Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 21
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 lágmarksneyslu á öðrum næringarefnum. Marktæk neikvæð fylgni var á milli lýsisneyslu og slagbilsþrýstings þegar leiðrétt var fyrir aldri, þyngdarstuðli, kyni og inntöku á blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Neysla á löngum ómega-3 fitusýrum tengdist slagbilsþrýsting einnig marktækt. Aðrir fæðuþættir tengdust ekki blóðþrýstingi. Ályktanir: Tengsl mataræðis og blóðþrýstings meðal eldri íslendinga hafa ekki verið könnuð áður. Niðurstöður benda til þess að neysla á lýsi lækki blóðþrýsting meðal eldra fólks og hafi á þann hátt jákvæð áhrif á heilsufar. Umtalsverður hluti þátttakenda var í áhættuhóp varðandi skort á D-vítamíni, B6-vítamíni, joði, og járni. 36 Tengsl félagslegra þátta við fylgni við nýjar ráðleggingar um mataræði ungbarna Ása Vala Þórisdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala asavala@landspitali.is Inngangur: Ráðleggingum um mataræði ungbarna var breytt árið 2003. Brjóstamjólk var þá ráðlögð sem eina fæðan fyrstu 6 mánuðina í stað 4-6 mánaða, einnig var meiri áhersla lögð á hluta brjóstagjöf (HBG) út fyrsta árið. í stað venjulegrar kúamjólkur var járnbætt stoðmjólk ráðlögð frá 6 mánaða til 2 ára aldurs. Markmið: Að meta hvort tengsl væru á milli félagslegra þátta eins og menntunar og aldurs foreldra eða ráðstöfunartekna heimilisins við fylgni við nýjar ráðleggingar um mataræði ungbarna. Aðferðir: Heilbrigð íslensk ungbörn voru valin voru af handahófi (n=196) og fylgt eftir til 12 mánaða aldurs. Neysla frá 0-4 mánaða aldurs var metin með fæðissögu og mánaðarlegar fæðuskráningar voru gerðar frá 5-12 mánaða aldurs. Spurningalisti var notaður til að safna upp- lýsingum um félagslega þætti. Menntun var skilgreind í þremur stigum, grunnskóla-, framhaldsskóla-, og háskólamenntun. Niðurstöður: Börnin voru að meðaltali í 3,4 (1,8) mánuði eingöngu á brjósti (EBG) og lengd HBG var 7,4 (3,4) mánuðir. HBG var lengri meðal háskólamenntaðra mæðra en mæðra sem aðeins höfðu lokið grunnskóla (8,5 vs. 6,6 mánuðir; P=0,005), ekki var marktækur munur á lengd EBG milli menntunarhópa. Aðhvarfsgreining, sem leiðrétti fyrir aldri mæðr- anna, sýndi að með hverju skólastigi sem lokið var jókst HBG um 0,85 mánuði (95% 0=0,26-1,44) og kúamjólkur neysla minnkaði um 37,5 ml/ dag meðal 9-12 mánaða barna (95% 0=11,1-63,9). Neysla Stoðmjólkur hafði hins vegar jákvæða fylgni við ráðstöfunartekjur heimilisins (r=0,20; P=0,009). Ályktun: Félagslegir þættir geta spáð fyrir um hvaða mæður þyrftu sér- staka leiðsögn í mæðravernd varðandi mataræði ungbama. Menntun mæðranna hafði mest áhrif á fylgni við nýjar ráðleggingar um mataræði ungbarna. 37 Tengsl milli vaxtar hjá börnum og kransæðasjúkdóma á fullorðinsárum Cindy Mari Imai1, Þórhallur Ingi Halldórsson12, Ingibjörg Gunnarsdóttiru, Vibnundur Guðnason14, Þór Aspelund3-4, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Inga Þórsdóttir1-2 'Rannsóknastofu í næringarfræði, HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði, HÍ, 'Hjartavernd, 4læknadeild HÍ, Landspítala cniil@lti.is Inngangur: Lág fæðingarþyngd hefur ítrekað verið tengd lífstílssjúk- dómum síðar á lífsleiðinni. Minna er vitað um tengsl vaxtar í barnæsku við heilsu á fullorðinsárum. Markmið: Að kanna sambandið milli vaxtar íslenskra barna (8-13 ára) og dauðsfalla af völdum kransæðasjúkdóma á fullorðinsárum (meðalaldur 55 ára). Aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum