Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 42
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 (p>0,3). Mismunur slagæðlinga og bláæðlinga (e. arteriovenous diffe- rence) var 40,2±6,9% í heilbrigðum samanborið við 35,7±6,1% í byrjunar- stigi AMD (p=0,04) og 34,0±6,7% í vota lokastigi AMD (p=0,01). Ályktanir: Súrefnismettun í bláæðlingum sjónhimnunnar er marktækt hærri hjá sjúklingum með AMD en heilbrigðum einstaklingum. í saman- burði við heilbrigða, er mismunur slagæðlinga og bláæðlinga marktækt lægri hjá AMD sjúklingum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að súrefnisbúskapur í AMD sé truflaður. 99 Súrefnisbúskapur sjónhimnu í heilbrigðum augum Ásbjörg Geirsdóttiru, Ólafur Pálsson2, Sveinn Hákon Haröarsonu-3, Ólöf Bima Ólafsdóttir2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1'3, Einar Stefánssonli3 'Augndeild Landspítala, 3læknadeild HÍ, áDxymap ehf. asbjorgg@landspitali.is Inngangur: Súrefnisbúskapur sjónhimnunnar raskast í mörgum augn- sjúkdómum. Mikilvægt er að hafa staðlaðan, heilbrigðan viðmiðunarhóp í rannsóknum á sjúkdómum. Markmið: Að mæla súrefnismettun í sjónhimnuæðum í heilbrigðum augum til að meta áhrif aldurs og kyns auk annarra þátta. Einnig að meta hvort munur sé á súrefnismettun eftir staðsetningu innan sjónhimnu. Aðferðir: Súrehiismælirinn (Oxymap ehf.) er byggður á venjulegri augnbotnamyndavél sem tekur samtímis augnbotnamyndir á tveimur mismunandi bylgjulengdum og notar þær til mælinga á súrefnismettun. Súrefnismettun helstu slægæðlinga og bláæðlinga var mæld í 120 heil- brigðum sjálfboðaliðum á aldrinum 18-80 ára (miðgildi 47 ára). Karlar voru 44 (37%) og konur 76 (63%). Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu var 92,2±3,7% (meðaltal±staðalfrávik) og 55,6±6,3% í bláæðlingum. í bæði slagæð- lingum og bláæðlingum var lægri súrefnismettun í neðri ytri fjórðung sjónhimnunnar (p<0,0001). Súrefnismettun í slagæðlingum hélst stöðug með aldri (p=0,23). Á 10 árum lækkaði súrefnismettun bláæðlinga um 1,9±0,6% í körlum (meðaltal±staðalvilla meðaltals; p=0,003) og 0,7±0,4% í konum (p=0,068). Mismunur slagæðlinga og bláæðlinga (e. arterio- venous difference) jókst um 1,5±0,5% á 10 árum í körlum (p=0,004) og 1,0±0,4% (p=0,007) í konum. Fyrir hverja lOmmHg aukningu í gegnum- flæðisþrýstingi auga (e. ocular perfusion pressure), jókst súrefnis- mettun slagæðlinga um 0,9±0,4% (p=0,024) og bláæðlinga um 1,2±0,7% (p=0,075). Ályktanir: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnunnar er stöðug í heilbrigðum einstaklingum en í bláæðlingum er marktæk lækkun með aldri í körlum og svipuð tilhneiging í konum. Mismunur slagæðlinga og bláæðlinga jókst marktækt með aldri hjá báðum kynjum. Rannsóknin sýnir staðalgildi í súrefnismettun í sjónhimnuæðum hjá íslendingum. 100 Líkan af flæði súrefnis í augnbotni Davíð Þór Bragason, Einar Stefánsson Augndeild, skurðlækningasviði Landspítala dbragason@gtnail.com Inngangur: Hannað var stærðfræðilegt reiknilíkan af flæði og sveimi (diffusion) súrefnis í blóðrás sjónhimnunnar, sér í lagi af sveimi súrefnis á milli tveggja nálægra æða (countercurrent exchange). Markmið: Að bæta skilning á súrefnisbúskap sjónhimnu og sjóntaugar hjá heilbrigðum og einstaklingum með augnsjúkdóma. Að spá fyrir um súrefnismettun í æðum sjóntaugar, sem ekki er unnt að mæla beint. Aðferðir: Samliggjandi slag- og bláæðlingum er lýst í stærðfræði- líkani með tvískauta hnitum, lögmáli Ficks um sveim súrefnis beitt og hlutafleiðujafna