga Rannveig Björnsdóttir u, Inga Þórsdóttir1'2'3, Fríða Rún Þórðardóttir4, Alfons Ramel13, Ingibjörg Gunnarsdóttir1-2'3 ’Næringarstofu Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 'rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, 4eldhúsi Landspítala rabl2@hi.is Inngangur: Vannæring er algengt og kostnaðarsamt vandamál á sjúkra- stofnunum. Skortur er á einföldum gildum aðferðum til að fylgjast með orku- og próteinneyslu inniliggjandi sjúklinga í því skyni að kanna hvort hún samræmist áætlaðri orku- og próteinþörf. Markmið: Að meta gildi einfalds skráningarblaðs til áætlunar á orku- og próteinneyslu inniliggjandi sjúklinga með samanburði við nákvæma skráningu á mataræði. Aðferðir: Þátttakendur voru inniliggjandi sjúklingar á hjarta- og lungna- skurðdeild (n=81). Starfsmenn á deild skráðu hlutfall máltíðar sem sjúklingur neytti á einfalt eyðublað (0%, 25%, 50% eða 100% af heildar- skammti) í þrjá daga. Næringargildi máltíða frá eldhúsi Landspítalans er þekkt og voru allir matarafgangar vigtaðir og skráðir. Niðurstaða einföldu skráningarinnar var borin saman við nákvæmu skráninguna. Niðurstöður: Að jafnaði ofmat einfalda eyðublaðið orkuneyslu um sem nemur 46 kkal á dag (1123±443 kkal/dag miðað við 1077±430 kkal/dag, p=0,001). Áætluð próteinneysla með einfalda eyðublaðinu var 50,4±20,5 g/dag sem reyndist ekki vera tölfræðilega marktækt frábrugðið niður- stöðum nákvæmu skráningarinnar (48,9±21,6, p=0,065). Þegar eingöngu voru skoðaðar máltíðir þar sem áætlað var að sjúklingur hafði lokið 25% eða 50% af því sem skammtað var, reyndist einfalda eyðublaðið vanmeta neysluna lítillega. Ályktun: Þrátt fyrir að tölfræðilega marktækur munur hafi verið milli aðferðanna tveggja m.t.t. orkuneyslu, þá eru 46 kkal einungis rúmlega 2% af áætlaðri heildarorkuþörf 80 kg einstaklings (m.v. neðri mörk áætlaðrar orkuþarfar, 25-30 kkal/kg). Einfalda skráningin hentar vel til að áætla orku- og próteinneyslu sjúklingahópa, en greina þarf gögnin nánar til að unnt sé að álykta um notkunargildi þess á einstaklingsvísu. 42 Samstaða um meginhlutverk lýðheilsunæringarfræðinga í Evrópu Svandís Erna Jónsdóttir1, Inga Þórsdóttir1, Susanna Kugelberg21, Agneta Yngve13, Nicholas P. Kennedy4, Roger Hughes5 ‘Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala og Háskóla íslands, 2Karolinska Institutet, Dept. of Biosciences and Nutrition, 3Oslo and Akershus University College of Applied Sciences, Faculty of Health, Nutrition and Management,4 Unit of Nutrition and Dietetic Studies, Trinity College Dublin and Trinity Centre for Health Sciences, St. James's Hospital, School of Health Sciences, Bond University swndjo@landspilali.is Inngangur: Geta margra Evrópulanda til að takast á við lýðheilsunær- 22 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.