frá hóprannsókn Hjartaverndar á 2120 íslendingum fæddum 1921-1935 og búsettum í Reykjavík við inn- ritun í rannsókn (1967-1991). Notast var við fæðingarstærð og vöxt frá 8 til 13 ára aldurs (hæð, þyngd og dagsetningu mælingar) ásamt gögnum um dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma frá upphafi rannsóknar til loka árs 2009. Cox-aðhvarfsgreining var notuð til að meta sambandið milli vaxtar bamanna og dauða vegna kransæðasjúkdóma. Niðurstöður: Alls létust 230 karlmenn og 94 konur af völdum kransæða- sjúkdóma til ársins 2009. Líkur á dauðsfalli af völdum kransæða- sjúkdóma jukust með hærri líkamsþyngdarstuðli (LÞS) og var áhættu- hlutfallið (hazard ratio) [1.01 (95% CI: 0.89, 1.15)] við 8 ára aldur. Áhættuhlutfallið jókst með aldri og var [1.26 (95% CI: 1.11, 1.43)] við 13 ára aldur. í samræmi við þessar niðurstöður fannst einnig Sterkara sam- band við dauðsföll af völdum kransæðasjúkdómum við aukningu á LÞS milli 11-13 ára aldur miðað við 8-10 ára aldur. Ályktun: Hærri LÞS og aukning í LSÞ frá 8-13 ára var tengdur auknum líkum á kransæðasjúkdómum á fullorðinsaldri. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að ákvarða áhrif vaxtarhraða á kransæðasjúkdóma á fullorðinsárum. 38 Orku- og próteinneysla hjarta- og lungnaskurðsjúklinga á Landspítala; samanburður við áætlaða orku- og próteinþörf Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir', Inga Þórsdóttir1-2'3 Fríða Rún Þórðardóttir4, Ingibjörg Gunnarsdóttir1'2J 'Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, 2matvæla og næringarfræðideild HÍ, 3næringarstofu, 4eldhúsi Landspítala ingigun@landspitali. is Inngangur: Næringarástand hefur áhrif á tíðni aukaverkana, legutíma og almennar batahorfur sjúklinga. Tíðni vannæringar meðal sjúklinga við innlögn á Landspítala er 20-60%, mismunandi eftir sjúklingahópum. Lítið er vitað um það hvort orku- og próteinþörf sjúklinga á Landspítala sé mætt meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Markmið: Að meta orku- og próteinneyslu hjarta- og lungnaskurð- sjúklinga og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf. Aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar (n=81) sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild á tímabilinu júní-desember 2011. Næringargildi máltíða sem berast úr eldhúsi Landspítala er þekkt. Allir matarafgangar auk millibita sem sjúklingur neytti í þrjá samfelda daga voru vigtaðir og skráðir. Orku- og próteinneysla var reiknuð út í forritinu Kostplan Næring. Fyrsta skráning fór fram a.m.k. 48 klst. eftir aðgerð. Orku- og próteinþörf var áætluð samkvæmt klínískum leiðbeiningum um nær- ingu sjúklinga á Landspítala, 25-30 kkal/kg/dag og 1,2-1,5 g/kg/dag (miðað við kjörþyngd). Niðurstöður: Að jafnaði var orkuneysla þátttakenda 1368±511 kkal/dag eða sem svarar 17±7,0 kkal/kg líkamsþyngdar á dag. Próteinneysla var 62±24 g/dag eða að jafnaði 0,8±0,3 g/kg líkamsþyngdar á dag. Orku- og próteiimeysla innan við 15% sjúklinga var í samræmi við klínískar leiðbeiningar, jafnvel á þriðja skráningardegi. Ályktun: Mikilvægt er að leita leiða til að tryggja að orku- og prótein- neysla inniliggjandi sjúklinga sé í samræmi við áætlaða þörf. Hvatt er til eftirlits með orku- og próteinneyslu iimiliggjandi sjúklinga í klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga. Niðurstöðurnar benda til þess að full ástæða sé til að lögð verði áhersla á innleiðingu slíks eftirlits. LÆKNAblaöið 2012/98 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.