Poissons leidd út. Jafna sú er leyst og þéttleiki súr- efnisstraums á milli æðanna þannig fundinn sem fall af súrefnismettun í æðunum. Kerfi af samtengdum ólínulegum afleiðujöfnum er leitt út, og töluleg lausn sem lýsir breytileika súrehiismettunar í æðum fundin með aðstoð tölvu. Áhrif súrefnisneyslu (consumption) í sjónhimnu voru rannsökuð með aðstoð Green-falla. Líkanið var prófað með niðurstöðum súrefnismælinga með súrefnismæli (retinal oximeter) frá Oxymap ehf. og var einnig beitt á niðurstöður mælinga sem áður hafa verið gerðar á mönnum og dýrum með raflífeðlisfræðilegum aðferðum. Niðurstöður: Niðurstöður varðandi stigul (gradient) súrefnismettunar í æðum sjónhimnu var í samræmi við mælingar, en samkvæmt þeim er víxlverkun á milli slag- og bláæðlinga (countercurrent exchange) lítil í sjónhimnu, en marktæk í sjóntaug, eða á stærðargráðunni 1% breyting í súrefnismettun. Spá líkansins um straum súrefnis í glerhlaupi aðlægt meðalstórum æðum var einnig í samræmi við mælingar, eða á stærðar- gráðunni 10'6ml 02 / cm! / sek. fyrir slagæðlinga. Ályktun: Hannað hefur verið líkan af straumi súrefnis á milli æða í sjón- himnu, og virðast niðurstöður þess vera í samræmi við súrefnismælingar af ýmsum toga. Líkanið verður þróað áfram til að fá sem raunsannasta lýsingu á aðstæðum í auganu. 101 Súrefnismælingar í æðahimnu augans Jóna Valgerður Kristjánsdóttir'-3, Ólöf Birna ÓJafsdóttir3, Sveinn Hákon Harðarson1-2-3, Þórunn S. Elíasdottir2, Andy Harvey1, Einar Slefánsson1'2-3 'Augndeild Landspítala, 2Háskóia fsland,s 'Oxymap ehf., 4School of Engineering and Physical Sciences, Heriot Watt University, Ricarton, Edinburgh jonakv@landspitali.is Inngangur: Súrefnismettun hefur áður verið mæld í æðum sjónhimn- unnar (retina) með góðum árangri. Mælingar á súrefni í æðum æðahimn- unnar (choroid) hafa hins vegar ekki verið gerðar í mönnum. Markmið: Að mæla súrefnismettun í æðum æðahimnu og sjónhimnu augans. Aðferðir: Súrehiismælirinn (Oxymap ehf.) er gerður úr tveimur stafrænum myndavélum, ljóssíum, mynddeili og augnbotnamyndavél. Mynd er tekin af augnbotninum og þeirri mynd skipt upp í tvær myndir á tveimur bylgjulengdum (570nm og 600nm). Með því að skoða gleypni ljóss í æðum augnbotnsins á tveimur bylgjulengdum er hægt að reikna út ljósþéttnihlutfall (ODR) en sú tala er í öfugu hlutfalli við súrefnis- mettun og gefur þannig hugmynd um hversu mikið súrefni er í æðum augnbotnsins. Mælingar voru gerðar á 16 heilbrigðum einstaklingum, (aldur 40±14 ára, meðaltal±staðalfrávik). Sex af þessum 16 voru auk þess myndaðir fyrir og eftir innöndun á 100% súrefni. ODR var mælt fyrir æðar æðahimnunnar (e.choroid) og sjónhimnunnar. Allar æðar voru af svipaðri vídd. Niðurstöður: Meðaltals ljósþéttnihlutfall (ODR) var 0,10±0,10 (meðal- tal±staðalfrávik) í æðum æðahimnunnar og 0,22±0,04 í slagæð- lingum sjónhimnunnar. Við innöndun á 100% súrefni (n=6) lækkaði ljósþéttnihlutfallið um 0,035±0,028 í æðum æðahimnunnar (p=0,029) og 0,022±0,017 í æðum sjónhimnunnar (p=0,022). Ályktun: Hægt er að mæla ljósþéttnihlutfallið (ODR) í æðum æða- himnunnar og sjónhimnunnar. Þar sem ODR er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun gefa niðurstöðurnar til kynna að súrehiismettun æða í æðahimnu augans sé hærri heldur en í slagæðlingum sjónhimnunnar. Súrefnismælirinn er næmur fyrir breytingum sem verða við innöndun á 100% hreinu súrefni, bæði í æðahimnu- og sjónhimnuæðum. 42 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.