Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Qupperneq 36
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 við áhrif fjölda frumbólusetninga með PCV9 á 1. ári á svör við PCV13 við 7 ára aldur. Aðferðir: Sjö ára börn sem voru bólusett með tveimur eða þremur skömmtum af PCV9 sem ungbörn og endurbólusett með PPSV23 eða PCV9 við 12 mánaða aldur (2- eða 3- PCV9+PPSV23 / 2- eða 3- PCV9+PCV9), voru bólusett með PCV13 (N=89). Magn IgG mótefna, sækni þeirra og virkni í átfrumuprófi (opsonophagocytosis, OPA), voru mæld fyrir og einni og fjórum vikum eftir bólusetningu. Niðurstöður: Börn sem fengu PPSV23 við 12 mánaða aldur sýndu svip- aða virkni í átfrumuprófi eftir PCV13 hvort sem þau höfðu fengið tvær eða þrjár frumbólusetningar. Hins vegar sýndu böm sem höfðu verið endurbólusett með PCV9 við 12 mánaða aldur, hærri OPA-niðurstöður ef þau höfðu fengið þrjár fmmbólusetningar með PCV9 (tafla I). OPA-títer fjórum vikum eftir PCV13 bólusetningu við 7 ára aldur. Hjúpgerð 1 4 5 6B 9V 14 18C 19F 23F 2 PCV9+ PPSV23 213 2804 282 10263 1542 2818 3195 1731 1869 3 PCV9+ PPSV23 234 1922 260 12467 2650 3366 3275 863 1462 2 PCV9+ PCV9 898 2049 466 9958 1604 3575 3207 891 2201 3 PCV9+ PCV9 1230 5510 912 12211 2041 2794 7650 1404 3016 Ályktun: Bæði fjöldi skammta af PCV9 á 1. ári og tegund bóluefnis, þ.e. hrein fjölsykrur eða próteintengdar fjölsykmr við endurbólusetningu, geta haft áhrif á minnissvar við PCV13 við 7 ára aldur. 82 Ónæmissvar við próteintengdu pneumókokkabóluefni hjá börnum sem fengu 23-gilt fjölsykrubóluefni (PPSV23) við eins árs aldur Sigurveig Þ. Sigurðardóttir'-2, Kimberly Center3, Katrín Davíðsdóttir, Vilhjálmur A. Arason4, Bjöm Hjálmarsson4, Ragnheiður Elísdóttir4, Gunnhildur Ingólfsdóttir1, R. Northington5, P. Giardina3, William Gruber3, Emilio Emini,3 David ScotP, Ingileif Jónsdóttir1'2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Pfizer Vaccine Research, Collegeville, PA og Pearl River NY USA, 4Miðstöð heilsuverndar barna, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins; 3Pfizer Inc, Collegeville, PA, USA veiga@landspitali.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða ónæmissvar við 13- gildu CRM197-tengdu fjölsykmbóluefni gegn pneumókokkum (PCV13) í börnum sem voru bólusett sem ungbörn með 9-gildu PCV (PCV9; hjúp- gerðir 1,4,5 6B, 9V, 14,18C, 19F, og 23F) og meningókokka C bóluefni og endurbólusett við 1 árs aldur með PCV9 eða PPSV23. Aðferðir: Sjö ára börn sem voru bólusett með PCV9 sem ungbörn og endurbólusett með PPSV23 (PPSV23/PCV13, N=50) eða PCV9 (PCV9/ PCV13, N=37) við 12 mánaða aldur, voru bólusett með PCV13. Til að meta eðli ónæmissvarsins vom magn IgG mótefna, sækni þeirra og virkni í átfrumuprófi mæld fyrir og 1 og 4 vikum eftir bólusetningu. Niðurstöður: IgG magn er sýnt í töflu. Einum mánuði eftir PCV13 bólu- setningu höfðu >97% barnanna í báðum hópunum myndað sértækt IgG 0.35pg/mL (verndandi magn) fyrir allar hjúpgerðirnar. PCV9/PCV13 hópurinn svaraði PCV13 með hærra IgG magni en PPSV23/PCV13 hóp- urinn. Efri mörk 95% öryggisbils (CI) af hlutfalli PPSV23/PCV13:PCV9/ PCV13 voru <1 fyrir hjúpgerðirnar 1,4,5,9V, 18C og 23F. Virkni mótefna í átfmmuprófi og sækniþroski studdu þessar niðurstöður. GMC IgG í fig/rnL (95%CI) fjórum vikum eftir PCV13 bólusetningu. Hjúpgerð r 4* 5* 6B* 9V* 14* 18C* PPSV23/PCV13 5.28 4.18 5.75 29.51 4.31 17.47 2.76 PCV9/PCV13 19.43 11.34 15.98 41.70 7.39 22.78 4.83 Hjúpgerð 19F* 23F* 3 6A 7F 19A PPSV23/PCV13 9.78 7.89 3.28 11.16 7.13 14.62 PCV9/PCV13 11.60 12.25 2.87 14.07 8.05 17.07 'Hjúpgerðir sem voru í öllum þremur bóluefnunum. Ályktun: Niðurstöður okkar benda til að PPSV23 við eins árs aldur geti minnkað svör við pneumókokkabóluefnum síðar. Klínísk þýðing þessa er óljós 83 Makrófagar og eósínófílar eru aðalfrumutegundirnar í hjöðnunarfasa vakamiðlaðrar bólgu Valgerður Tómasdóttir1'2'3, Amór Víkingsson2, Ingibjörg Harðardóttir1, Jóna Freysdóttir2'3 ’Lífefna- og sameindalíffræðistofu, lífvísindasetri læknadeildar HÍ, :rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum, 3ónæmisfræðideild Landspítala jonaffDlandspitali.is Inngangur: Nýlega hefur verið sýnt fram á að hjöðnun bólgu er virkt ferli sem felur í sér flókið samspil fmmna og boðefna. Hjöðnun bólgu hefur mest verið skoðuð í zymosan miðlaðri bráðabólgu. Markmiðið með rannsókninni var að skoða hjöðnun bólgu í líkani sem líkir eftir bólgukasti í langvinnum bólgusjúkdómum. Efniviður og aðferðir: Kvenkyns C57BL/6J mýs vom bólusettar með metýlemðu BSA (mBSA) og mild vakamiðluð lífhimnubólga mynduð. Kviðarholsfrumum og -vökva var safnað á mismunandi tímapunktum. Yfirborðssameindir á kviðarholsfrumum vom mældar í frumuflæðisjá og styrkur fmmu- og flakkboða í kviðarholsvökva var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Við bólguáreiti hurfu staðbundnir makrófagar úr kviðar- holinu en neutrófílar (Ly6G+) komu þangað og náðu hámarki 6 klst. eftir bólgumyndun. Mónócýtar (Grl4CD115*CDllb') sáust í kviðarholi í kjölfar neutrófílanna og náðu hámarki 24 klst. eftir bólgumyndun. Mónócýtarnir breyttust í makrófaga (F4/80*CDllb*) sem náðu hámarki 2 d eftir bólgumyndun og tjáðu þá mikið af hlutleysis-flakkboða- viðtakanum D6. Eosínófílar (CCR34), sem nýlega er búið að sýna að gegni hlutverki í bólguhjöðnun, komu einnig inn í kviðarholið í kjölfar neutrófílanna og náði fjöldi þeirra hámarki 2 d eftir bólgumyndun. Styrkur TGF-fJ og hlutleysandi viðtakans sIL-6R náðu einnig hámarki í kviðarholsvökva 2 d eftir bólgumyndun. Fjöldi eitilfmmna jókst jafnt og þétt eftir bólgumyndun og var fjöldi T frumna (CD90.2*) og NK fmmna (NKl.l ') í hámarki 2 d eftir bólgumyndun og fjöldi B fmmna (B2204) á d 5. Ályktun: í hjöðnunarfasa vakamiðlaðrar lífhimnubólgu eru eosínófílar og makrófagar sem tjá mikið af D6 helstu fmmutegundirnar og sIL-6R og TGF-p helstu viðtakar/boðefni sem líkleg eru til að taka þátt í að miðla hjöðnun bólgunnar. 36 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.